Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 45

Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 ofan að), eða eftir færðinni og hvernig gangi, hvort nóg sé að gera. Ég sakna þess sárt að afi Keli opni dyrnar með bros á vör og ærslist í afkomendum. Heima hjá afa og ömmu var einnig heima okkar bræðranna og spurningar afa lærði ég að meta að verðleikum, honum voru æsku- stöðvarnar kærar og allt sitt fólk. Afi á Laugarvatni var vinmarg- ur, það sá ég snemma. Hann var bóngóður er til hans var leitað varðandi gamla íþróttahúsið og sundlaugina. Einnig fékk krakka- skarinn að fylgja með á vagninum upp hálsinn að gömlu ruslahaug- unum og til baka, öllum vildi hann vel. Hann var kallaður til er ég slasaðist eða var blóðgaður í slagsmálum, en engin man ég ákvæðisorðin. Krefjandi verkamannavinnu vann afi til sjötugs. Við fullfrískir bræðurnir á unglingsaldri undr- uðumst styrkinn er hann hafði til að bera. Hann var hraustmenni þó sumarlangt sextán ára hafi hann legið á Landakoti með lungnabólgu. Minnisstætt er okk- ur kaffiboðið fyrir eldri borgara á Laugarvatni er afi komst ekki í sökum vinnu sinnar. Afi er fyrirmynd að svo mörgu leyti. Hann safnaði ekki verald- legum auði en góðum minningum langrar ævi bæði hér heima sem og á ferðalögum erlendis. Afi í Austurey var einnig um- setinn er þau amma dvöldu síð- ustu ár á sumrin heima í Kross- holtinu. Þar held ég að afa hafi liðið hvar best, umvafinn ástvin- um og æskuminningum, sérstak- lega nálægðinni við gjöful silung- smiðin í Víkinni. Takk, afi. Jón Snæbjörnsson. Elsku Keli afi hefur nú kvatt þennan heim. Allar minningarnar um tíma okkar saman lifa þó áfram. Ég man eftir mörgum góð- um stundum heima hjá honum og ömmu á Laugarvatni, bæði úti í garði í fótbolta og öðrum leikjum sem og inni við spil eða spjall við aðra í fjölskyldunni þar sem iðu- lega var mjög gestkvæmt. Ég man eftir marrinu í mölinni þegar hann gekk framhjá glugganum þar sem ég svaf og brakinu í pall- inum þegar íspinnarnir voru sótt- ir. Sumarið 1999 fórum við fjöl- skyldan í eftirminnilega ferð um landið með ömmu og afa. Mig langaði mikið á hestbak og afi, eins ævintýragjarn og hann var, ákvað að skella sér með. Í reið- túrnum stefndi hesturinn minn beint á tré og líkt og í bíómynd flæktist ég í trjágreinunum og varð þar eftir meðan hesturinn fór sína leið. Þessu gátum við afi hlegið mikið að. Elsku afi. Takk fyrir sam- veruna, gleðina og alla þína góðu kosti sem ég hef nú að leiðarljósi. Erla Arnardóttir. Elsku afi, þú varst alltaf svo hress og kátur, sama hvað bjátaði á. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um þig er húmorinn og hláturinn, sem þú hélst fram á síðasta dag. Þegar við komum í heimsókn í Græn- umörkina var alltaf beðið eftir okkur úti í dyrum með bros á vör og við boðin velkomin. Þá þurft- um við að hafa á hreinu hvernig veðrið væri úti, því eitt var víst – að það myndi verða spurt um það. Alltaf var nóg á boðstólum hjá þér og ömmu, hvort sem það voru pönnukökur, murta eða jafnvel KFC, og allir borðuðu alltof mik- ið. Þá sagðir þú oft og vitnaðir í Þorstein matgogg að nú værir þú sko til í að vera sofnaður, vakn- aður aftur og byrjaður að borða, og alltaf hlóstu jafn mikið. Við eigum margar góðar minn- ingar um þig í hjólhýsinu ykkar ömmu í Krossholtinu en þar fannst þér svo gott að vera. Þar fórum við oft með þér út á bát og þú kenndir okkur að róa. Þú hafð- ir líka gaman af því að spila við okkur systkinin, stundum var jafnvel of gaman þar sem Karen pissaði t.d. á sig úr hlátri þegar þau voru að spila hæ gosa. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og spurðir okkur út í skól- ann og íþróttirnar. Elsku besti afi, við þökkum þér fyrir allt og lofum að hugsa vel um hana ömmu okkar. Minning þín lifir hjá okkur. Karen Inga, Páll Dagur og Brynjar. Kæri afi. Þú lifðir tímana tvenna. Ég kynntist ekki unga manninum sem reisti sér bú með Ingu sinni en man á hinn bóginn hversu ánægður þú varst með húsið þegar þú komst til okkar heim í Austurey. Ég man eftir kátum afa sem kitlaði og þóttist gefa í nefið, spurði frétta um ísa- lög og búskapinn. Ég kynntist hirðusemi á heimili þar sem ým- islegt, sem fundið var í fjárgöt- unni, var hengt í klakk og reitt heim. Oft voru sagðar sögur af sveitungum og öðru góðu fólki sem þú kynntist um langa ævi og slegið á létta strengi en þér var glaðværð eiginleg. Síðustu árin var gott að koma til ykkar ömmu á Selfoss, ræða um daginn og veg- inn og horfa kannski á föstudags- þáttinn eða kappleik í sjónvarpi, áður en haldið var yfir heiðina heim. En vegir skilja og hinn slyngi sláttumaður eirir engum. Megi sumardísir signa minningu þína. Arnór Snæbjörnsson. Það er skrýtin tilhugsun að hugsa til þess að Keli afi sé búinn að kveðja. Frá því ég man eftir mér hafa hann og Inga amma tek- ið á móti mér með innilegu faðm- lagi og hlýju. Þó hann hafi ekki staðið yfir mér með skólabækur og barið í mig námsefni þá kenndi hann mér það merkilegasta um lífið og tilgang þess. Lífssýn hans og ömmu gæti ekki verið skýrari og átt betur við í þessu samfélagi sem við búum í í dag. Í dag póst- um við myndum af velgengni okk- ar í lífinu, ástinni og frábæru upp- eldi okkar á samfélagsmiðla fyrir einhver „like“. Þegar afi Keli og Inga amma ólu upp börnin sín þá var ekki hægt að hrósa sjálfum sér jafn mikið opinberlega og nú er gert. Þess vegna þurftu þau í alvöru að standa sig vel. Því mæli- kvarðinn á velgengni þeirra yrði mældur í kynslóðunum sem kæmu á eftir. Óhætt er að full- yrða að sá árangur er frábær. Ég er svo heppinn að vera fæddur inn í þessa stórkostlegu fjölskyldu. Amma og afi ákváðu að eignast níu börn sem öll eru einstakt og skemmtilegt fólk. Þegar ég var lítill sagði ég alltaf að afi minn væri moldríkur karl sem sæi um að taka ruslið á Laugarvatni. Ég man að skólafélagar mínir tóku mig ekki trúanlegan. Þegar ég hélt ræðu í 90 ára afmælinu hans afa þar sem mætt voru börnin hans, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn þá áttaði ég mig á því að ég hafði rétt fyrir mér þegar ég var lítill. Hann afi minn var moldríkur. Þarna var hann mættur gamli karlinn og allir þarna inni elskuðu hann og ynd- islegu konuna hans, hana Ingu ömmu. Það er enginn betri mæli- kvarði á velgengni en að hafa skil- að þessu mikilvægasta starfi sem okkur er gefið í lífinu að vera eig- inmaður, foreldri eða afi með jafn miklum sóma og sá gamli gerði. Hann afi minn skilur þann stóra lærdóm lífsins eftir hjá mér nú þegar hann kveður. Hann skildi þann lærdóm eftir hjá börn- unum sínum og barnabörnum og ég upplifi það á hverjum degi. Mikið sem ég er stoltur og verð alla tíð af að fá að bera nafnið hans afa. Hann var hetjan mín og mikið vona ég að ég muni skila mínu starfi jafn vel og hann. Ég ætla alla vegna að leggja mig all- an fram. Þorkell Máni Pétursson. ✝ Sigríður S.Bergsteins- dóttir fæddist í Reykjavik 30. sept- ember 1926. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 22. desember 2016. Foreldrar henn- ar voru Filippía Ólafsdóttir, hús- móðir Syðri- Hömrum í Holtum, f. 1. ágúst 1890, d. 5. nóvember 1981, og Bergsteinn Kristinn Sigurðsson, múrarameistari frá sem einkaritari skattstjóra og síðar sem fulltrúi í virðis- aukadeild. Þann 3. október 1959 gekk Sigríður í hjónaband með Jóni S. Jakobssyni, skatt- endurskoðanda, f. 11. nóv- ember 1918, d. 21. febrúar 1991. Dóttir þeirra er Bergdís H. Jónsdóttir ferðamálafræð- ingur, f. 26. nóvember 1960, gift Kristni Ingasyni verkfræð- ingi, f. 24. september 1958. Dætur þeirra eru: a) Sigríður Þóra lyfjafræðingur, f. 17. júlí 1986, í sambúð með Steingrími Arasyni nema í HÍ, f. 16. ágúst 1985. Dóttir þeirra er Dagrún Sara, f. 25. ágúst 2014. b) Þór- dís læknakandídat, f. 4. febrúar 1991. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey frá Dómkirkjunni 3. janúar 2017. Fljótsdal í Fljóts- hlíð, f. 9. nóvember 1894, d. 15. októ- ber 1929. Komu þar saman Ferju- ætt og Grundarætt. Sigríður var yngst þriggja systkina; Þórunn, f. 28. júlí 1920, d. 13. júní 1996, og Baldur, f. 10. ágúst 1923, d. 30. janúar 2009, öll fædd og uppalin í Reykjavík. Lengst af starfaði Sigríður hjá Skattstofunni í Reykjavik, fyrst Elsku amma Sigga okkar, takk fyrir allt. Betri ömmu, og í seinni tíð vinkonu, er ekki hægt að óska sér. Jólin voru svo sannarlega tómlegri í ár en fyrri ár, þar sem nú vantaði gullkornin frá ömmu Siggu sem áður gerðu aðfangadagskvöld enn skemmtilegra. Amma var sjálfstæð kona, ósérhlífin og með ótrúlegan viljastyrk sem aldrei yfirgaf hana. Hún gafst ekki upp og gerði allt sem hún ætlaði sér. Þrjósk- ari kona er vandfundin. Amma var einstaklega góðhjörtuð og gekk úr skugga um að fólkið sem henni þótti vænt um vissi af því. Til þess notaði hún til að mynda ýmis gæluheiti, allt frá hjartagulli og ástarengli til en- glasprænu og andapíku. Hún hafði óbilandi trú á okkur og stappaði í okkur stálinu þegar að á þurfti að halda. Vantaði eitthvað upp á sjálfstraustið þá kom amma því í lag, hvatti okk- ur til dáða og sagði að við litum út eins og Kleópatra, ef svo bar undir. Hún var okkar helsti stuðn- ingsmaður. Hrósin, sem oftast voru dramatísk og guðdómleg, voru svo enn dýrmætari fyrir það hvað amma var hrikalega hreinskilin. Amma var menningarlega sinnuð og gætti þess að við systurnar færum reglulega í leikhús, sýndi okkur listaverk og spilaði jafnvel, og söng, fyrir okkur aríur. Hún lagði mikið upp úr snyrtimennsku og því að vera vel til hafður. Hún veitti kennslu í réttum aðferðum við að brjóta saman, mikilvægi þess að hafa vel fægðan dyraþrösk- uld og þess að fara fínar í leik- hús. Amma kunni einnig að njóta lífsins lystisemda. Hún elskaði að ferðast, að fara á mannamót og bauð iðulega upp á freyðivín til hátíðabrigða, nú og líka þó það væri bara sunnudagur. Ömmu fannst gaman að stríða og ögra okkur. Reyndum við að stríða henni á móti gekk hún þó alltaf lengra og átti síðasta orð- ið. Þannig kenndi hún okkur að hafa húmor fyrir sjálfum okkur og að taka lífinu ekki of alvar- lega. Það er ótal margt sem hægt er að segja fallegt um elsku ömmu Siggu, en látum þetta duga að sinni og geymum fleiri minningar í huga okkar og hjarta. Amma var frábær fyrirmynd á svo margan hátt og við vonum að sem flestir hennar eiginleik- ar fylgi okkur út í lífið. Elsku amma okkar, takk fyr- ir að hafa verið þú. Þínar, Sigríður Þóra og Þórdís. Elskuleg föðursystir okkar, Sigríður Skuld Bergsteinsdótt- ir, lést í Reykjavík 22. desem- ber síðastliðinn eftir skamm- vinn en snörp veikindi. Lauk þar lífshlaupi sem einkenndist af reisn, sjálfstæði og ævintýra- löngun. Sigga frænka var fædd og uppalin í Reykjavík og var hún yngst þriggja systkina. Þriggja ára missti hún föður sinn, Berg- stein Kristin, og hafði fráfall hans ævarandi áhrif á syst- kinahópinn, móður og ömmur sem héldu heimili saman eftir andlát hans. Bergsteinn Kristinn var atorkumikill og stórhuga bygg- ingameistari en jafnframt blíð- lyndur og hlýr í viðmóti við börn sín. Móðir Siggu var Filippía Ólafsdóttir. Amma Pía var trú- hneigð, hagsýn og eljusöm, stál- minnug og fús að fara með kvæði eða segja sögur. Henni tókst með útsjónar- semi og dugnaði að halda hús- inu á Grettisgötu eftir að Berg- steinn féll frá. Þar var oft mannmargt því þar bjuggu ótal aðrir ættingjar um lengri eða skemmri tíma. Sigga frænka ólst upp í öruggu skjóli kvennanna á Grettisgötunni og þróaðist með henni og Þórunni systur hennar einstök vinátta sem varði þar til Þórunn féll frá fyrir 20 árum. Baldur bróðir hennar, faðir okkar, erfði atorku föður síns og áhuga á íslensku máli og naut þess að vera eini dreng- urinn í faðmi þessara kvenna. Sigga Skuld lauk gagnfræða- prófi og vann lengst af hjá Skattstofu Reykjavíkur. Þar kynntist hún manni sínum, Jóni S. Jakobssyni, sem var ættaður úr Húnavatnssýslu. Jón var yfirvegaður og fág- aður maður, hlýr í fasi og við- ræðugóður jafnt við börn sem fullorðna. Dóttir þeirra er Bergdís frænka okkar og hefur frændsemi og ræktarsemi systkinanna af Grettó orðið fyr- irmynd að samskiptum okkar dætra þeirra. Jón lést árið 1991, liðlega sjötugur að aldri. Sigga frænka var afar glæsi- leg kona og björt yfirlitum. Hún var fagurkeri og lét sér annt um útlit sitt, klæddist vönduð- um fötum, bar dýrindis skart- gripi og var tignarleg í fasi. Hún var listhneigð, hafði áhuga á myndlist og leiklist og var dugleg að sækja listvið- burði. Heimili þeirra Jóns bar list- rænum áhuga hennar og hirðu- semi órækt vitni. Sigga var vinamörg, hafði gaman af því að sækja mannfögnuði og hélt ríkulegar veislur fyrir vini og vandamenn. Hún var húmoristi og hló hátt, gjarna á innsoginu. Henni var stundum mikið niðri fyrir og þá fangaði hún at- hygli samferðamanna sinna með sterkum skoðunum og blæ- brigðamikilli tjáningu. Alltaf fór Sigga eigin leiðir því hún var sérsinna og fann sína eigin útgáfu á öllum hlut- um án þess þó að ögra eða brjóta upp hefðbundin munstur. Hún var síung í anda og myndaði fram á síðasta dag vin- skap við sér yngra fólk sem hún fann samhljóm með. Þegar ald- urinn færðist yfir og heilsan var ekki sú sama og áður, kom sterkt fram hversu hörð hún var af sér, dugleg og sjálfstæð. Sigga var okkur dýrmæt fyr- irmynd og frænka, hún kenndi okkur að konur ættu að gera kröfur, vera sjálfstæðar og móta líf sitt með þeim hætti sem hverri og einni hentaði. Við leiðarlok þökkum við systur fyrir líf Siggu frænku og allt það góða sem hún var okk- ur. Sé hún Guði falin. Sigríður, Kristín, Margrét og Bergþóra Baldursdætur. Við kveðjum nú okkar ást- kæru Siggu frænku sem var ekki bara frænka okkar, heldur vinkona. Hún kallaði okkur vor- menn Íslands, og varð okkur bræðrum ómissandi þegar amma Þórunn, og systir henn- ar, lést þegar við vorum í kring- um fermingaraldurinn. Hún fylgdist með uppvexti okkar af áhuga, og þegar við áttum heima í útlöndum vegna náms var það tilhlökkunarefni að koma heim til Íslands og þiggja árlegt jólaboð hennar, njóta kræsinga, spjalla um líðandi stund og bregða upp myndum úr fortíð af fólkinu okkar á Grettisgötunni. Það var merkilegt fólk, og í litlu húsi sem nú er gistihús í hjarta Reykjavíkur, spunnust örlagaþræðir þriggja kynslóða. Þar mættust gleði og sorg, og aðeins þriggja ára varð Sigga frænka föðurlaus, yngst þriggja systkina. Ef til vill þess vegna kunni Sigga frænka að njóta lífsins, hún bjó sem ung kona í Los Angeles og ferðaðist víða um heim. Hún þoldi ekki leið- inlegt fólk, og vildi hafa fallegt í kringum sig. Við bræður fund- um að hún hélt upp á okkur, sem hlýtur að þýða að við séum skemmtilegir. Svo fundum við upp orðið „frænkuvænt“ sem við notuðum í gríni um allt mögulegt sem við héldum að myndi hljóta náð fyrir augum Siggu frænku, og það hvarflaði ekki að okkur að fjárfesta í neinu sem ekki væri frænku- vænt. Þegar árunum fjarri Íslandi fjölgaði, hringdi hún stundum í okkur og við í hana til að tala um daginn og veginn. Hún hef- ur sennilega vitað að það er ekki alltaf dans á rósum að vera einn í útlöndum, og að alveg eins og lóan þurfa ungir vor- menn að taka sumrinu mót og rata heim með hækkandi sól. Einum okkar barst pakki til Þýskalands fyrir jólin með gjöf fyrir yngsta fjölskyldumeðlim- inn. Þegar pakkinn var opnaður hafði Sigga frænka kvatt þenn- an heim, en það breytti ekki einskærri ánægju lítillar stúlku sem rak upp gleðióp þegar hún opnaði gjöfina sína. Vá, vá, vá, sagði sú litla og sýndi sparikjól sem bar Siggu frænku gott vitni. Fallegur og bjartur. Við þökkum góða samleið með elskulegri frænku okkar. Þórður Þ. Gunnþórsson, Finnur Þ. Gunnþórsson, Bergur Þ. Gunnþórsson. Yndislega frænka, Sigga Skuld, hefur kvatt okkur og er farin á vit nýrra ævintýra. Hennar er sárt saknað. Hún var stór persóna og mikill mann- vinur. Tignarleg kona, alltaf uppábúin, fatastíllinn fágaður og hárið fallega lagt. Sigga Skuld var þekkt fyrir að láta skoðanir sínar í ljós. Hún var réttsýn, hrein og bein, alltaf blátt áfram. Hún var heimskona og hafði ferðast til margra landa, bjó lengi í Los Angeles og sagði oft skemmti- legar sögur þaðan. Hún hafði þetta opna og áreynslulausa viðmót til allra hluta. Hún var svo hlý og góð. Heimili hennar bar þess einnig vitni hvað hún var mikill fagurkeri. Það var svo gott að koma til hennar, faðmurinn svo stór og hlýr. Elsku Sigga Skuld frænka fylgdi mér í gegnum allt lífið, var mér alltaf svo góð og tók Einari Sörla eins og og sínum eigin tengdasyni. Spurði alltaf frétta af litla Sörla. Megi allar góðar vættir fylgja þér, elsku frænka. Þín Guðrún Gunnarsdóttir. Sigríður Skuld Bergsteinsdóttir Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Snævar Jón Andrésson Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánar- bússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.