Morgunblaðið - 07.01.2017, Page 40

Morgunblaðið - 07.01.2017, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 ✝ Elías Björnssonfæddist á Vopnafirði 5. sept- ember 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 26. desember 2016. Foreldrar hans voru Aðalheiður Stefánsdóttir, f. á Háreksstöðum á Jökuldalsheiði 20. des. 1914, d. 14. ágúst 1995, og Björn Elíesers- son, f. að Stekk í Vopnafirði 25. ágúst 1915, d. 16. janúar 1970. Systkini Elíasar eru Antonía M. Björnsdóttir, f. 12. des. 1935, d. 10. júní 2008, Sigurbjörn Björnsson, f. 2. júlí 1939, Stefán Björnsson, f. 4. júlí 1941, d. 25. sept. 2009, Alexandra Ásta Björnsdóttir, f. 23. apríl 1945, Hámundur Jón Björnsson, f. 23. nóv. 1946, Þorbjörg Björns- dóttir, f. 15. ágúst 1948, Þor- gerður Björnsdóttir, f. 3. maí 1950, Aðalbjörn Björnsson, f. 13. mars 1955. Elías kvæntist 19. sept. 1959 Hildi Margréti Magnúsdóttur, f. í Reykjavík 24. ágúst 1941. For- eldrar Hildar voru Magnús Guð- bjartsson, f. í Kollsvík 26. feb. 1913, d. 28. feb. 1941, og Ólöf Sveinsdóttir, f. í Viðfirði 7. jan. 1916, d. 8. nóv. 1983. Fóst- urfaðir Hildar frá fimm ára Hann útskrifaðist frá Stýri- mannaskólanum í Vestmanna- eyjum árið 1958. Elías stundaði sjómennsku á hinum ýmsu bát- um til ársins 1978, m.a. Jötni, Gandí, Ófeigi, Ver og Kap. Hann tók við formennsku Sjómannafélagsins Jötuns árið 1975 með annarri vinnu en fór í fullt starf árið 1978 og var for- maður félagsins í 32 ár. Hann sá einnig um Alþýðuhúsið frá árinu 1976. Hann sat í stjórn Sjómanna- sambands Íslands frá 1976 til 2006, sambandsstjórn frá 1976 og framkvæmdastjórn frá 1990, kom að öllum samningum sjó- manna á þessu tímabili. Elías tók virkan þátt í stjórnmálum með Alþýðubandalaginu og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, m.a. í hafn- arstjórn og stjórn Herjólfs. Hann var einnig fulltrúi stétt- arfélaganna í stjórn Lífeyr- issjóðs Vestmannaeyja og stjórn verkamannabústaða. Hann var formaður og sat í stjórn Austfirðingafélagsins í Vestmannaeyjum í mörg ár. Síðustu æviárin rak hann „út- gerð“ með tengdasyni sínum, Björgvini, á skemmtibátnum Heiðu. Hann var mikill áhuga- maður um íþróttir og einkum knattspyrnu. Útför hans fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, í dag, 7. janúar 2017, klukkan 13. aldri var Kolbeinn Stefánsson frá Skuld, f. 21. nóv. 1914, d. 25. ágúst 1977. Börn Elíasar og Hildar eru: 1) Ólöf Aðalheiður Elías- dóttir, f. 8. jan. 1958, maki Björg- vin Eyjólfsson, synir þeirra eru Elías Ingi og Ey- þór, 2) Björn Elíasson, f. 20. jan. 1960, maki Emilía María Hilm- arsdóttir, börn þeirra eru Hilm- ar Ágúst, Anton Örn og Elísa Björk, 3) Kolbrún Elíasdóttir, f. 16. júní 1964, maki Björn Bjarnason, börn þeirra eru Birkir, Hildur og Berglind, 4) Magnús Elíasson, f. 5. mars 1980, maki Harpa Hauksdóttir, börn þeirra eru Tómas Bent, Haukur Leó og Lena María. Elías fæddist á Hámundar- stöðum í Vopnafirði árið 1937, ólst þar upp til fimm ára aldurs en flutti þá til Vopnafjarðar. Hann var 18 ára þegar hann flutti til Vestmannaeyja en hafði áður verið á vertíð í Sand- gerði 16 ára gamall. Í Eyjum fór hann á sjóinn og áhugi hans kviknaði á verkalýðsmálum um 1956. Elías kynnist þar lífsförunaut sínum, Hildi M. Magnúsdóttur. Með þessum orðum vil ég minnast föður míns, hans Ella Bjöss. Ég gekk með honum inn á sjúkrahúsið á þriðjudegi fyrir jól, hann kvaddi okkur á öðrum degi jóla. Við vorum öll hjá honum. Pabbi kom frá Vopnafirði til Eyja árið 1955, 18 ára gamall. Í þá daga þurftu elstu börnin í níu barna hópi fljótt að fara að vinna og leggja til heimilisins. Ellefu ára gamall lagði hann grásleppunet sem hann og Bubbi bróðir hans útbjuggu sjálfir. Hann fór 16 ára gamall með föður sínum á vertíð í Sandgerði. Fljótlega eftir að hann kom til Eyja kynntist hann móður okkar, þá var hún aðeins 15 ára gömul. Þau gengu í hjónaband 19. september 1959 og voru saman í 60 ár. Pabbi átti mörg áhugamál. Las mikið, hlustaði á tónlist og spilaði á munnhörpu. Hann var góður dansari og dansaði mikið á yngri árum. Ég kynntist því þegar ég fór að fara á þorrablótin hjá Austfirð- ingafélaginu. Við tókum alltaf sporið saman í stofunni heima á gamlárskvöld. Hann var áhuga- maður um mat, sá alltaf um matinn heima á stórhátíðum. Mikill áhugamaður um íþróttir, stundaði sund sér til heilsubót- ar í mörg ár. Á sumrin fór hann á alla fótboltaleiki hjá karlaliði ÍBV, átti sinn stað á Hólnum, mátti alls ekki missa af leik með Liverpool í ensku deild- inni. Hann stundaði sjóinn í meira en 20 ár, var stýrimaður á ýms- um bátum. En eftir að bakið gaf sig sneri hann sér alfarið að verkalýðsmálum, tók við sem formaður Sjómannafélagsins Jötuns árið 1975. Barðist fyrir bættum kjörum sjómanna í 32 ár. Ég hugsa oft til baka til þess tíma þegar ég fór á fund út- gerðarmanna, þá 10-14 ára gömul, til að biðja um pening fyrir mömmu. „Getur mamma fengið pening?“ Þetta skildi ég illa, spurði oft: „Er pabbi ekki búinn að vinna fyrir þessum peningum? Erum við að fá lán- að?“ Fyrsta baráttumál hans var að það yrði greitt vikulega inn á bankareikning. Hann sagði sjálfur að stærsti sigur hans sem formaður var þegar mán- aðaruppgjörið við sjómenn varð að veruleika, áður hafði verið gert upp eftir vertíðina. Við gerðum stundum grín að því að pabbi ætti Austfirðinga- félagið í Vestmannaeyjum með henni Villu og Sömbu. Það var skyldumæting hjá fjölskyldunni á öll þorrablót félagsins. Pabbi var harður Alþýðu- bandalagsmaður og tók þátt í bæjarpólitíkinni, hafði sterkar skoðanir á stjórnun bæjar- félagsins. Uppeldið og lífsbar- áttan mótaðu skoðanir hans. Hann var kröfuharður við sjálfan sig og aðra og vildi að við systkinin stæðum okkur vel í skólanum. Kæmum vel fram og færum í framhaldsnám. Ekki kom til greina að synir hans færu á sjóinn. Síðustu ár var hann í fullri vinnu á ýmsum netmiðlum. Hann var virkur á Facebook og gerði athugasemdir við greinar á netinu. Hann greindist með Parkinson-sjúkdóminn árið 2005, barðist við hann af mikilli þrautseigju, var alltaf að. Fór tvisvar í viku í sjúkraþjálfun og í talþjálfun, var alltaf með verkefni úti í bílskúr sem ent- ust allt til síðasta dags. Hann var drengjunum mín- um ákaflega góður, það var alltaf gott að fara í Hrauntúnið. Elsku pabbi, við kveðjum þig með trega. Þín verður sárt saknað af afkomendum þínum. Hvíl í friði. Þín dóttir, Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir. Margar góðar minningar á ég með pabba. Hann var alltaf tilbúinn að leiðbeina mér og hjálpa. Hann var alltaf að brýna fyrir mér að passa mig á hinum og þessum hlutum, t.d. ekki fara niður á bryggju, ekki vera í spröngunni eða klifra í fjöllum o.fl. Pabbi vildi ekki að ég færi mér að voða. Í kringum 1970 keyptu mamma og pabbi íbúð að Hrauntúni 28 í raðhúsi sem var tilbúið undir tréverk. Óla systir og ég fórum oft með pabba að hjálpa til við að inn- rétta íbúðina, við vorum að hjálpa til við að hlaða milli- veggi, mála o.fl. Flutt var inn í íbúðina rétt fyrir jól 1971, þessi jól voru all- ir mjög þreyttir. Pabbi var mjög duglegur að gera við alla hluti sjálfur. Við eignuðumst fyrsta bílinn okkar fljótlega eft- ir að við fluttum inn í Hraun- túnið. En bíllinn var ekki nýr og þurfti oft að gera við hann. Ég var mjög ánægður að hann vildi alltaf hafa mig með og að- stoða við viðgerðina. Mitt verk- efni var að lýsa honum og rétta verkfæri til hans. Ég hefði sennilega orðið góður ljósa- meistari. Ef illa gekk að gera við þá notaði hann ýmis miður falleg orð og fussaði og sveiaði. Ekki man ég eftir því að hann skammaðist í mér, hann var alltaf að leiðbeina, t.d. að segja mér hvað verkfærin hétu. Alltaf vildi hann hafa mig með og var ég mjög ánægður með það að eiga þessar gæðastundir með pabba. Við töluðum oft saman um handbolta og fótbolta. Hann hélt mikið upp á ÍBV, Einherja og Liverpool. Þegar kom að því að ræða um Liverpool vorum við ekki sammála því ég held með Manchester Utd. Við fylgdumst mikið með Einherja því liðið er frá Vopnafirði þar sem pabbi er fæddur. Hugur pabba var mikið í kringum pólitík. Hann var mjög mikill félags- og verka- lýðssinni og mjög vinstrisinn- aður. Hann gekk snemma í Al- þýðubandalagið í Vestmanna- eyjum og tók mjög virkan þátt í starfi þess. Hann var á fram- boðslista Alþýðubandalagsins til sveitarstjórnar í þrennum kosningum; 1978, 1982 og 1986. Eins og svo oft áður tók pabbi mig með sér, fór ég ungur að hjálpa til hjá Alþýðubandalag- inu. Margar og góðar stundir áttum við þegar við ræddum um pólitík. Það var enginn sem gaf sér tíma í að ræða um póli- tík við hann. Það góða við þetta var að við vorum mjög oft sam- mála. Við vorum svo sammála um það fram á síðustu stundu að við vildum jöfnuð í þjóð- félaginu og hlúa vel að þeim sem áttu erfitt. Undir það síð- asta ræddum við mikið um það misrétti sem væri í þessu þjóð- félagi. Þetta voru algjörar gæðastundir sem við áttum, bara við tveir saman. Pabbi, nú ert þú kominn á annan stað en við munum halda áfram að tala saman um fót- bolta, pólitík o.fl. Ég á eftir að leggja fyrir þig ýmsar spurningar, þótt ég fái ekki svör eins fljótt og áður, þá munt þú hjálpa mér að finna rétt svör. Með kveðju, þinn sonur Björn Elíasson. Núna er Formaðurinn, Al- þýðubandalagsmaðurinn, Liv- erpool-maðurinn, ættarhöfðing- inn og síðast en ekki síst Hárinn fallinn frá. Hann lét lítið stoppa sig, lá sjaldan á skoðunum sínum, var baráttuhundur en aldrei lang- rækinn. Hann stóð við orðin sín og stóð í skilum, var forsjáll og farsæll. Hann átti mikið ríki- dæmi í fjölskyldu sinni, var stoltur afi og frábært höfuð ættarinnar. Hann var góður kokkur, elskaði fótbolta en þoldi ekki Manchester United. Hann átti ráð við öllu og rétti fram hjálparhönd beint eða á bak við tjöldin. Hann elskaði og passaði upp á Heiðu sína, en Hildur átti hug hans allan. Þess vegna segi ég stoltur, hann Elli Bjöss var pabbi minn. Magnús Elíasson. Hinn 26. desember síðastlið- inn kvöddum við Ella afa. Afi var vinnusamur og gerði hlut- ina eftir eigin nefi, hratt og örugglega með áherslu á hratt. Það er alltaf erfitt að kveðja en þegar við hugsum til baka rifj- ast upp ótal minningar hver annarri dýrmætari. Flestar minningar okkar um Ella afa áttu sér stað heima hjá ömmu og afa í Vestmannaeyjum. Þær allra fyrstu eru þegar hann fór með barnavísuna Fagur fiskur í sjó, strauk á okkur lófann og við reyndum að draga höndina snöggt að okkur. Fagur fiskur í sjó, brettist upp á halanum með rauða kúlu á maganum. Vanda, banda, gættu þinna handa. Vingur, slingur, vara þína fingur. Fetta, bretta, svo skal högg á hendi detta. (Höf. ók.) Hjá afa mátti allt, við horfð- um á bannaðar hasarmyndir og fengum að vaka lengur en vanalega. Hann var alltaf tilbú- inn að tefla, spila og dansa við okkur. Svo eru það allar sögurnar, hann gat sagt manni endalaust af skondnum sögum frá sínum yngri árum. Frægust er þvotta- balasagan sem við heyrðum nokkuð oft en fengum aldrei leiða á. Í örstuttu máli er sú saga um það þegar afa og einn af bræðrum hans rak út á sjó í gömlum þvottabala. Við vorum svo heppin að fara með afa í sólarlandaferðir. Afi kunni nefnilega að njóta sín og við fengum að njóta með. Út að borða á nýjum veitingastað á hverju kvöldi og leigubíll tek- inn á alla staði. Elsku afi, við erum þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Við kveðjum þig með miklum söknuði og lofum að passa upp á ömmu fyrir þig. Birkir, Hildur og Berglind. Afi minn var Elías Björns- son. Ég les um hann sem verkalýðsforingja í gömlum greinum, harðan í horn að taka, „óvinur þjóðarinnar nr. 1“ á einhverjum tíma í einhverju samhengi fyrir að standa með sannfæringu sinni. Hann stóð með sannfæringu sinni og mót- mælti kvótakerfinu harðlega þegar átti að leggja það á þjóð- ina, þann óskapnað, þeir hefðu betur hlustað á hann. Hann hefur setið í samninganefndum og verið fulltrúi verkalýðsins víða. Þetta er hlið sem ég þekki lítillega því fyrir mér var hann fyrst og fremst afi minn. Afi minn var atorkusamur, ákveðinn, marksækinn og for- vitinn. Það voru alltaf einhver verkefni í kringum hann sem maður gat hjálpað við eða bara fylgst með, það skipti ekki máli: setja upp gervihnattar- disk, mála þakið, grilla læri, slá blettinn, laga grindverkið, tengja sjónvarpið inn í litla herbergi, leggja kapla fyrir innstungu, því að hafa milli- stykki var bara hálfkák. Aldrei lognmolla í kringum Ella Bjöss. Við áttum margar góðar stundir saman: í Alþýðuhúsinu, úti í bílskúr, í kaffi með ömmu við eldhúsborðið, niðri á Sjó- mannafélaginu við Skólaveginn, á sjó að veiða, að veiða í vötn- um landsins, á Vopnafirði, að fá okkur pylsu á ferðalagi um landið, á Mallorka í billjard, að horfa á fótbolta á Hásteinsvelli. Undir það síðasta hitti ég hann sjaldnar en ég átti með honum dýrmætan tíma þegar ég kom til Vestmannaeyja. Eitt skiptið hjálpaði ég honum að setja upp karókíkerfi inni í litla herbergi eftir þvílíkum krókaleiðum og svo tókum við lagið saman með Ragga Bjarna – ómetanlegt! Annað skipti kom ég út í bíl- skúr og hann var að baksa við línu sem hann hafði keypt til þess að leggja en einhverra hluta vegna var hann að losa alla krókana af og búa til færi úr þeim. Nýta þessa króka. Ég sat hjá honum, losaði króka, naut þess að vera með honum og spjalla um liðna tíma í Eyj- um. Samverustundir sem ég á eftir að rifja upp í framtíðinni og ylja mér við. Takk fyrir allar góðu stundirnar, afi minn. Fjölskyldan var afa mjög kær og hann vildi hafa alla hjá sér í Hrauntúninu um jól og áramót. Þetta var ekki al- mennilegt um hátíðarnar nema allir kæmu saman. Nú kvödd- um við þig annan í jólum og héldum áramót í þínum anda: Mikill góður matur, horft á skaupið, skotið upp, dansað og spjallað; gleði og gaman. Allir saman. Sakna þín, afi, hvíl í friði. Þinn nafni, Elías Ingi Björgvinsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ættarhöfðinginn Elli bróðir, eða Elli Bjöss eins og fjöl- skylda hans kallaði hann, er fallinn frá á áttugasta aldurs- ári. Þó að söknuður okkar sé mikill við fráfall hans var þessi hörkumaður svo illa farinn af Parkinson-veiki að hvíldinni var hann ef til vill feginn. Elli fór ungur að aldri til sjós í Eyjum og 18 ára varð hann ástfanginn af Hildi. Það var ást við fyrstu sýn, sagði hann. Sjómannsblóð rann í æð- um Ella og því naut hann þess, fram undir það síðasta, að róa til fiskjar á Heiðu, bátnum sem þeir Björgvin, tengdasonur hans, áttu. Elli var maður verkalýðsins og barðist fyrir bættum kjörum sjómanna. Hann var í 32 ár í forystu fyrir sjómenn í Vestmannaeyjum og var heiðraður fyrir sín störf, sem honum þótti mjög vænt um. Í umræðu hinna vinnandi stétta var aldrei komið að tóm- um kofanum hjá Ella og hann bar hag aldraðra mjög fyrir brjósti hin síðari ár. Þá var Elí- as jafnaðarmaður og fylgdi þeim að málum sem báru hag lítilmagnans fyrir brjósti. Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, studdi lið Eyjamanna og fylgd- ist líka með okkur Einherja- mönnum á Vopnafirði. Liver- pool var svo hans lið á Englandi. Það fannst sumum okkar mjög skrítið val hjá svo skynsömum manni. Elli var mikill Vopnfirðingur og Eyjamaður í senn, fylgdist með gömlu heimabyggðinni af miklum áhuga, meðal annars vegasamgöngum. Hann hafði því mikla ánægju af þegar far- inn var rúntur með þau hjón á nýjum Vopnafjarðarvegi fyrir nokkrum árum, loksins þegar hann var orðinn að veruleika. Og þegar Elli og Hildur komu í heimsókn til Vopnafjarðar var hátíð í bæ hjá okkur systkinum og helst vildi Elli hafa grill- veislu og dansa. Elli var ham- hleypa til verka allt til enda og lét sjúkdóminn ekki sigra sig fyrr en í fulla hnefana. Við ætt- ingjar minnumst vinnu hans ásamt bræðrum og mágum við þakið í Ásgarði, æskuheimili okkar, fyrir margt löngu, með „kókið“ sem næringu. Margar skemmtilegar sögur sagði Hild- ur okkur líka af Ella og hann hafði gaman af. Fyrir mig, yngsta bróður, var Elli mikil fyrirmynd og eft- irminnileg og ómetanleg er námsdvöl mín í Vestmannaeyj- um haustið 1972 og fram að gosi 1973, sem hafði mikil áhrif á mig og tengsl mín við Eyjar. Undanfarin sumur hafa vin- áttuböndin styrkst eftir að við feðgar fórum að heimsækja Ella og fjölskyldu á Þjóðhátíð í Eyjum. Einstök og elskuleg voru Elli og Hildur heim að sækja. Þær samverustundir hafa gefið okkur og honum mikið, þeir Tryggvi spjallað um liðna tíð, og síðasta spjallið átt- um við í bakgarðinum hjá hon- um þar sem Bjartur ræddi við hann um þjóðmálin og Heiðar sýndi honum spilagaldra sem Elli hreifst mjög af. Svona var Elli, alltaf ungur í anda, og væntumþykjan skein í gegn. Strákarnir kunnu svo vel að meta hann og þótti svo vænt um þau hjón. Hjartans þakkir, Elli og Hildur. Megi góðar minningar um höfðingjann, Ella Bjöss, veita þér, Hildur, og öllum í fjöl- skyldunni styrk. Guð blessi okkur öll. Aðalbjörn Björnsson, synir og systkini hins látna. Ég átti þeirri gæfu að fagna að kynnast Elíasi Björnssyni í gegnum starf mitt hjá Lífeyr- issjóði Vestmannaeyja, góð vin- átta skapaðist milli okkar. Elli Björns, eins og hann var gjarn- an kallaður, hafði mikla reynslu af stjórnarsetu í sjóðnum, þar af nokkur ár sem stjórnarfor- maður. Hann hafði ætíð hag sjóðsins og velferð sjóðfélaga að leiðarljósi, báru störf hans þess glöggt vitni. Það var ekki síst eftir að stjórnarsetu hans lauk að reglulegar heimsóknir á kaffi- stofu sjóðsins urðu ómissandi og skemmtilegur þáttur í lífi okkar starfsfólksins. Hann átti til að „skamma“ okkur eins og hann sagði sjálfur, hafði sterk- ar skoðanir, var hreinn og beinn. Elli bjó að víðtækri og dýrmætri reynslu sem hann var óspar að láta okkur í té. Fót- bolti var stór hluti af kaffistofu- spjallinu, á stundum fjörugar og bráðskemmtilegar umræður þar sem lið og leikmenn voru greindir og farið yfir stöðuna hverju sinni. Reglulega sóttum við Elli sjóinn til þess að fiska í soðið á Heiðu VE. Sjómennska var Ella í blóð borin og þrátt fyrir erfið veikindi síðari ár, var þeg- ar á sjóinn var komið líkt og þau væru ekki lengur til staðar. Lífsgleði og ánægja skein í gegn, sjórinn var hans leikvöll- ur. Ég heimsótti Ella fyrir stuttu þar sem hann lá á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja. Hann talaði um að koma við í kaffi í lífeyrissjóðnum og að við þyrftum að fara á sjóinn þegar veður leyfði. Nú liggur ljóst fyrir að við höfðum þegar farið okkar síðustu sjóferð saman. Eftir situr söknuður en jafn- framt þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Sendi ég eftirlif- endum innilegar samúðarkveðj- ur á erfiðum tímum. Haukur Jónsson. Elías Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.