Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 07.01.2017, Qupperneq 52
Elín Margrét Böðvarsdóttir elinm@mbl.is „Þetta er fólk sem hefur tekið ástfóstri hér við landið,“ segir fiðluleikarinn Guðný Guðmundsdóttir. Strengjadúóið Miller Porfiris heldur tónleika í Seltjarn- arneskirkju ásamt Guðnýju á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskrá eru nokkur létt eftir fjóra höfunda. Anton Miller fiðluleikari og Rita Porf- iris víóluleikari eru hjón frá Bandaríkj- unum sem ferðast hafa víða um heim og leika þau bæði sem dúó og í stærri hóp- um. Miller og Porfiris eru miklir Íslands- vinir, en þau komu til að mynda fram í Hörpu á síðasta ári, þá líka með Guðnýju. Hún hefur þekkt hjónin í minnst 15 ár en öll eru þau einnig tónlistarkennarar og hafa unnið talsvert saman og haldið sam- an tónleika, bæði í Bandaríkjunum og hér heima. „Þau eru líka miklir Íslandsvinir og þau ferðast um landið og koma hingað oft jafnvel þótt engir tónleikar séu,“ bæt- ir Guðný við. Léttir og stuttir tónleikar Guðný segir efnið sem er á dagskrá tónleikanna vera létt og skemmtilegt en þótt margir þekki ef til vill ekki verkin séu þau samt sem áður mjög lagræn og áheyrileg. „Það er til dæmis frumflutn- ingur þarna á verki eftir brasilíska tón- skáldið Andersen Viana og síðan er flutt verk eftir Villa-Lobos. Og það vill svo skemmtilega til að faðir þessa Viana var aðstoðarmaður Villa-Lobos þannig að þetta tengist.“ Þá verða einnig flutt verk eftir Ung- verjann Zoltán Kodály sem byggja mikið á þjóðlögum. Loks verða flutt verk eftir austurríska tónskáldið Robert Fuchs, en hann kenndi mörgum af þekktustu tónskáldum 20. ald- arinnar, m.a. Sibelius og Mahler, og er hann jafnan betur þekktur sem kennari en fyrir verk sín sem tónskáld. „Tónlistin hans hefur eiginlega bara legið í dvala en svo kemur í ljós að hún er óskaplega la- græn og skemmtileg og ekkert lík 20. aldar tónlist. Hann er svona alveg aftur í gamla tímanum,“ útskýrir Guðný, sem vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum á morgun. Tónleikarnir verða í styttra lagi, um ein klukkustund. Frítt er fyrir eldri borg- ara. Almennt miðaverð er 2.000 krónur en aðeins 1.000 krónur fyrir námsmenn. Slá á létta strengi  Strengjadúóið Miller Porfiris heldur tónleika ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur í Seltjarnarneskirkju Strengir Rita Porfiris, Anton Miller og Guðný Guðmundsdóttir halda tónleika á morgun. 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 16.4.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 26.3.2017 JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 26.02 2017 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017 Lokað í desember og janúar. Opnar aftur laugardaginn 4. febrúar. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017 Lokað í desember og janúar. Opnar aftur laugardaginn 4. febrúar. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Portrett Kaldals í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Kaldal í tíma og rúmi á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Sunnudaginn 8. janúar: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi, opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU » Silence, nýjasta kvikmyndleikstjórans Martins Scor- sese, var frumsýnd í Los Ang- eles í fyrradag. Í myndinni er rakin saga tveggja portú- galskra presta sem halda til Japans árið 1639 og leita uppi fyrrverandi lærimeistara sinn, jesúítaprest sem sagður er hafa gengið af trúnni. Nýjasta kvikmynd Martins Scorsese frumsýnd í Los Angeles Virtur Martin Scorsese, einn virtasti kvikmyndaleikstjóri heims, var flottur í tauinu á frumsýningunni. Kátur Leikarinn Andrew Garfield brosti breitt til ljósmyndara. Hann fer með eitt af aðalhlutverkum Silence. Á frumsýningu Japanski leikarinn Yosuke Kubozuka. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.