Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Titillinn er nafn
þáttar númer þrjú
sem leikarinn góð-
kunni Morgan Freem-
an hefur umsjón með
á mánudagskvöldum á
RÚV. Framúrskar-
andi góðir þættir um
trúarleg málefni og
hefur hann skoðað
ýmis trúarbrögð frá
margs konar sjónar-
hornum. Þátturinn um miðjan des-
ember fjallaði um hver guð væri.
Þessari spurningu beindi hann til
nokkurra fulltrúa mismunandi
trúarbragða og reyndi að fá svör.
Svörin voru eins mismunandi og
þau voru mörg. Ætla ég ekki út í
útlistanir á þeim heldur beina sjón-
um mínum að svörum hans, held að
það hafi verið hans persónulega
skoðun á því hver guð væri. Hann
sagði þrennt um það hver guð væri.
Í fyrsta lagi að guð „væri sá sem
hann væri innst inni“. Áhugaverð
pæling og sennilega eitthvað sem
flestir geta samsamað sig við. Burt-
séð frá því hvort eða á hvað hver og
einn trúir. Ég get í það minnsta séð
fyrir mér að hver og einn geti séð
smá skynsemi í þessari setningu.
Í öðru lagi að guð „er ég þegar
ég er upp á mitt besta“. Þarna er
ég ekki alveg sammála Freeman
því við erum ekki alltaf upp á okkar
besta. Og þýðir það þá að þegar við
erum ekki upp á okkar besta sé guð
ekki til? Eða þá að guð sé í þeim
tilvikum hálfgerður dökkálfur?
Ekki alveg tilbúinn að kaupa þessa
útskýringu.
Í þriðja og síðasta lagi sagði
Freeman að guð „væri sá sem ég
reyni að vera og mér er ætlað að
vera“. Þessi síðasta útskýring er
mér að skapi. Báðir þessir punktar
eru í mínum huga feikn áhugaverð-
ir. Það sem ég reyni að vera og það
sem mér er ætlað að
vera. Ég reyni að vera
góður í hverju því sem
ég tek mér fyrir hend-
ur. Ekki endilega best-
ur, ekki raunhæft. En
að gera sitt besta og
reyna að vera góður
eiginmaður, góður fað-
ir, góður forstjóri, góð-
ur vinur, góður sonur,
góður skotveiðimaður
og svo mætti lengi
telja. Einstaka sinnum
angrar fullkomnunaráráttan mig
þar sem ég reyni að vera svo og svo
góður (ok. bestur) í ofangreindu en
það má helst ekki gerast því eins og
áður segir er það algjörlega óraun-
hæft, en gerist samt sem áður
stundum. Seinni hlutinn, það sem
manni er ætlað að vera, getur verið
pínu snúinn. Og þetta er sennilega
persónulegt mat hvers og eins og
blandast þá líklega því hvað okkur
langar til að vera. Eða er það
kannski einn og sami hluturinn?
Ekki endilega. Sumum er ætlað
eitthvert hlutverk sem þeim líkar
ekki en þurfa að takast á við. Ætla
ekki að taka dæmi núna, kannski
síðar.
Reynum að finna þann guð sem
okkur finnst við þekkja og viljum
hafa með okkur í lífinu. Þeir sem
ekki trúa á guð finna bara eitthvað
annað til að hafa sér við hlið í lífinu.
Eða bara ekki, frjálst val.
Hver er guð?
Eftir Gísla Pál
Pálsson
Gísli Páll Pálsson
» Í þriðja og síðasta
lagi sagði Freeman
að guð „væri sá sem ég
reyni að vera og mér er
ætlað að vera“. Þessi
síðasta útskýring er
mér að skapi.
Höfundur er forstjóri.
FAGRILUNDUR - GISTIHEIMILI
Í einkasölu gistiheimilið
Fagrilundur ásamt einbýlishúsi og
byggingarlóð í Reykholti Biskup-
stungum. EINSTAKT TÆKIFÆRI,
MIKLIR STÆKKUNAR-
MÖGULEIKAR.
Gistiheimilið hefur skorað hátt,
sjá á heimsíðu fagrilundur.is
Verð tilboð.
Nánari upplýsingar gefur
Ísak 822 5588
Bæjarlind 4 , 201 Kópavogur, 512 3600, tingholt.is
Íbúðir í hjarta Reykjavíkur með leyfi til skammtímaleigu
Sala fasteigna frá
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
Kjartan Hallgeirsson,
löggiltur fasteignasali,
S: 824 9093
kjartan@eignamidlun.is
Brynjar Þ. Sumarliðason,
BSc í viðskiptafr., aðstoðarm. fast.s.
S: 896 1168
brynjar@eignamidlun.is
Fjórar íbúðir í sér stigahúsi með
sérinngangi við Skólavörðustíg 1A.
Heildarstærð 423,7 fm.
Búið er að teikna og samþykkja þriggja
herbergja íbúðir á 2.- 4. hæð og tveggja
herbergja íbúð á 5. hæð.
Húsið lítur vel út að utan, en að innan
eru íbúðirnar upprunalegar og eru í dag
skipulagðar sem 2ja herbergja íbúðir.
Hér er um einstaka staðsetningu
að ræða, neðst á Skólavörðustíg og
er gott útsýni úr íbúðunum uppeftir
Skólavörðustíg að Hallgrímskirkju
og niður á Laugaveg.
Um algjöra séreign er að ræða, þannig
að rekstraraðili hefur full yfirráð yfir stiga-
húsi og kjallara, en í kjallara mætti útbúa
sameiginlega aðstöðu fyrir íbúðirnar,
t.d. heitan pott eða gufu auk geymslu
og töskugeymslu.
Íbúðirnar eru til afhendingar strax.
Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Með þessum fátæklegu línum
langar mig að gagnrýna slappa
umfjöllun á íþróttasíðu Morg-
unblaðsins í gær (3.1.), þar sem
minn kæri vinur Benedikt Guð-
mundsson (Baddi Guðmunds) fær
alls ekki að njóta sannmælis.
Reyndar er ekkert minnst á
Badda, frekar en fyrri daginn í
umfjöllun um barnabarn hans, Al-
bert Guðmundsson, atvinnumann
í knattspyrnu í Hollandi. Ekki
veit ég hver þessi Kristján blaða-
maður á íþróttadeild Morgun-
blaðsins er en hann veit greini-
lega ekki mikið um gamlar
íþróttahetjur á landsbyggðinni og
það á reyndar við um marga aðra
fjölmiðlamenn.
Í hvert einasta sinn sem fjallað
er um Albert, son Guðmundar
Benediktssonar (Gumma Ben.) og
Kristbjargar Ingadóttur, skal allt-
af farið sömu leiðina: Afi Alberts
og alnafni var atvinnumaður fyrir
margt löngu, sonur Alberts, Ingi
Björn, var liðtækur í knattspyrnu,
Kristbjörg, dóttir Inga Björns og
móðir Alberts yngri, var mjög
góð í knattspyrnu. Þá var Guð-
mundur Benediktsson, faðir Al-
berts yngri, frábær knatt-
spyrnumaður, eða eitthvað í þeim
dúr.
Gummi Ben. varð ekki frábær
knattspyrnumaður á því að verða
tengdasonur Inga Björns, heldur
af því að hann hefur genin frá
föður sínum og móður. Baddi var
mjög frambærilegur knatt-
spyrnumaður, lék bæði með ÍBA
og Þór á sínum yngri árum, með
góðum árangri og hann var ekk-
ert síðri knattspyrnumaður en
Ingi Björn. Og það er ekki síður
þess vegna að Albert yngri er
þetta góður í knattspyrnu, ef far-
ið er út í þá sálma. Þá voru þau
Baddi og Svanhildur Sigurgeirs-
dóttir, afi og amma Alberts, bæði
liðtæk í handbolta. Ég bið því alla
fjölmiðlamenn, sem ætla að fjalla
um Albert yngri í framtíðinni og
rekja ættarsögu hans, að gleyma
því ekki að Gummi Ben. er sonur
Badda og Svanhildar. Baddi er
líka afi Alberts atvinnumanns í
Hollandi, ekki bara Ingi Björn.
Með vinsemd og virðingu,
Kristján Kristjánsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Alltaf sama sagan
Knattspyrna Bréfritari er ekki sáttur við
umfjöllun blaðamanns.
mbl.is
alltaf - allstaðar