Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.01.2017, Blaðsíða 38
38 MESSURÁ morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 AKUREYRARKIRKJA | Helgistund í kapellu Akureyrarkirkju kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma í Núpalind 1, sunnudaginn 8. jan. kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. Kaffi á eftir. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur Þór Hauks- son ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur djákna. Undirleikur Benjamín Gísli Einarsson. ÁSKIRKJA | Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blön- dal djákna. Benjamín Hrafn Böðv- arsson guðfræðinemi leiðir sam- verustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson og prestur sr. Hulda Hrönn M. Helgadótt- ir. Sunnudagaskólinn hefst eftir jólafrí undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Börn fædd árið 2011 eru boðin sérstaklega velkomin og fá gjöf frá kirkjunni. Leikskólinn Krakkakot býður í kaffi á eftir. Sr. Hans Guðberg og Margrét djákni leiða stundina og Lærisveinar Hans ásamt Bjarti organista leika undir sönginn. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf klukkan 11. Daníel, Petra, Jónas Þórir og Pálmi leiða stundina. Guðsþjón- usta kl. 14. Kór Bústaðakirkju leiðir sönginn undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Gunn- ar Sigurjónsson. Ávextir andans leiða safnaðarsöng. Súpa í safnaðarsal að messu lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnu- dagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu, Dómkórinn og org- anisti er Kári Þormar. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 10:30. Öystein Magnús mætir með gítarinn, leiðtogarnir, presturinn og brúðurnar á sínum stað. Vöfflupartí í lok samverunnar. FELLA- og Hólakirkja | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Pétur Ragnhild- arson og félagar leiða stundina ásamt sr. Guðmundi Karli. Kaffi og djús á eftir. Meðhjálpari Kristín Ing- ólfsdóttir FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl.11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. GLERÁRKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Krossbandið leiðir alm. söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Innsetning- armessa kl. 11. Sr Gísli Jónasson prófastur setur Grétar Halldór Gunn- arsson í embætti. Sr. Grétar prédikar og þjónar fyrir altari ásamt prestum safnaðarins. Kór kirkjunnar syngur. Organisti: Hákon Leifsson. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11. Umsjón hafa Silvía, Ásta Lóa ofl. Messa kl. 11, með þátt- töku bræðra úr Frímúrarareglunni. Sr. Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Ræðumaður Kristinn Guðmundsson. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Ein- söng syngur Ásgeir Páll Ágústsson. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Kaffi eft- ir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10. Þorvald- ur Halldórsson sér um tónlist. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Lesmessa kl. 11. Prestur Skírnir Garðarsson. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. Fermingarbörnin eru hvött til að mætta í messu. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Stjórnendur Sig- urður og Andrea Ösp. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Guðmundur Sig- urðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Prestur er Þórhildur Ólafs. Kaffi í Ljósbroti Strandbergs eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Eiríkur Jóhannsson. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sunnu- dagaskólaleiðtogarnir Heiðbjört og Markús leiða stundina ásamt sr. Sig- fúsi. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Kl. 11. Barnakirkjan með fjölbreyttri dagskrá. Veitingar í boði í hádeginu. Kl. 20. Al- menn samkoma í umsjón safn- aðarráðsins. Kaffi að samverustund lokinni. LANGHOLTSKIRKJA | Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Þor- valdur Örn Davíðsson og Kór Lang- holtskirkju leiðir safnaðarsöng. Að- alsteinn Guðmundssson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgi- haldið. Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í litla sal eftir sameiginlegt upphaf. Snævar og Sara taka á móti börnum. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Starf aldraðra hefst á miðvikudaginn 11. janúar kl. 12-15.30. LÁGAFELLSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ragn- heiður Jónsdóttir, organisti Ástvaldur Traustason. Sunnudagaskóli kl. 13. Hreiðar Örn og Guðmundur Ómar leiða stundina. Batamessa kl. 17 í samstarfi við „Vini í bata“ og „safn- aðarstarfið 12 sporin andlegt ferða- lag“. Prestur Ragnheiður Jónsdóttir, organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Már og sunnudagaskólakennarnir leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Ein- arssonar leiðir sönginn. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. NESKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Í messunni leikur María Kristín Jónsdóttir á orgel og stýrir fé- lögum úr kór Neskirkju, sem leiða söng. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Umsjón með sunnudaga- skólanum hafa Katrín H. Ágústsdóttir og Stefanía Steinsdóttir. Ari Agnars- son leikur undir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjón- usta og leikrit kl. 14. Sr. Pétur Þor- steinsson þjónar fyrir altari. Messu- gutti er Petra Jónsdóttir. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið um Hans klaufa. Félagar úr Graduale No- bili leiða messusvör og sálmasöng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Maul eftir messuna. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58-60, 3. h. Ræðumaður Ja- net Sewell. Túlkað á ensku. Barna- starf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukórinn syngur, organisti Glúmur Gylfason. Prestur Guðbjörg Arn- ardóttir. Súpa og brauð að lokinni messu. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Biblíusaga og brúðuleikrit, nýr límmiði á nýju ári og Nebbi kíkir í heimsókn. Ávaxtahressing í lokin. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Kaffisopi að messu lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Bjarni Þór Bjarnason. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almenn- an safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir messu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Axel Á. Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari. Organisti Jón Bjarnason. STAFHOLTSKIRKJA | Nýársmessa kl. 14. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Jónínu Ernu Arnaróttur. Prestur Elínborg Sturludóttir. Kirkjukaffi á prestsetrinu að guðsþjónustu lokinni. Orð dagsins: Þegar Jesús var 12 ára. Lúk. 2 Morgunblaðið/hag Innra-Hólmskirkja Minningar ✝ Sigurður Jóns-son bifreiða- smiður fæddist 20. febrúar 1935 í Norðurgarði í Mýr- dal. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. desem- ber 2016. Foreldrar voru Jón Guðmundsson, bóndi á Norð- urgarði, fæddur 14. ágúst 1999, dáinn 15. apríl 1983, og Guðrún Erlendsdóttir hús- freyja, fædd 4. júní 1900, dáin 16. janúar 1980. Systkini Sig- urðar voru: Erlendur Jónsson, fæddur 5. maí 1924, dáinn 26. mars 2008, Ólafía Jónsdóttir, fædd 22. júní 1925, Valdimar Jónsson, fæddur 29. febrúar 1940, og Rannveig Jóns- dóttir, fædd 20. júlí 1943. Sigurður giftist Önnu Þorbergs- dóttur frá Hraunbæ í Álftaveri, fædd 23. júlí 1938, dáin 10. janúar 2013. Þau slitu sambúð. Þau eignuðust tvo syni: 1) Hörður Sigurðsson, fæddur 10. júní 1958, maki Pálína Jóns- dóttir, f. 21. október 1958. Börn þeirra eru: a) Alda Ósk Harð- ardóttir, f. 9. mars 1982, maki Kristundur Dagsson, f. 20. mars 1977. Börn þeirra eru Brynjar Pálmi, f. 27. febrúar 2008, og Kolbrún Pálína, f. 14.ágúst 2013. b) Eva Björk Harðardóttir, f. 3. september 1983, maki Anton Brynjar Ingvarsson, f. 6. sept- ember 1989. Barn þeirra er Pat- rekur Bóas, f. 19. desember 2013. c) Bjarni Þór Harðarson, f. 22. janúar 1995. 2) Rúnar Sig- urðsson, f. 29. júní 1960, maki Hulda Eðvaldsdóttir, f. 2. nóv- ember 1964. Börn þeirra eru: i) Hafþór Atli Rúnarsson, 22. sept- ember 1983, maki Jóhanna Björk Magnúsdóttir, f. 1. maí 1985. Börn þeirra eru Kristófer Bjarki Hafþórsson, f. 12. sept- ember 2007, og Tómas Orri Haf- þórsson, f. 5. nóvember 2011. ii) Arnar Jóel Rúnarsson, f. 25. des- ember 1990. iii) Anna Sigríður Rúnarsdóttir, f. 6. júlí 2005. Útför Sigurðar verður gerð frá Skeiðflatarkirkju í dag, 7. janúar klukkan 2017, klukkan 13. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Anna Pálína. Hver er sinnar gæfu smiður eins og máltækið segir. Afi, nú ert þú farinn og margar minn- ingar eru eftir í huga mínum. Ég minnist þín sem mikils barnakarls og skemmtilegs manns. Ég kynntist þér kannski ekki mikið en það sem ég man og mun alltaf muna er hvað þú varst alltaf til í að leika við okk- ur systur þegar við vorum yngri. Þú komst nokkuð oft hingað austur til Egilsstaða, það var ákveðin tilhlökkun að fá þig til okkar því við vissum að þú myndir nenna að leika. Þú kenndir okkur að fela hlut og ótrúlegustu spilagaldra sem ég man eftir, en á tímabili hélt ég að þú værir galdramaður, svo góður varstu með spilin. Einnig kenndir þú mér að tefla og það er nokkuð sem ég mun alla ævi kunna. Mér eru minnisstæð ein jólin þegar þú varst hjá okkur, þau voru sko skemmtileg. Þeg- ar við áttum heima í Hafnarfirði man ég eftir heimsóknum þín- um og þegar við komum á bíla- verkstæðið þar sem þú varst að vinna. Mér fannst nú lengi skrýtið að þú vannst við það að „mála“ bíla og rétta beyglurnar en þú varst flinkur í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Í seinni tíð hittumst við sjaldnar eins og gengur og ger- ist. Ég kom þó nokkrum sinn- um til þín á hjúkrunarheimilið Fell með fjölskylduna mína í heimsókn, þú hafðir meira gam- an af því að tala við og fylgjast með krökkunum en að tala við mig. Nú er þinn tími kominn, afi minn, og vil ég þakka þér fyrir samverustundirnar okkar. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Þín afastelpa, Alda Ósk. Sigurður Jónsson ✝ Else Mia Ein-arsdóttir fædd- ist í Narvik í Nor- egi 3. apríl 1927. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Lillo í Ósló 17. nóvember 2016. Foreldrar hennar voru Einar Figenschou héraðs- dómari, f. 1873, og Sigrid Figenschou hjúkrunarkona, fædd Kjos, fædd 1898. Bróðir Else Miu er Jahn Christopher Figenschou, búsettur í Noregi. Else Mia giftist 21. mars 1951 Hjörleifi Sigurðssyni listmálara, f. 26. október 1925, látinn 10. janúar 2010. Foreldrar hans voru Guðlaug Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1886, og Sigurður Kristinsson, forstjóri SÍS og síðar ráðherra, f. 2. júlí 1880. Börn Else Miu og Hjörleifs eru: 1) Einar Hjörleifsson sál- fræðingur, f. 8. desember 1951, safn Landsbankans um tíma, á Hagstofunni og á Borgarbóka- safninu í Reykjavík. Hún var ráðin bókavörður Norræna hússins, þegar það tók til starfa árið 1968 og byggði upp bóka- safn þess frá grunni. Hún var á tímabili forstjóri Norræna húss- ins. Árið 1978 flutti hún ásamt manni sínum Hjörleifi til Noregs og var ráðin sem yfirbókavörð- ur í Leknes í Lofoten. Tveimur árum síðar réð hún sig sem menningarmálastjóra í Lier og var þar í nokkur ár, uns hún flutti aftur til Íslands árið 1987. Hún sá um bókmenntakennslu í norskum bókmenntum við Há- skóla Íslands og lauk starfsferli sínum sem forstöðumaður bóka- safns Iðnskólans í Reykjavík. Else Mia var virk í menningar- lífi Reykvíkinga og stofnaði m.a. Kvennasögusafn Íslands ásamt Önnu Sigurðardóttur og Svan- laugu Baldursdóttur. Hún var heiðursfélagi í Félagi bóka- safnsfræðinga. Bálför Else Miu hefur farið fram og verður hún jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Minning- arathöfn um hana verður haldin í Grand Hótel Reykjavík í dag, 7. janúar 2017 klukkan 15. kvæntur Kristiinu Björklund og þeirra börn eru Snorri Björklund Einarsson og Silja Björklund Ein- arsdóttir. 2) Hjör- dís Figenschou blaðamaður, f. 16. ágúst 1957. Else Mia bjó í Narvik til sex ára aldurs, þeg- ar hún flutti með foreldrum sínum til Egersund. Hún lauk stúdentsprófi árið 1945 og stundaði síðan bóka- varðarnám í Halden. Hún dvaldi í Frakklandi í rúm tvö ár, var au-pair í Suður-Frakklandi og stundaði síðan frönskunám við Sorbonne-háskólann í París vet- urinn 1949-50, þar sem hún kynntist Hjörleifi, sem var þar við myndlistarnám. Þau fluttu til Noregs, dvöldu þar um tíma og fluttu síðan til Íslands vorið 1952. Else Mia vann við bóka- Else Mia, þessi örláta og glaða manneskja; lestrarhesturinn, tón- listarunnandinn, þjóðfélagsþegn- inn. Nú er hún dáin, 89 ára að aldri. Hún var móðir góðrar vinkonu minnar og hún og Hjörleifur mað- ur hennar höfðu búið nokkur ár í Noregi. Else Mia var menningar- málastjóri í Lier, þar sem hún fékk mannlífið til að blómstra á menningarsviði, unglingasviði og frístundasviði, ásamt kjörbarni sínu, bókasafninu. Else Mia kom hlutum í framkvæmd og hún skildi eftir sig spor. Í tómstundum vildi hún sjá garðinn sinn blómstra og hún hjálpaði víetnömskum nágranna- börnunum með heimaverkefnin. Hún fæddist í Narvik, ólst upp í Egersund og Aasgaardstrand. Rétt eftir seinni heimsstyrjöldina fór hún til Frakklands, vann þar sem au-pair og stundaði nám í frönsku og frönskum bókmennt- um. Þar kynntist hún Hjörleifi Sigurðssyni, sem var þar við sjálfsnám í myndlist. Þau giftust árið 1951. Þau fluttu til Íslands og þar ól- ust börn þeirra, Einar og Hjördís, upp á tvítyngdu heimili, þar sem menning, tónlist og gestkvæmni voru lykilatriði. Else Mia lærði ís- lenskuna, því hún vildi vinna fyrir sér. Langur starfsferill hennar á Íslandi náði hápunkti sem aðstoð- arforstjóri Norræna hússins, þar sem hún byggði upp bókasafnið. Fjölskyldan segir frá því, hvernig Else Mia á stundum lét sig hverfa inn í heim bókanna. Hún fylgdist með fagbókmennt- um, en naut þess einnig að hvíla hugann við fagurbókmenntirnar. Í Reykjavík stofnaði hún Kvenna- sögusafnið í samvinnu við tvær aðrar konur og kenndi norskar bókmenntir við Háskóla Íslands. Hún var móðir, eiginkona, amma og miðpunkturinn í stórum hópi fjölskyldu og vina. Listferill Hjörleifs var sameig- inlegt verkefni þeirra. Árið 2005 þegar Hjörleifur og Else Mia nálguðust áttræðisaldurinn fluttu þau til Noregs, þar sem bæði börnin voru búsett. Löngu og viðburðaríku lífi hennar lauk 17. nóvember 2016. Við erum mörg, sem minnumst hennar með geislandi brosið sitt. Við munum hinn skapandi neista sem í henni bjó; gefandi og áhuga- verðar samræður sem spunnust í samfélagi við hana og gleðjumst yfir góðum kynnum. Berit Nyman. Else Mia Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.