Morgunblaðið - 07.01.2017, Side 56

Morgunblaðið - 07.01.2017, Side 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Framkvæmdir á húsnæði Lista- safnsins á Akureyri hefjast í næsta mánuði en til stendur að stækka safnið til muna, eins og Morgun- blaðið greindi frá í nóvember í fyrra. Áætlað er að ljúka framkvæmdum um mitt næsta ár, að því er fram kom á kynningarfundi í safninu í fyrradag en á honum var einnig kynnt dagskrá safnsins á þessu ári og farið yfir starfsárið. Í lok fundar var svo undirritaður nýr þriggja ára samstarfssamningur Listasafnsins og Ásprents Stíls, sem er einn af sex bakhjörlum safnsins. G. Ómar Pét- ursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, undirrituðu samning- inn. Sýningarsalir á fjórðu hæð bætast við Um mitt næsta ár verða teknir í notkun sýningarsalir á fjórðu hæð safnbyggingarinnar og nýr inn- gangur með bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða og barnavagna verð- ur á jarðhæð og þar verður einnig safnbúð og kaffihús. Þá mun aðstaða fyrir safnkennslu einnig batna til muna, að því er fram kom á fund- inum og tækifæri skapast til að hafa fasta sýningu með verkum úr safn- eign auk sögusýningar um fjölbreytt atvinnu- og listalíf í Gilinu í áranna rás. Breytingarnar fela m.a. í sér að bygging gamla Mjólkursamlagsins, sem nú hýsir safnið, verður tengd við Ketilhúsið sem einnig tilheyrir safninu þannig að úr verður ein heild. Arkitektarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson hjá Kurt og Pí sjá um hönnunina en þeir hafa sérhæft sig í því að breyta gömlu verksmiðjurými í sýningarrými, m.a. Marshall- húsinu úti á Granda sem verður mik- ið myndlistarhús því þar verður Ný- listasafnið, vinnustofa Ólafs Elías- sonar og Kling og Bang galleríið. Fjölbreytt starfsemi verður í safnbyggingu Listasafnsins á Akur- eyri, eins og verið hefur, Mjólkur- búðin verður þar áfram og vinnu- stofur listamanna, listamannarekin sýningarrými og gestavinnustofur en Ketilhúsið verður notað enn frek- ar fyrir viðburði, móttökur, ráð- stefnur og veislur, að því er fram kom á fundinum. Yfirlitssýning á verkum Nínu Fyrstu sýningar safnsins á sýn- ingaárinu 2017 verða opnaðar laug- ardaginn 14. janúar kl. 15, annars vegar yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur á miðhæð Ketilhúss- ins, sem nefnist Litir, form og fólk, og á svölunum verður opnuð sýning á verkum Freyju Reynisdóttur, sem ber yfirskriftina Sögur. Af öðrum sýningum má nefna einkasýningar þekktra listamanna á borð við Rúrí, Sigtrygg Bjarna Baldvinsson, Aðal- stein Þórsson, Einar Fal Ingólfsson, Georg Óskar og Friðgeir Helgason. Í samtali við Morgunblaðið í fyrra sagði Hlynur Hallsson safnstjóri m.a. að 75-80% gesta safnsins að sumarlagi væru ferðamenn og þá bæði íslenskir og erlendir og að hann væri þess fullviss að það hlut- fall myndi hækka er fram líða stund- ir. „Ferðamannastraumurinn hefur aukist mikið, sem skiptir veitinga- hús og tengda starfsemi miklu máli, en listasafnið er að mínu mati líka mikilvægur þáttur í að skapa þá ímynd af Akureyri að eftirsóknar- vert sé að heimsækja bæinn og búa hér,“ sagði Hlynur m.a. og einnig að 25 ára afmæli safnsins yrði fagnað haustið 2018 í stórbættu húsnæði. Aðalsal safnsins verður lokað meðan á framkvæmdum stendur og allar sýningar munu fara fram í Ket- ilhúsinu. Þær verða af ýmsu tagi, sem fyrr segir, verk ungra og upp- rennandi listamanna sýnd en einnig þekktra listamanna og frumkvöðla. Morgunblaðið/Skapti Myndskreyttur Hlynur sýnir teikningar að nýju og betra safni. Afmæli fagnað í stórbættu safni  Listasafnið á Akureyri stækkað  Framkvæmdir hefjast í febrúar Samstarf G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, undirrituðu samstarfssamning. Uppreisnarmenn fara í leiðangur til að stela teikningunum af Helstirninu. Metacritic 66/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 14.00, 20.15, 22.50 Sambíóin Álfabakka 14.00, 17.00, 20.00, 22.20, 22.50 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.10, 20.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 17.00, 21.15, 22.20 Sambíóin Akureyri 17.00, 20.00, 22.50 Sambíóin Keflavík 17.10 Rogue One: A Star Wars Story 12 Collateral Beauty Sagan fjallar um mann, sem eftir mikinn harmleik í lífi hans, lendir í mikilli sálar- og tilvistarkreppu. Metacritic 24/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 Passengers 12 Aurora og Jim eru farþegar um borð í geimskipi sem er að flytja þau til annarra plánetu þar sem þau munu hefja nýtt líf. Skyndilega vakna þau í svefnhylkjunum, 90 árum á undan áætlun. Metacritic 41/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 13.30, 17.00, 19.50, 22.25 Háskólabíó 15.40, 18.20, 21.00 Borgarbíó Akureyri 15.40, 20.00 The Great Wall 16 Hann er einn af mögnuðustu afrekum mannkynsins. Það tók 1.700 ár að byggja þenn- an 8.800 km langa múr. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Smárabíó 16.40, 19.30, 20.10, 22.30 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Patriot’s Day 16 Metacritic 70/100 IMDb 7/10 Myndin segir frá atburð- unum í kring um sprengju- tilræðið í Boston Maraþon- inu 2013. Sambíóin Keflavík 22.20 Assassin’s Creed 16 Callum Lynch grípur inn í sögulega atburði á tímum spænska rannsóknarrétt- arins. Hann er afkomandi hins vígfima Aguilar sem ásamt félögum sínum barð- ist gegn óréttlæti. Metacritic 36/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 22.25 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.00, 22.40 Háskólabíó 18.20, 21.10 Borgarbíó Akureyri 22.20 Office Christmas Party 12 Metacritic 42/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Egilshöll 22.40 Sambíóin Kringlunni 20.00 Monster Trucks 12 Tripp, miðskólanemi, dreym- ir um að komast í burtu úr bænum sem hann ólst upp í. Hann byggir sér Ofur Jeppa úr ýmsum dóti og gömlum bílum. Metacritic 37/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 14.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Akureyri 14.00, 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00 Fantastic Beasts and Where to Find Them Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 14.45, 20.00 Sambíóin Egilshöll 14.30, 20.00 Allied Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.50 Why Him? 12 Metacritic 38/100 IMDb 6,5/10 Smárabíó 17.20, 19.50, 22.20 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.50 Nabucco Sambíóin Kringlunni 17.55 Syngdu Kóalabjörninn Buster hefur mikið verið að spreyta sig í skemmtanageiranum en með lítilli velgengni. Dag einn ákveður hann ásamt fé- laga sínum, sauðkindinni Ed- die, að taka við rekstri á eld- gömlu leikhússrými. Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 13.45, 15.50, 17.00, 18.00, 20.00 Sambíóin Álfabakka 12.30, 14.30, 15.00, 17.30 Sambíóin Keflavík 15.00 Smárabíó 13.00, 13.30, 14.50, 15.10, 17.40 Háskólabíó 15.30, 15.40, 18.10 Borgarbíó Akureyri 13.30, 17.50 Vaiana Metacritic 81/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00 Sambíóin Álfabakka 12.30, 15.00, 17.30 Sambíóin Egilshöll 14.30, 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.00 Sambíóin Akureyri 14.00 Sambíóin Keflavík 14.50 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 13.00, 15.30 Sjöundi dvergurinn Sambíóin Álfabakka 12.30 Gimme Danger Bíó Paradís 17.45 Lion Metacritic 68/100 IMDb 7,9/10 Háskólabíó 15.30 Bíó Paradís 17.30, 22.00 David Bowie Is Bíó Paradís 20.00 Eiðurinn 12 Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 20.00 Embrace of The Serpent Metacritic 82/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 17.30 The Threepenny Opera National Theatre live Bíó Paradís 20.00 The Craft Bíó Paradís 20.00 The Godfather. P II Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.