Morgunblaðið - 07.01.2017, Side 26

Morgunblaðið - 07.01.2017, Side 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkis- ráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2017-2018. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 2.- 21. júlí 2017. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 27. janúar 2017. 7. janúar 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.37 113.91 113.64 Sterlingspund 139.09 139.77 139.43 Kanadadalur 84.84 85.34 85.09 Dönsk króna 15.906 16.0 15.953 Norsk króna 13.126 13.204 13.165 Sænsk króna 12.414 12.486 12.45 Svissn. franki 110.43 111.05 110.74 Japanskt jen 0.9636 0.9692 0.9664 SDR 151.75 152.65 152.2 Evra 118.27 118.93 118.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.2662 Hrávöruverð Gull 1178.0 ($/únsa) Ál 1709.0 ($/tonn) LME Hráolía 56.35 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Á síðasta ári flutti Icelandair samtals 3.674.461 farþega í milli- landaflugi og var það 20% aukning á milli ára. Ice- landair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á árinu 2016. Sætanýting nam 82,2% og lækkaði um 1 prósentustig frá árinu 2015 sem var metár. Í desember voru farþegar í milli- landaflugi 220 þúsund sem er 19% fjölgun frá desember á síðasta ári. Heildarfjöldi farþega Flugfélags Ís- lands var 323.740 á síðasta ári og jókst um 9% á milli ára. Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 1% og flutt frakt um 5%. Herbergjanýting á hótelum fé- lagsins á árinu 2016 var 81,5% og hefur aldrei verið meiri. Farþegar Icelandair nærri 3,7 milljónir 2016 Flug Metár var hjá Icelandair í fyrra. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, segir aðspurður að ekki sé hægt að útiloka neitt varðandi frekari kaup VÍS í Kviku en ekkert sé ákveðið með það á þessari stundu. Slíkt velti allt á að- stæðum hverju sinni. „Það veltur allt á fjárfestingarstefnunni sjálfri, og svo lengi sem slík kaup rúmast innan hennar er ekki hægt að útiloka neitt.“ Eins og greint var frá í fyrradag hefur VÍS eignast 21,8% hlut í Kviku banka. Seljendur eru Títan B (7,27%) í eigu Skúla Mogensen, Ingimundur hf. (6,61%) í eigu Ármanns Ármanns- sonar útgerðarmanns, Fagfjárfesta- sjóðurinn Norðurljós (5,77%), Kvika banki (1,27%) og M-804 ehf. (0,92) í eigu Þorláks Runólfssonar, fyrrum framkvæmdastjóra hjá Straumi fjár- festingarbanka. Heildarkaupverð er um 1.665 milljónir króna, eða 5,4 krónur á hvern hlut. Kaupverðið verð- ur greitt að fullu með reiðufé. Jakob segir að í krónum talið sé hluturinn ekki sá stærsti sem VÍS eigi í öðrum félögum, þótt hann sé stærsta hlutdeildin sem félagið eigi í öðru fé- lagi. Nýtur sérstöðu Fjárfestingin nýtur ákveðinnar sérstöðu að sögn Jakobs, þar sem fjárfest sé í hlutafé fjármálastofn- unar. „Við eigum skuldabréf á fjár- málastofnanir en þarna er kominn nýr eignaflokkur, sem er gott, því þá er komin fjölbreyttari áhætta í safnið.“ Jakob segir aðspurður að það skýr- ist svo á næsta aðalfundi hvort ein- hverjar breytingar verði á stjórn Kviku. „Það sem kveikir áhuga á félaginu er athyglisverður árangur þess og framtíðarhorfur og við berum fullt traust til stjórnenda sem þarna eru.“ Um samlegð með samrekstri tryggingafélags eins og VÍS og banka segir Jakob að algengt sé að trygg- ingafélög séu hluti af fjármálasam- steypum. „Almennt séð eru fjölmörg tryggingafélög með samhæfða starf- semi og eru hluti af fjármálasam- steypum. Það yrði því ekki nýtt af nál- inni að sjá slíkt en í sjálfu sér er ekki tímabært að segja neitt í því sam- hengi varðandi þessi tvö félög. Er- lendis eru tryggingafélög að færa sig yfir í ýmsar tegundir bankastarf- semi.“ Engin áhrif á samruna Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku, segist ekki telja að kaup VÍS á hlut í félaginu muni hafa nein áhrif á fyrirhugaðan samruna Kviku og Virð- ingar, en stjórnir félaganna undirrit- uðu viljayfirlýsingu um undirbúning samruna félaganna í nóvember. Hannes Frímann Hrólfsson, for- stjóri Virðingar, segir að Virðing sé bara áhorfandi hvað þessi viðskipti varðar. „Það er ánægjulegt að félag- inu sé sýndur þessi áhugi.“ Síðastliðna mánuði hefur verið orð- rómur á markaði um áhuga VÍS á hlutabréfum í Kviku. Þá er skemmst að minnast þess að tveir af stærstu einkafjárfestunum í VÍS keyptu samanlagt fimmtán prósenta hlut í Kviku í síðasta mánuði, þegar félagið K2B fjárfestingar í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar keypti ríflega 8% hlut, og Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollason- ar og meðfjárfesta, keypti um 7% hlut. Heimildir Morgunblaðsins herma að gengið í þeim viðskiptum hafi verið 5,05 krónur á hlut samanborið við 5,4 krónur í kaupum VÍS nú. Ekki hægt að útiloka frek- ari kaup VÍS í Kviku banka Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvika Forstjóri VÍS segir fjölmörg tryggingafélög með samhæfða starfsemi og hluta af fjármálasamsteypum. Mismunandi gengi » Erlendis eru tryggingafélög að færa sig yfir í ýmsar teg- undir bankastarfsemi. » Einkafjárfestar í VÍS keyptu á lægra gengi í Kviku í síðasta mánuði samkvæmt heimildum.  Kaupir 22% hlut  Samrunaáform óbreytt segja forstjórar Kviku og Virðingar „Þetta er stórmál fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Takmarkið er að viðhalda íslensku sem megin- tungu, ekki bara í atvinnulífinu, held- ur í samskiptum okkar við tæki og tól til framtíðar,“ segir Halldór Benja- mín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, en máltækni er á meðal þeirra mála sem samtökin hyggjast setja í forgrunn á þessu ári. Gríðarlegar samfélagsbreytingar Halldór bendir á að gríðarlegar samfélagsbreytingar séu að eiga sér stað samhliða aukinni tækniþróun, þar sem raddstýring tækja sé að verða regla fremur en undantekning. Hann telur það áhyggjuefni að við séum að verða eftirbátar nágranna okkar á Norðurlöndunum á sviði máltækni, en innan Evrópusam- bandsins er búið að þróa þýðingar- vélar á milli yfir 20 tungumála. Íslenskan hafi hins vegar dregist aft- ur úr og bregðast verði við tafar- laust. „Þetta snýst um að byggja upp innviði svo að íslenskan verði fullgild í stafrænum heimi til framtíðar,“ segir Halldór. „Með samhentu átaki fyrirtækja, fræðimanna, háskóla og hins opinbera getum við náð utan um vandann.“ Ein stoð framleiðniaukningar Halldór segir að máltækni verði ein af stoðum framleiðniaukningar til framtíðar. „Öfugt við margt annað þarf ekki mikið af nýrri tækni til þess að þetta verði að raunveruleika. Við þurfum fyrst og fremst að hagnýta það sem þegar liggur fyrir og ná fólki saman til þess að róa í sömu átt.“ Samtök atvinnulífsins leggja til að mörkuð verði áætlun til nokkurra ára þar sem séð verði til þess að ís- lenskan verði fullgild í stafrænum heimi. Þegar á fjárlögum ársins 2018 verði gert ráð fyrir fjármagni til verkefnisins, enda pólitískur vilji nauðsynlegur bæði í orði og á borði. „Við leggjum til að á næstu fimm til sjö árum verði lagðir um tveir millj- arðar króna í verkefnið,“ segir Hall- dór. „Við viljum að atvinnulífið taki fullan þátt og í raun dragi vagninn í að ýta þessari framþróun og nýsköp- un áfram.“ Í því sambandi bendir hann á að Menntadagur atvinnulífsins, sem haldinn verður á vegum SA hinn 2. febrúar næstkomandi, verði helgað- ur máltækni. „Þetta er eitt af þeim málum sem Samtök atvinnulífsins munu setja í forgrunn á árinu 2017 og á næstu árum,“ segir Halldór. sn@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Íslenskan Halldór segir þróun mál- tækni stórmál fyrir atvinnulífið. SA vilja styrkja stöðu ís- lensku í stafrænum heimi  Leggja til að 2 milljörðum króna verði varið til máltækni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.