Fréttablaðið - 02.09.2017, Page 6
Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 í leikfimissal
Hvassaleitisskóla. Námskeiðið er tólf vikur.
Kennari er Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari.
Skráning er hafin á námskeiðið sem hefst þriðjudaginn
12. september kl. 17.30.
Upplýsingar og skráning í síma: 899-8669.
SUÐRÆN SVEIFLASUÐR N SVEIFLA
Suðræn sveifla er skemmtileg
líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri.
Námskeiðið byggist upp á mjúkri
upphitun, latin dönsum eins og
Cha Cha, Jive, Salsa og fl.,
kviðæfingum og góðri slökun.
Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á þriðjudögum og fim-
mtudögum kl. 17:30 í leikfimissal Hvassaleitisskóla. Einnig verður kennt
á miðvikudögum kl. 18:00 og laugardögum kl. 11:00 í Stúdíói Sóleyjar
Jóhannsdóttur, Mekka Spa. Kennarar eru Birgitta Sveinbjörnsdóttir
danskennari.og Ólöf Björk Björnsdóttir Skráning er hafin á bæði nám-
skeiðin sem hefjast þriðjudaginn 11.janúar og miðvikudaginn 12.janúar
Upplýsingar og s ing í síma: 899-8669.
Suðræn sveifla tileg
líkamsrækt fyrir konur á öllum
aldri. Námskeiðið byggist upp á
mjúkri upphitun, latin dönsum
eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl.,
kviðæfingum og nidra slökun.
Messías í Hörpu 2015
Dómkórinn getur bætt við söngfólki
í allar raddir, sér í lagi karlaröddum
Spennandi verkefni framundan:
Requiem eftir Maurice Duruflé og Gabriel Fauré, Jólatónleikar,
utanlandsferð í vor (kórakeppni) og margt fleira
Inntökupróf fara fram í Dómkirkjunni 4. og 5. september kl. 18 - 20
Skráning fer fram á netfanginu organisti@domkirkjan.is
Nánari upplýsingar hjá kórstjóra Kára Þormar í síma 891 6934
VIÐSKIPTI Bílaumboðið Hekla var
rekið með 280 milljóna króna hagn
aði í fyrra og var afkoman þá 339
milljónum lægri en árið á undan.
Tekjur fyrirtækisins jukust milli
ára úr 13,9 milljörðum í rétt tæpa
sextán milljarða. Rekstrargjöld
hækkuðu einnig, eða úr 11,3 millj
örðum í 13,4 milljarða. Rekstrar
hagnaður fyrir fjármagnsliði,
afskriftir og skatta (EBITDA) var í
fyrra 326 milljónir samanborið við
627 árið 2015.
Hekla er í eigu Riftúns ehf. og
Semler Group A/S. Það fyrrnefnda
er í eigu forstjórans Friðberts Frið
bertssonar en Volkswagen í Dan
mörku á Semler Group. – hg
Afkoma Heklu
helmingi lakari
DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli
Thom asar Møller Olsen lauk í gær
og er niðurstöðu um framtíð hans
að vænta innan fjögurra vikna.
Ákæruvaldið telur að átján ára fang
elsi sé hæfilegt verði hann fundinn
sekur.
Fyrstur til skýrslugjafar var þýski
réttarmeinafræðingurinn Sebastian
Kunz. Í vitnisburði sínum fór hann
meðal annars yfir niðurstöður krufn
ingar sinnar á líki brotaþola. Sökum
þess, og að verjandi Olsens hefði
boðað persónulegar spurningar um
heilsufar hinnar látnu, ákvað Krist
inn Halldórsson dómsformaður að
loka þinghaldi á meðan skýrslutaka
yfir Kunz fór fram.
Næst var hringt til Þýskalands,
að menn héldu. Dómtúlkur og vitni
ræddu saman en áttu í basli með að
skilja hvor annan enda talaði túlkur
inn þýsku en vitnið svaraði á dönsku.
„Þetta er vont mál því dönsku
kunnátta mín er ekki sú besta,“ sagði
dómtúlkurinn Magnús Diðrik Bald
ursson, sem einnig er skrifstofustjóri
Háskóla Íslands. Viðstaddir skelltu
síðan upp úr þegar vitnið svaraði á
íslensku. Var þar á ferðinni færeyski
skipverjinn Niels Heinesen en ekki
dr. Mario Darok líkt og menn héldu.
„Það gekk í sjálfu sér mjög vel að
tala við Thomas allt þar til hann
losnaði úr einangrun og fór í opna
gæslu. Þá varð ég var við nokkra par
anoju,“ sagði Sigurður Páll Pálsson
geðlæknir. Hann var dómkvaddur til
að meta geðheilsu hins ákærða. Var
það mat hans að Thomas væri sak
hæfur en haldinn persónuleikaveilu
sem hefði það í för með sér að hann
neitaði að horfast í augu við galla í
fari sínu.
Meðal annarra í vitnastúku í gær
má nefna Grím Grímsson, yfirmann
miðlægrar rannsóknardeildar LRH,
og barþjón á English Pub sem þekkti
vel til Nikolajs Olsen. Að skýrslu
tökum loknum hófst munnlegur
málflutningur.
„Algjör lágmarksrefsing, sé aðeins
horft til dómaframkvæmdar, er átján
ára fangelsi,“ sagði Kolbrún Bene
diktsdóttir aðstoðarhéraðssaksókn
ari í ræðu sinni. Vísaði hún til þess að
yrði hann sakfelldur fyrir manndráp
ið þýddi það sextán ára fangelsi. Þó
væru uppi atvik í málinu sem gætu
réttlætt þyngri refsingu. Þá bætti hún
við að þumalputtareglan fyrir kíló af
kannabisefnum væri mánaðarfang
elsi. Hér væru kílóin rúmlega 23 og
því væri unnt að smyrja tveimur
árum á dóminn.
Sagði hún að framburður Thom
asar hefði sífellt tekið breytingum. Á
rannsóknarstigi hefði hann ítrekað
aðlagað sögu sína þeim gögnum sem
honum voru kynnt. Fyrir dómi hefði
framburður hans síðan umturnast
án nokkurrar sýnilegrar ástæðu.
„Það er ekki hægt að byggja á fram
burði hjá dómi eða lögreglu. Hann er
einfaldlega ekki að segja satt,“ sagði
Kolbrún.
Thomas hefur ávallt haldið fram
sakleysi sínu í málinu. Verjandi hans,
Páll Rúnar M. Kristjánsson, telur að
vísa beri málinu frá eða sýkna hann
ella. Frávísunarkrafan er reist á þeim
grunni að svo margar gloppur séu í
málinu að í ákæruskjalinu sé ákæru
valdið að geta í eyðurnar. „Það er
nær ómögulegt að taka til varna gegn
ákæru sem er orðuð á þennan veg,“
sagði Páll.
Sýknukrafan er studd þeim rökum
að rannsókn málsins hafi verið svo
áfátt að uppi sé réttmætur vafi um
það hvort Thomas hafi ráðið Birnu
bana eður ei. Þá sé einnig vafi uppi
um hvort handtaka sérsveitarmanna
og Landhelgisgæslunnar um borð í
Polar Nanoq hafi brotið gegn haf
réttarsamningum.
„Að mati ákærða fólu aðgerðirnar
í sér brot gegn þjóðréttarlegum
skuldbindingum og Mannréttinda
sáttmála Evrópu. […] Engin skrifleg
heimild er um samþykki fánaríkisins
fyrir handtöku um borð í skipinu í
efnahagslögsögunni,“ sagði Páll. Það
væri síðan dómaranna að ákveða
hvaða áhrif þessi ólögmæta hand
taka ætti að hafa.
Dóms í málinu er að vænta innan
fjögurra vikna.
johannoli@frettabladid.is
Rannsókn og lögsaga
afstýri 18 ára fangelsi
Sækjandi telur átján ára fangelsi hæfilega refsingu handa Thomasi Møller Olsen.
Verjandi segir lögregluna ekki hafa kannað málið ofan í kjölinn og handtöku
hans ólögmæta. Niðurstaða dómara málsins er væntanleg innan fjögurra vikna.
Bogi reyndist vera Jón
Dómarar í málinu eru alls
þrír. Kristinn Halldórs-
son er dómsformaður
og er áhugavert að
fylgjast með svip-
brigðum hans á meðan
spurningar standa yfir.
Hefur hann átt það til
að vera kíminn á svip yfir
nokkrum spurningum og svörum.
Við hlið hans sitja Ástríður
Grímsdóttir og Jón Höskulds-
son. Leið mistök höfðu það í för
með sér að í umfjöllunum var Jón
ítrekað kallaður Bogi Hjálmtýsson
en Bogi kom að málinu á
fyrri stigum. Jón hafði
setið þögull öll réttar-
höldin en mælti í fyrsta
sinni í gær.
„Það er Jón Höskulds-
son dómari sem spyr,“
sagði Jón áður en hann
spurði Sigurð Pál Pálsson
hvort sálfræðipróf, sem hann
óskaði eftir, hefði verið nauðsyn-
legur þáttur í mati hans. Vaknaði
þá fjölmiðlafólk upp við vondan
draum enda hét Jón ekki Bogi.
Beðist er afsökunar á rangnefni.
Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu, og Kolbrún Benediktsdóttir ræða saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
RÉTTAÐ YFIR THOMASI OLSEN
Þegar hann lendir í
að þurfa að segja já
við einhverju sem hann vill
ekki kannast við, þá man
hann ekki. […]
Hann er
óeðlilega
eðlilegur.
Sigurður Páll Páls-
son geðlæknir
Hann hafði orð á
[slæmri meðferð]
við lögreglufulltrúa. Hann
kvartaði ekki beint yfir
meðferð heldur
hvernig var
talað við
hann.
Grímur Grímsson,
yfirmaður í rann-
sóknardeild LRH
KENÍA Uhuru Kenyatta, sitjandi for
seti Kenía og sigurvegari ný afstaðinna
en ógildra forsetakosninga, sagðist í
gær virða niðurstöðu hæstaréttar
landsins um að ógilda kosningarnar.
Hæstiréttur kvað upp þann dóm sinn
í gær að framkvæmd kosninganna
hefði ekki staðist stjórnarskrá.
Raila Odinga, sem laut í lægra
haldi fyrir Kenyatta í kosningunum
ógildu, sagði í gær að hann hefði
unnið kosningarnar og myndi
vinna þær næstu, sem haldnar verða
innan tveggja mánaða. „Það er ljóst
að raunverulegar niðurstöður kosn
inganna voru aldrei birtar almenn
ingi, einhver verður að axla ábyrgð,“
sagði Odinga. – þea
Forseti Kenía
virðir ógildingu
UMHVERFISMÁL Starfsemi kísilvers
United Silicon í Helguvík verður
stöðvuð á grundvelli laga um holl
ustuhætti og mengunarvarnir.
Umhverfisstofnun tilkynnti fyrir
tækinu þessa ákvörðun sína með
bréfi í gærkvöldi.
Kristín Linda Árnadóttir, for
stjóri Umhverfisstofnunar, segir
rekstraraðila verða að taka næstu
skref. Umhverfisstofnun hafi sett
fram ítarlegar kröfur um úrbætur.
„Það er ljóst að
r e k s t r a r a ð i l a r
þurfa skriflega
h e i m i l d f r á
s t o f n u n i n n i
að loknum
fullnægjandi
endurbótum
og ítarlegu
mati á
þeim til þess að mega hefja starf
semi að nýju,“ segir Kristín.
Umhverfisstofnun tilkynnti
áform sín um að stöðva starfsem
ina þann 23. ágúst síðastliðinn og
var rekstraraðila veittur frestur til
30. ágúst til að skila athugasemdum
við áformin og hann fékk síðan við
bótarfrest til 31. ágúst. Í bréfi sem
United Silicon sendi Umhverfis
stofnun segir að vegna skamms
tíma til andsvara hafi tímasett
úrbótaáætlun ekki verið endanlega
tilbúin. – þea
Skellt í lás hjá verksmiðju
United Silicon í Helguvík
2 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
5
-B
F
6
0
1
D
A
5
-B
E
2
4
1
D
A
5
-B
C
E
8
1
D
A
5
-B
B
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K