Morgunblaðið - 07.01.2017, Síða 48
48 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017
Ingólfur Árnason, eig-andi fyrirtækisinsMosraf ehf., á 75 ára
afmæli í dag. Hann stofn-
aði Mosraf 1969 og hefur
það verið rekið bæði sem
rafverktakafyrirtæki og
innflutningsfyrirtæki þar
til um síðustu áramót þeg-
ar Ingólfur hætti sem raf-
verktaki.
„Ég var að vinna alveg
fram að því en dóttursonur
minn tók við rafmagns-
þættinum og stofnaði sitt
eigið fyrirtæki. Nú er ég að
sýsla við innflutninginn
eingöngu og flyt inn ýmiss
konar hreinsi- og steypu-
efni.“
Ingólfur fæddist í
Reykjavík en fluttist í Mos-
fellsbæinn 7 ára gamall og
hefur búið þar síðan.
„Reykjalundur var þá að
byggjast upp og faðir minn
vann þar. Upp úr 1960 fer
að byggjast eitt og eitt ein-
býlishús og árið 1973 þeg-
ar Vestmannaeyjagosið
hófst þá kom mikill skriður á íbúafjöldann og hann tvöfaldaðist á
skömmum tíma. Ég sat þá í byggingarnefnd og skipulögðum við
byggð fyrir Vestmannaeyinga. Holta- og Tangahverfið urðu til með
hjálp Viðlagasjóðs og þá breyttist bæjarfélagið úr sveitasamfélagi í
bæjarfélag.“
Ingólfur sat í byggingarnefnd 1970-1978 en hann stofnaði einnig
handknattleiksdeild Aftureldingar og var formaður hennar. Hann var
enn fremur formaður Landssambands íslenskra rafverktaka í tíu ár,
sat í stjórn í Rafiðnaðarskólans og var í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar svo
eitthvað fleira sé nefnt.
Eiginkona Ingólfs er Kristjana E. Friðþjófsdóttir og dætur þeirra
eru Ingibjörg Bryndís og Hlín. Þau eiga fjögur barnabörn og þrjú
barnabarnabörn.
„Ég fylgist enn með handboltanum og hinu daglega lífi almennt og
er í sundhópi. Heilsan er góð og lífið er yndislegt.
Kvöldinu ver ég með fjölskyldunni.“
Mosfellingurinn Ingólfur Árnason,
stofnandi Mosraf.
Hefur séð bæinn
sinn vaxa og dafna
Ingólfur Árnason er 75 ára í dag
K
ristján fæddist í
Reykjavík 7.1. 1957 en
ólst upp í Kópavogi:
„Ég ólst upp í Vest-
urbæ Kópavogs, við
Austurgerði. Ég átti yndislega æsku
í dásamlegu umhverfi víðáttu, frelsis
og fegurðar. Maður lék sér mikið í
stórgrýttu Kirkjuholtinu sem var
heimur út af fyrir sig, reyndar
mögnuð og fjölmenn íbúabyggð álfa
og huldufólks – og gott ef ekki voru
þar einnig dvergar á vappi. Þetta
sáu allir sem það vildu sjá og jafnvel
hinir líka sem ekki vildu sjá það.
Í Kirkjuholtinu er staður sem við
krakkarnir nefndum Klettaborg.
Okkur fannst hún há og fögur eins
og Álfaborgin en þegar ég heimsótti
hana síðar er hún í raun á stærð við
ræðupúlt. Ég og vinkona mín sáum
þar eitt sinn álfa og greindum full-
orðnum trúnaðarvini okkar frá því,
Kristján Hreinsson skáld – 60 ára
Feðgar Kristján með Pétri og Baldri. Í bakgrunni er húsið í Skerjafirðinum sem Kristján gerði upp og bjó í lengi.
Skerjafjarðarskáldið
ólst upp í álfabyggð
Bliki Kristján þótti liðtækur í knattspyrnu. Hér er hann í 5. fl. Breiðabliks.
Reykjavík Harpa Snæ-
land fæddist 29. júlí
2016 kl. 21.20. Hún vó
16 merkur og var 53 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Þórdís Steinsdóttir
og Halldór Snæland.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Osta fondue-veisla
Komdu þínum á óvart
4.990,-ámann
bóka þarffyrirfram
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is