Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Hugmyndin umskort á tímaveldur vanlíðanog rýrir lífs-
gæði okkar. Við herðum
okkur upp, viljum ekki falla
á tíma, hlaupum hraðar,
hendumst frá einu í annað,
andardrátturinn hraður og
grunnur, súrefnisskortur
tilfinnanlegur og við njótum
ekki andartaksins, lifum
ekki í núinu. Hlaupum í
kapp við tímann sem er
ekki til en er samt til, í hug-
anum og tungumálinu: Tím-
inn er peningar, tíminn er
dýrmætur, látum ekki tím-
ann fara til spillis, nýttu
tímann vel. Þeir sem tapa í
baráttunni, gefast upp og
láta sér leiðast fá það ráð að drepa tímann. Aðrir muna tímana tvenna, jafn-
vel þá tíma er Tíminn var og hét en svo stóðst hann ekki tímans tönn og var
sleginn af og margir kannast við mátt orðanna: Minn tími mun koma.
Við mælum tímann og samt grunar okkur að það sé eitthvað galið við
mælinguna, til dæmis er
aðfangadagur lengri en aðr-
ir dagar hjá börnum en mun
styttri hjá fullorðnum þrátt
yfir sama fjölda stunda. Við
erum löngu hætt að hugsa
um að mannkynið hafi fund-
ið upp þessa mælistiku eða
velta fyrir okkur hvort það sé gott að miða allt í lífinu við klukkustundir,
vikur, mánuði og ár. Aldurinn færist yfir, árunum fjölgar og við förum að
telja niður.
Við hver tímamót, eins og áramót, rembist ég við að finna tímann á eigin
skinni. Ekki bara í hrukkufjölda og kílóum, mæði eða slappleika heldur í
huganum. Og eftir að hafa í hálfa öld reynt að finna þessi skil finn ég bara
ekki neitt, finn ekkert breytast við áramót en finn að lífið gefur mér alltaf
meira eftir því sem ég lifi lengur, fleiri minningar, meiri yfirsýn, meiri gleði
og hamingju yfir því að vera til. Og ég hallast að því að tímamælingar séu
ekki góð leið til að velta fyrir sér lífsins gangi heldur sé betra að horfa inn á
við, leita í eigin höfði og hjarta að björtustu minningunum, bestu tilfinning-
unum, mestu rónni og reyna að endurskapa þær aðstæður sem gefa okkur
mest. Hætta að hafa áhyggjur af hvað maður eigi eftir af tíma, njóta hvers
augnabliks eins og það kemur til manns. Sitja lengur með góðum vinum á
góðri stundu og taka hraðar til fótanna frá leiðinlegum samræðum eða inni-
haldslausum verkefnum. Hika ekki við að velja það sem færir hamingju og
skiptir þá engu máli hvaða „tíma“ það tekur því hvert spor er gæfuspor í
sjálfu sér við gefandi verkefni. Það er ekki áfangastaðurinn sem skiptir máli
heldur að njóta leiðarinnar. Staldra lengur við á stöðum sem heilla, hlusta
betur á fólk sem talar um það sem yljar manni. Dýrmæt augnablik lifa með
okkur alla ævi, bæði þau sem færðu okkur gleði og sorg. Jafnvel sorgin gef-
ur okkur fyllingu í lífið, hún sýnir að við höfum átt samleið með einhverjum
sem við nutum augnabliksins með hvort sem þau voru mörg eða fá, stutt
eða löng.
Augnablikin í lífinu eru óteljandi og ógreinileg eins og Vatnsdalshólarnir
og renna saman og út í eitt ef út í það er farið.
Tímans tönn hefur
nagað enn eitt árið
Tungutak
Lilja Magnúsdóttir
liljam@simnet.is
Morgunblaðið/Sverrir
Það er margt sem leitar á hugann við lesturbókar Steinunnar Sigurðardóttur rithöf-undar um fjalldalabóndann Heiðu, sembókaforlagið Bjartur gaf út nú fyrir jólin, en
Heiða er ung kona, innan við fertugt, sem býr á Ljót-
arstöðum, efsta bæ í Skaftártungu.
Mín fyrsta hugsun við lestur þessarar bókar sner-
ist um föðurömmu mína, sem hét Vilborg Runólfs-
dóttir og var fædd að Ásgarði í Landbroti en átti
heima um skeið undir lok 19. aldar á Eintúnahálsi,
sem var bær fjarri öllum öðrum byggðum en er nú
eyðibýli sem finna má þegar ekið er inn í Laka.
Þangað hef ég komið oftar en einu sinni og alltaf
spurt sjálfan mig sömu spurningar: Hvernig í ósköp-
unum gat fólk lifað af á þessum stað (bæjarstæðið er
fallegt) í myrkri og kulda 19.aldar? Sem barni var
henni bannað að borða ber, þótt skortur væri á mat,
vegna þess að fólk trúði því, 100 árum eftir Skaft-
árelda, að þau væru eitruð.
Þegar Heiða á Ljótarstöðum talar við Steinunni
um Kötlu finn ég sömu ógn og ég skynjaði sem barn
hjá ömmu minni, þegar hún talaði um Kötlu.
Önnur hugsun sem leitaði á mig
var þessi:
Mikið óskaplega er gaman að enn
skuli vera til fólk eins og Heiða á
Íslandi okkar tíma. Nútíma sam-
félag stuðlar að einsleitni þjóð-
arinnar. Allir verða eins – eða svip-
aðir. Fyrir hálfri öld var mér sagt í Bandaríkjunum
að sjónvarpið hefði átt þátt í að draga úr sérkennum
þeirrar ensku sem töluð var í Suðurríkjunum. Getur
verið að eitthvað svipað hafi gerzt hér? Sú var tíðin
að íslenzkan sem töluð var þar fyrir austan bar ein-
kenni einangraðar sveitar, eins og heyra mátti á
æskuvinkonu minni, Brynju Benediktsdóttur leik-
stjóra. Og það eru ekkert voðalega margir sem enn
tala íslenzku á þann veg sem Jón Baldvin Hannibals-
son gerir, enda Vestfirðir ekki síður einangraðir fyrr
á tíð en Skaftafellssýslur.
Þessi einangrun kom sér vel í fjárskiptunum um
miðja síðustu öld. Sauðfjárstofn okkar í dag er að
langmestu leyti kominn frá þessum tveimur lands-
hlutum, sem mæðiveikin náði ekki til. Ég gleymi
hvorki stund né stað, þegar ég eignaðist lamb og
mátti velja úr lambahópnum, sem kom í Borgarfjörð
frá Ströndum. Það var andlitsfríðasta lambið í hópn-
um!
Bókin um Heiðu er einhver áhrifamesti óður til ís-
lenzks landbúnaðar sem ég hef lesið áratugum sam-
an. Hvernig dettur fólki í hug að gera jafn lítið úr
þessari atvinnugrein og stöðugt er gert í opinberum
umræðum? Landbúnaður við erfiðar aðstæður eins
og hér á þessari eyju, sem bæði Ljótarstaðir og
Eintúnaháls eru skýr dæmi um, er ríkur þáttur í
þjóðarvitund okkar. Enda voru sveitabæirnir ekki
bara sveitabæir heldur menningarsetur fyrr á tíð.
Raunar er þróun landbúnaðar í heiminum á þann veg
vegna hlýnunar jarðar að ætla má að landbúnaður á
Íslandi muni blómstra næstu áratugi, m.a. vegna
þurrka og vatnsleysis sem sækja á suðlægari lönd.
Barátta fjalldalabóndans við fjármagnseigendur að
sunnan færir okkur síðan nær nútímanum. Þar er öll-
um brögðum beitt til þess að brjóta á bak aftur bar-
áttu Heiðu gegn fjármagninu sem vill leggja undir
sig landið sem hún vill vernda fyrir komandi kyn-
slóðir.
Það er ekki mikill munur á starfsaðferðum fjár-
magnsins í Skaftártungum eða 500 milljóna manna
ríkjasambands, Evrópusambandsins, sem vill leggja
Ísland undir sig og notaði m.a. til þess fé sem dreift
var um landið fyrir nokkrum árum til þess að skapa
sér vinsamlega ásýnd meðal eyjarskeggja.
Útgáfa þessarar bókar verður hins vegar til þess
að Heiða verður ekki lengur ein í baráttu sinni við
virkjanafyrirtæki.
Kannski er þetta þó fyrst og
fremst bók um þrautseigju. Heiða
hefði getað haslað sér völl sem fyrir-
sæta í New York en kýs að gerast
fjalldalabóndi í Skaftártungu. Lýs-
ingar hennar á því starfi og þeim
verkefnum sem því fylgja frá degi til
dags eru áreiðanlega gullnáma fyrir fólk á suðvest-
urhorni landsins, sem fær þar einstaka innsýn í starf
sauðfjárbóndans.
Þetta er líka bók um jafnréttisbaráttu kvenna.
Heiða gengur í öll verk og skilur ekki muninn á
karlaverkum og kvennaverkum.
Og svo er þetta bók um það hvernig við höfum far-
ið að því að lifa af í þessu landi í bráðum 1.200 ár.
Maður hafði orð á því við mig um daginn að landið
hefði lagt sig fram við að losna við okkur allar þessar
aldir. Fyrst og fremst með náttúruhamförum. Eld-
gos, snjóflóð, ofsaveður á sjó og landi til viðbótar við
myrkur og kulda. Stundum með sjúkdómum. Við vor-
um orðin býsna fá fyrir nokkrum öldum.
En. Við höfum lifað af. Ekki sízt með því hugarfari
sem einkennir Heiðu á Ljótarstöðum.
Þessa bók á að lesa í öllum skólum landsins. Það á
að kenna hana í öllum skólum. Ræða hana. Skrifa um
hana ritgerðir. Þetta er kennslubók í að vera Íslend-
ingur.
Er ekki kominn tími til að taka það námsefni upp í
skólum?
Það verður gaman að fylgjast með fjalldalabónd-
anum í framtíðinni. Hún er augljóst efni í forystu-
mann fyrir friðun miðhálendis Íslands. Hún gæti lent
inni á þingi, þar sem hún var í framboði í þingkosn-
ingunum í haust.
Ég er ekki alveg viss um að Steinunn Sigurð-
ardóttir geri sér grein fyrir hvað hugmyndin sem
hún fékk dag einn við eldhúsborðið á Ljótarstöðum
getur átt eftir að hafa mikil áhrif.
Hugmyndir eru mikilvægar.
Fjalldalabóndinn
Bókin er áhrifamikill
óður til íslenzks
landbúnaðar.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Hér hefur verið vikið að skjól-kenningu samkennara míns,
Baldurs Þórhallssonar, en hún er í
fæstum orðum, að Íslendingar hafi
alla tíð leitað að skjóli og fundið
það ýmist í Noregi, Danmörku,
Bretlandi eða Bandaríkjunum.
Þótt þessi kenning sé hæpin, er
hún ekki alröng, og hún hefur
þann kost, að við hin tökum að
velta fyrir okkur ýmsu úr Íslands-
sögunni.
Baldur telur Íslendinga hafa af
fúsum vilja játað Noregskonungi
skatt 1262. Það er eflaust rangt.
Þjóðveldið leið undir lok af tveim-
ur ástæðum. Gissur jarl hafði náð
yfirráðum yfir mestöllu landinu,
og hann beitti sér fyrir því að
gangast konungi á hönd. Íslend-
ingar hræddust líka einangrun
vegna fjarlægðarinnar frá Norður-
álfunni. En bændur voru þrátt
fyrir það mjög tregir til að gerast
þegnar konungs, ekki af föð-
urlandsást, heldur af ótta við
skatta og aðrar álögur.
Hins vegar féll Hákon gamli
Noregskonungur frá tveimur ár-
um eftir að Íslendingar urðu
þegnar hans. Hefði þjóðin tregð-
ast við í nokkur ár, þá hefði þjóð-
veldið ef til vill ekki liðið undir
lok. Og Íslendingar misstu af stór-
kostlegu tækifæri, af því að þeir
voru undirgefnir erlendum kon-
ungi. Vegna nýrrar tækni, tví- og
þrímastraðra skipa, sem siglt gátu
beitivind, varð útgerð á Íslands-
miðum skyndilega arðbær
skömmu eftir endalok þjóðveld-
isins. Mikil eftirspurn var eftir
fiski úti í Norðurálfunni.
Hefði þjóðin verið sjálfstæð, þá
hefðu hugsanlega risið hér fiski-
þorp og jafnvel bæir. Íslendingar
hefðu myndað félög með erlendum
fiskimönnum og kaupmönnum,
keypt skip erlendis og rekið út-
gerðir og verslunarfélög. Þess í
stað bannaði konungur alla versl-
un við aðra en Björgvinjar-
kaupmenn þegar árið 1413. Hann
brast í fyrstu afl til að loka land-
inu, en það tókst samt á dögum
einokunarverslunarinnar 1602-
1787. Þá svalt þjóðin þrátt fyrir
nógan fisk undan ströndum.
Smáþjóðir eiga ekki að leita að
skjóli, sem breytist í gildru, held-
ur reyna að stuðla að verslunar-
frelsi. Þá geta þær nýtt kosti
hinnar alþjóðlegu verkaskiptingar,
eins og Jón forseti benti oft á.
Hann vissi betur en Gissur jarl,
hvað okkur er fyrir bestu.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Glatað tækifæri
303 fm.verslunar- og þjónustuhúsnæði. Húsnæðið er
að mestu opið verslunarrými með stórum verslunar-
gluggum ásamt kaffiaðstöðu, snyrtingu og afstúkuðu
lagerrými með vörudyrum. Mjög góð staðsetning og
sýnileiki. VSK leggst við leigufjárhæð.
Laust samkvæmt samkomulagi!
Upplýsingar veitir Helgi Már 897-7086
hmk@jofur.is
Húsnæðið skiptist í opið verslunar-/vinnurými, um 70 fm.
lagerrými með vörudyrum, kaffistofu og snyrtingu.
Flísar á gólfum. Næg bílastæði.
VSK leggst við leigufjárhæð.
Laust strax!
Upplýsingar veitir Helgi Már 897-7086
hmk@jofur.is
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Bergsveinn Sigurður J. Helgi Már Magnús Ólafur
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Faxafen 12 – 108 Reykjavík
Stærð: 303 fm.
Leiguverð: Tilboð
TIL LEIGU Bíldshöfði 14 – 110 Reykjavík
Stærð: 210 fm.
Leiguverð: Tilboð
TIL LEIGU