Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 Skortur á D- vítamíni (D3) er lýð- heilsuvandamál og er talinn hafa heilsufars- leg áhrif á einn millj- arð jarðarbúa. Orsök- ina má m.a. rekja til lífsstíls fólks. Flestir mæta D-vítamínþörf með sólarljósi (UVB) en meðal takmarkandi áhrifavalda eru m.a. ; breiddargráða, árstíð, tími dags, skýjahula, mengun, húðgerð, aldur og sólarvörn. Á þeim tíma sem tekur húðina að verða bleik (10-30 mín.) getur líkaminn framleitt 10 til 25.000 einingar. Það er góð þumalfingursregla að ef skuggi þinn er lengri en þú er UVB-geisli sólarinnar ekki lengur til staðar. Til samanburðar er ráðlagður dag- skammtur D3 (RDS) á bilinu 400- 800 einingar. Mikilvægt er að fólk sýni ábyrga sólariðkun. D-vítamín finnst helst í feitu sjávarfangi, fiskiolíu, eggjum og lifur auk D-vítamínbættra vara. Ef við fyll- um matarkörfu af hollum og næringarríkum matvörum eru eng- ar líkur á að innihaldið uppfylli þörf líkamans. Ábyrgð þeirra sem völdin hafa Eldri kynslóðir búa að því að hafa fengið þá þekkingu og venjur sem þurfti til að skilja mikilvægi lýsisinntöku. Börnum var gefið lýsi í skólanum hér áður fyrr. For- eldrar okkar eiga slíkar minningar, sem bjuggu til þekkingu og venjur. Það er engin tilviljun að markaðs- herferð lýsis í dag undirstrikar að lýsi sé leynivopn þjóðarinnar. Í raun er það D-vítamínið í lýsi sem er leynivopn þjóðarinnar. Í dag er ábyrgð foreldra að tryggja börnum sínum D-vítamíngjafa, foreldra sem búa ekki að þeirri þekkingu sem fyrri kynslóðir höfðu. Það er sérstakt áhyggjuefni að leik- og grunnskólar landsins búa við það kröpp kjör að það þyki sparnaður að draga saman innkaup á lýsi eða öðrum D-vítamíngjafa. D-vítamínbúskapur Rannsókn á D-vítamínbúskap Ís- lendinga fór síðast fram árið 2004, niðurstöður voru að helmingur þátttakenda mældist með D-vítamínforða undir æskilegu kjörgildi. Rannsóknir manneld- isráðs hafa sýnt að fiskneysla hef- ur dregist saman um þriðjung og að inntöku lýsis sem D-vítam- íngjafa er verulega ábótavant í aldurshópum 18-80 ára. Þrátt fyrir að ætla mætti að vandinn væri meiri á norðlægum slóðum hefur breyttur lífsstíll fólks um allan heim tengdur inni- veru, aukinni mengun og notkun sólarvarnar aukið D-vítamínskort um allan heim. Í sam- tölum við fólk heyri ég að fólk er ringlað yfir inntökumagni, formi og misvísandi skilaboðum frá ólíkum aðilum. Vísindamenn og læknasamfélagið eru sammála um að kjörgildi í blóði eigi að vera á bilinu 50-150 nmól/L. Embætti landlæknis gefur út leiðbeiningar um ráðlagða dagskammta (RDS) D-vítamíns á bilinu 400-800 ein- ingar, sem eiga við um þorra heil- brigðs fólks. Ég hef verið hugsi yf- ir ýmsum vanda sem Íslendingar glíma við í heilbrigðismálum og velti stundum fyrir mér hvort fólk sé að glíma við ógreindan D- vítamínskort og einkenni leiði ekki strax til réttrar greiningar. Stund- um sé gengið að því sem vísu að fólk hafi þá þekkingu sem til þarf til að byggja upp D-vítamínbúskap sinn. Ef börn eða fullorðnir mæl- ast í D-vítamínskorti eiga ráðlagðir dagskammtar einfaldlega ekki við. Þess vegna er ég hugsi yfir því að heyra af fólki hefur verið neitað um blóðrannsókn á D-vítamín- búskap sínum og vísað frá með ráðleggingu um að taka D-vítamín án þess að gera því kleift að fá vitneskju um stöðu á kjörgildi og geti því gripið til viðeigandi ráð- stafana til að byggja hann upp og viðhalda (m.v. efri mörk RDS) í skamman tíma á meðan kjörgildi er náð. Þá er hætt við að fólk taki meira mark á fræðslu frá mark- aðsöflum sem hafa hagsmuni af sölu fæðubótarefna. Ég gef fjöl- skyldu minni D-vítamíndropa GMP-merkta (gæðastimpill fram- leiðslu) auk fiskiolíu; þorskalýsi, krill-olíu eða frá Dropa í Bolungar- vík. Nýjar uppgötvanir um hlutverk Beinvirknisjúkdómar eru aðeins toppurinn á ísjakanum yfir afleið- ingar D-vítamínskorts. Á síðustu árum hafa nýjar uppgötvanir leitt í ljós viðtaka með fjölbreytt hlut- verk í vefjum og frumum líkamans sem eru undirstaða sterks ónæm- iskerfis, beinheilsu og góðrar heilsu almennt. Þessar uppgötv- anir eru óplægður akur vísinda- manna og munu í framtíðinni hjálpa okkur við að skilja enn bet- ur mikilvægi D-vítamíns í lík- amanum. Stiklað á stóru á niðurstöðum eigin rannsóknar um D- vítamín, þekkingu og hegðun Þátttakendur í rannsókninni, tengdri MSc-lokaverkefni í mark- aðsfræðum, voru 451 talsins, kenn- arar í grunn- og menntaskólum. Meginniðurstaða var að vitundar- vakningar væri þörf á mikilvægi inntöku D-vítamíngjafa auk fræðslu á tengdum áhrifavöldum. Flestir búa yfir þeirri þekkingu að D-vítamínframleiðsla byggir á UVB-sólargeislum, helmingur þátt- takenda vissi ekki hversu langan tíma þarf til að ná dagskammti D- vítamíns gegnum sólargeisla og misskilningur var um á hvaða ár- stíð eða tíma dagsins hér á landi það væri mögulegt. Um 40% töldu að D-vítamín væri í hákarlalýsi, sem er rangt. Hluti þátttakenda taldi D-vítamín vera til staðar í grænmeti og ávöxtum, sem er líka rangt, að sveppum undanskildum. Flestir gerðu sér grein fyrir því að feitt fiskmeti og þorskalýsi væru góðir D-vítamíngjafar en þátttak- endur borða helst ýsu eða þorsk, sem eru magrar fisktegundir. Alls 35% þátttakenda taka ekki inn D- vítamín fæðubótarefni í neinu formi, 38% taka þorskalýsi inn daglega. Þekking þátttakenda kom að mestu leyti frá fjölmiðlum, eða 45%, aðeins 12,8% höfðu þekkingu frá heimilislækni, 5,8% frá sér- fræðilæknum og 16,2% frá kenn- urum. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en sam- bærilegar rannsóknir frá Bret- landi, Ástralíu og Kína sýna fram á að fræðsla þarf að einkennast meira af upplýsingum um áhrifa- valda; húðlit, magn sólskins, tíma dags, árstíð, breiddargráðu og næringu. Niðurstöður eiga það sannmerkt að fjölmiðlar spila mik- ilvægt hlutverk í lýðheilsu og mögulegu hlutverki í að breyta hegðun fólks. Þannig gætu heil- brigðisyfirvöld nýtt sér þann vett- vang betur í því skyni að koma af stað vitundarvakningu meðal ís- lensku þjóðarinnar um mikilvægi inntöku D-vítamíngjafa á breiddar- gráðu 64°N. Innleiða D-vítamíngjafa í skólum Ég tel að við þyrftum að inn- leiða aftur lýsisgjöf eða D- vítamíngjafa í leik- og grunn- skólum. Útbúa myndrænt fræðslu- efni á mannamáli sem skýrir áhrifavalda D-vítamíns og hvernig lega Íslands gerir okkur einstök. Vitundarvakning þyrfti að vera sameignlegt átak í mennta- og heilbrigðiskerfinu með það að markmiði að útrýma D-vítam- ínskorti og þekkingarleysi þar um. Stjórnvöld verða meðvitað að leggja meiri áherslu á forvarnir, veita auknu fjármagni til Embætt- is landlæknis og heilsugæslunnar með forvarnir í huga. Stjórnvöld þyrftu að taka meðvitaða ákvörðun um að bera ábyrgð á þeim að- stæðum sem lega landsins setur okkur, með rannsóknum og eftirliti á D-vítamínbúskap þjóðarinnar, innleiða D-vítamíngjafa í mennta- kerfið og efla fræðslu enn frekar. Michael Holick, einn helsti sér- fræðingur á þessu sviði, telur að ef D-vítamínbúskapur fólks yrði bættur á heimsvísu myndi það hafa dramatísk áhrif á lýðheilsu, og draga úr heilbrigðiskostnaði. Vitundarvakning um D-vítamín á norðurslóðum Eftir Önnu Þóru Ísfold » Fyrir íbúa landa á norðlægum slóðum, eins og Íslendinga, hef- ur lega landsins, lífsstíll og veðurfar mikið að gera með D-víta- mínbúskap okkar. Anna Þóra Ísfold Höfundur er áhugamanneskja um lýðheilsu og sérfróð um D-vítamín. Iðnaðareiningar í miklu úrvali Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 THAILAND HEILLAR ! Lúxus 200 fm hús í flottu hverfi nálægt Pattaya ströndinni til sölu. Í húsinu eru fjögur stór svefnherbergi með nýjum hjónarúmum, fataskápum, flatskjá sjónvörpum, loftkælingu o.fl. Fjögur fín baðherbergi með innréttingum og öllum tækjum. Mjög stórt og fallegt eldhús og borðstofa með öllum tækjum og tólum. Þvottahús og búr með innréttingum og öllum tækjum. Stór og mikil stofa með stórum flatskjá, hljómflutningskerfi, leðursófasetti og öðrum lúxus, hlaðin listaverkum. Góður bíll, sem nýr getur fylgt með. Stutt í yfir 20 frábæra golfvelli. 7 mín. akstur í flotta báta- og snekkjuhöfn. 5 mín. akstur í eina glæsilegustu íþróttahöll Asíu. Glæsilegir verslunarkjarnar. Gott og gestrisið fólk. Sundlaugar í næsta nágrenni. Frábært veðurfar allt árið. Hagstætt verðlag og fullkomin læknaþjónusta á hátæknisjúkrahúsum, engir biðlistar. Skipti möguleg á góðri fasteign á höfuðborgarsvæðinu, jörð eða sumarhúsi. Allar nánari upplýsingar ásamt myndum fyrir hendi. Áhugasamir sendi helstu uppl. ásamt nafni og símanúmeri á netfangið josakco@gmail.com eða í síma 868 3144. Mikilvægar kosn- ingar munu fara fram í lífi mínu í dag sem og reyndar alla aðra daga. Þær snúast fyrst og fremst um það hvort ég ákveði að líta á alla þá sem ekki eru mér sammála í stóru eða smáu sem tóma hálf- vita, óbetranleg fífl og ólíðandi vitleysinga. Eða velji að leitast við að hlusta á náungann, sýna honum skilning, um- burðarlyndi og virðingu, tillitssemi og samstöðu. Vera jákvæður og upp- örvandi með bjartsýni, bros og jafn- vel bara faðmlag að leiðarljósi. Velja einfaldlega eins flókið og það kann nú að vera að sjá fólk með hjartanu. Ég ætla að trúa ykkur fyrir því hér með að ég hef ásett mér af veikum mætti að reyna að velja seinni kost- inn. Og svo er það auðvitað hitt valið sem ég og við öll stöndum vænt- anlega líka daglega frammi fyrir. Það að velja dauðann eða lífið. Í öllum kringumstæðum. Það er nefnilega líka val, þótt heilsan svíki og líkaminn hrörni og sé í niðurníðslu. Allt sé breytt og fátt eins og áður var. Æfing í lífsleikni Hver dagur og öll okkar æviganga er ekkert annað en stöðug þjálfun í lífsleikni. Þjálfun í þeirri list að vera farsæl í samskiptum. Bera virðingu fyrir fólki, setja sig í spor annarra og dæma ekki. Látum ágreining, misklíð og óvild aldrei verða kærleikanum yfirsterk- ari. Leitumst við að láta samskipti okkar einkennast af auðmýkt og til- litssemi. Því að lifa með fyrirgefandi hugarfari. Leitast við að lifa í stöð- ugu þakklæti svo líf okkar allt verði ein sam- felld lofgjörð til lífsins. Verum ekki feimin við framtíðina Blessaðir séu þeir sem hljóðlátlega gefa sér tíma til að hugsa hlýlega til þeirra sem kvíðnir eru og áhyggju- fullir, upplifa sig yfirgefna og ein- mana. Og þeirra sem sorgin þjakar. Þeir sem jafnvel gefa sér tíma til að hlusta og vera faðmur, öxl og skjól. Og blessaðir séu þeir sem treysta sér til og þora að biðja fyrir fólki og með því. Í vanmætti en í von og í trú með dýrmætri og ómetanlegri hjartahlýju. Vertu ekki feiminn við framtíðina. Guð gefi okkur hugrekki til að stíga inn í hana. Láttu muna um þig. Því hamingjan þarf á þér að halda. Guð gefi þér og þínum annars bara góðan dag og gleðilegt ár. Mætti far- sæld og blessun einkenna tilveru þína og ríkja yfir verkum þínum. Og kærleikur og friður yfir öllum þínum samskiptum. Guð blessi samskiptin. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Í dag fara fram mikilvægar kosningar Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Látum ágreining, misklíð og óvild aldrei verða kærleik- anum yfirsterkari. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.