Fréttablaðið - 02.09.2017, Page 8

Fréttablaðið - 02.09.2017, Page 8
Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu. Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu og ágætan hagnað. Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun, heildverslun og verktöku. Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu. Fyrirtæki með mikla möguleika Kvennakórinn Kyrjurnar getur bætt við sig nýjum röddum! Látið drauminn rætast! Starfið hefst miðvikudaginn 13. september kl. 19:30 í Friðrikskapellu við Valsheimilið að Hlíðarenda. Lagaval er fjölbreytt og skemmtilegt. Söngferð erlendis framundan! Kórstjóri er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, söngkennari og söngkona. Upplýsingar veita Sigurbjörg gsm. 865 55 03 og Petra gsm. 897 53 23. StjórnSýSla Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra ætlar ekki að grípa fram fyrir hendurnar á Barna- verndarstofu vegna meðferðar- heimilisins Háholts. Héraðsfrétta- vefurinn Feykir greindi frá því að þjónustusamningur Barnaverndar- stofu við rekstraraðila heimilisins hafi runnið út um mánaðamótin en starfsemin lagðist af í lok júní. Vilji er fyrir því meðal sveitar- félagsins og fyrrverandi starfs- manna að halda rekstrinum áfram. Fyrrverandi forstöðumenn eru aftur á móti horfnir til annarra starfa. Steinunn Þóra Árnadóttir, þing- maður VG, hefur farið fram á fund í velferðarnefnd Alþingis vegna mál- efna Háholts og vill að á fundinn verði boðaður Þorsteinn Víglunds- son félagsmálaráðherra, fulltrúi Barnaverndarstofu og starfsmenn Háholts. „Það er Barnaverndarstofu að tryggja rekstur þeirra úrræða sem hún telur þörf á hverju sinni í tengslum við þennan mikilvæga málaflokk,“ segir Þorsteinn Víg- lundsson. Ráðherrann segir að afstaða Barnaverndarstofu í málinu hafi verið skýr og ráðuneytinu verið gerð grein fyrir því að sú starfsemi sem rekin væri í Háholti nýttist Barna- verndarstofu ekki sem skyldi og rétt- lætti ekki árlegan rekstrarkostnað heimilisins. „Þetta væri liður í ára- langri þróun þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á það af hálfu barna- verndaryfirvalda að veita þjónustu nær heimilum viðkomandi ein- staklinga,“ segir Þorsteinn. Stefnan sé að reyna að forðast vistunarúrræði í lengstu lög og í öðru lagi, ef vistunar er algjörlega þörf, séu þau nálægt heimili viðkomandi. „Ég hef hitt fulltrúa sveitarfélags- ins og hef sagt það alveg skýrt að málið væri hjá Barnaverndarstofu og rök Barnaverndarstofu fyrir lokun þess virðast vera skýr og greinargóð og ég hef ekki í hyggju að grípa inn í það ferli,“ segir Þor- steinn. Það sé ekki góð stjórnsýsla að ráðherra grípi inn í einstaka rekstrartengdar ákvarðanir Barna- verndarstofu eða annarra stofnana sem undir ráðuneytið heyra. Hins vegar muni hann ræða málið á fundi velferðarnefndar, verði þess óskað. Árið 2014 samdi þáverandi vel- ferðarráðherra, Eygló Harðardóttir, um áframhaldandi rekstur Háholts, þótt Barnaverndarstofa hefði þá þegar komist að þeirri niðurstöðu að úrræðið nýttist ekki. jonhakon@frettabladid.is Ráðherra ætlar ekki að stöðva lokun Háholts Félagsmálaráðherra ætlar að leyfa ákvörðun Barnaverndarstofu varðandi þjón- ustusamning við Háholt í Skagafirði að standa. Starfsmenn og sveitarstjórn vilja reka heimilið áfram. Þingmaður vill að fundað verði um málið í velferðarnefnd. Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði var opnað árið 1999 og var rekið með þjónustusamningi. Fréttablaðið/GVa Það er Barnavernd- arstofu að tryggja rekstur þeirra úrræða sem hún telur þörf á hverju sinni í tengslum við þennan mikilvæga málaflokk. Þorsteinn Víglundsson, velferðarráðherra StjórnSýSla „Um þennan gjörning veit ég ekkert,“ segir Haraldur Bene- diktsson, formaður fjárlaganefndar, um afhendingu fjármálaráðherra á íþróttamannvirkjum við Laugarvatn til sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, sem sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Nei, ég skrollaði bara yfir frétt- irnar í morgun og sá að hann var að undirrita einhvern gjörning við sveitarfélagið þarna,“ segir Haraldur. Samkvæmt 40. gr. stjórnarskrár- innar verður eignum ríkisins ekki ráðstafað nema með lagaheimild. Aðspurður segist Haraldur ekki muna hvort heimild til ráðstöfunar þessara eigna hafi verið veitt í fjárlögum, en segir ekki óþekkt að slík heimild sé veitt eftir á og þá í fjáraukalögum. „Það er langur vegur frá því að það sé hefðbundið að sækja svona heimild í fjáraukalögum, ég er ekki einu sinni viss um að það standist,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi VG í fjárlaga- nefnd Alþingis. Í 5. gr. fjárlaga fyrir 2017 er fjár- mála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að „selja eignarhlut ríkisins í fasteignum framhalds- og sérskóla sem ekki eru lengur not- aðar sem slíkar, og þykja ekki henta Vissi ekki af gjafagjörningi Benedikts benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra gaf bláskógabyggð íþróttamannvirki við laugarvatn sem voru í eigu ríkisins. Fréttablaðið/Páll MaGnúS SkúlaSon til skólahalds, og verja andvirðinu til endurbóta á skólahúsnæði í eigu ríkisins“. „Þetta er með fyrirvara um sam- þykki Alþingis og verður væntanlega borið upp í fjáraukalögum í haust,“ segir Benedikt Jóhannesson fjár- málaráðherra. Ráðherra segir ekki óalgengt að samþykkis Alþingis sé aflað eftir á í svona tilvikum. „Reglan er að svona heimildir eru settar inn með fjár- lögum og eru þá með í fjárlögum oft árum saman,“ segir Benedikt og bætir við: „Bara svona heimild sem einhverjum dettur í hug að setja inn, ef ske kynni.“ Ráðherra segir að þó málið hafi ekki verið rætt formlega við fjár- laganefnd hafi nokkrir nefndarmenn vitað af málinu, enda hafi það tví- vegis verið kynnt í ríkisstjórn. Um verðmat eignanna segir ráð- herra erfitt að segja. Þá sé viðhalds- þörf orðin mikil á þessum húsum og samningurinn því í raun mjög hag- stæður fyrir báða aðila. – aá Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Haraldur benediktsson, formaður fjár- laganefndar. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ BÓKA Á NETINU • BORGARLEIKHUS.IS ÁSKRIFTARKORT BORGARLEIKHÚSSINS 2 . S e p t e m b e r 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -D 3 2 0 1 D A 5 -D 1 E 4 1 D A 5 -D 0 A 8 1 D A 5 -C F 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.