Fréttablaðið - 02.09.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 02.09.2017, Síða 10
Viðtal Brátt hefst vinna við krabba­ meinsáætlun sem birt var tillaga að í sumar. Óttarr Proppé heilbrigðis­ ráðherra segist taka inn í vinnu við áætlunina beinskeytta gagnrýni sjúklinga á kerfið, til að mynda Láru Jóhönnudóttur sem greindi í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í sumar frá háum, duldum kostnaði við meðferð, brýnni þörf á stuðningi og ráðgjöf og því að þjónustan sé samfelld og samræmd. Taka mið af reynslu veikra „Kostnaður sjúklinga hefur verið eitt af meginverkefnum heilbrigðis­ kerfisins undanfarið. Það er eitt stærsta verkefni okkar á þessu ári að innleiða nýtt greiðsluþátttöku­ kerfi sem tók gildi í maí og hefur mjög mikil áhrif á greiðsluþátttöku þeirra sjúklinga sem eiga við erfiða og langvinna sjúkdóma að etja. Þegar það var verið að undirbúa þá kerfisbreytingu, sem var gert þver­ pólitískt með þátttöku allra á þingi, var verið að horfa sérstaklega á reynslu krabbameinssjúklinga og þeirra sem þurftu að borga háar upphæðir. Nýja greiðsluþátttökukerfið gengur ekki síst út á að koma í veg fyrir þetta. Þetta er auðvitað stór kerfisbreyting og þessa fyrstu mánuði erum við ánægð með hvað kerfið virðist virka vel. En það þarf að fylgjast vel með því hvernig það reynist,“ segir Óttarr. Skref í áttina „Grunnhugsunin var að taka sér­ staklega á mesta óréttlætinu í kerf­ inu, sem var gríðarlega há kostn­ aðarþátttaka þeirra sem áttu við rammastan reip að draga fyrir. Það er mikilvægt að það komi fram að þetta er bara skref í áttina að því að lækka kostnaðarþátttöku almenn­ ings almennt í heilbrigðiskerfinu. Það er gert ráð fyrir fjármunum til þess í fjármálaáætlun sem var sam­ þykkt í vor og er til fimm ára. Það er reyndar ekki búið að útfæra hvernig við nýtum þá fjármuni. Við viljum sjá hver reynslan verður af kerfis­ breytingunni áður.“ Vill sjúklinga í bílstjórasætið Lára nefndi þörfina á ráðgjöf í gegn­ um heilbrigðiskerfið og stakk upp á sérstökum krabbameinsráðgjöfum. „Það er talsverð ráðgjöf í boði fyrir sjúklinga. Það starfa tugir félagsráðgjafa á Landspítalanum við að hjálpa fólki við svona lagað. En heilbrigðiskerfið er í eðli sínu flókið og flókna meðferð getur verið erfitt að skilja. Það er verk­ efni sem við tökum mjög alvarlega að halda áfram að gera aðgengi að upplýsingum betra. Að sumu leyti lýðræðisvæða og setja sjúklinginn í bílstjórasætið.“ En var það ekki það sem Lára kvartaði yfir, það væri nóg af upplýs- ingum fyrir sjúklinga að taka á móti. Þeir fengju þær í fangið og villtust svo í kerfinu? „Jú en það skiptir líka máli að sjúklingurinn hafi upplýsingar. Viti að hverju hann á að leita og hafi eitthvað um það að segja hvað er verið að bjóða honum. Ég er ekki að varpa ábyrgðinni á meðferðinni á sjúklinga.“ En það er þó það, að púsla þessu öllu saman og sækja þjónustuna, sem reynist sjúklingum erfitt? „Já, það þarf að einfalda og ég tek undir að það þurfi að vera meiri ráðgjöf. Ég vil líka taka það fram að það er ekki eins og við séum að byrja á byrjunarpunkti. Það er full ástæða til að bæta úr þessu.“ Meiri stuðningur Lára nefndi einnig mikilvægt atriði sem er að þeir sem veikist af krabba- meini fái ekki tíma til að ná fullum bata. Um leið og dýrri meðferð ljúki neyðist þeir aftur á vinnumarkað. Það gæti jafnvel aukið líkur á að fólk veikist hreinlega aftur. Hún stakk upp á bataorlofi, kemur það til greina? „Ég styð hugmyndir um að útfæra bættan stuðning til þeirra, sem veikjast af langvinnum og erf­ iðum sjúkdómum, eftir meðferð og styrkja endurhæfingu,“ segir Óttarr. Húsnæðið verður bætt Geðheilbrigðismál hafa verið í deiglunni undanfarið. Mikil áhersla hefur verið á forvarnir og aukna sálfræðiþjónustu. En hvað með þá slæmu stöðu sem hefur orðið ljós á geðdeildum Landspítalans, er í for- gangi að bæta hana? „Það má segja að það sé margt í forgangi. Það er meðal annars verið að vinna í því að styrkja húsnæði geðsviðs. Deildir hafa setið eftir þegar kemur að hús­ næðinu, það skiptir miklu máli. Það þarf að styrkja þessa þjónustu.“ En þarf ekki fleira starfsfólk á geðsviðið? Er það ekki ljóst? „Sem ráðherra er ég ekki að skipuleggja mönnun á deildum. En við vinnum þétt með stjórnendum spítalans að því að styrkja geðsviðið.“ Afar hörð gagnrýni hefur verið frá sjúklingum á skertan opnunar- tíma. Hins vegar hefur opnunar- tíminn verið varinn af stjórnendum spítalans. Hvað finnst þér um það? „Stjórnendur spítalans skipuleggja hans starf. Það verður hins vegar að vera skýrt hvert fólk í vanda geti leitað. Þetta er eitt af mörgu sem við höfum verið að ræða við stjórn­ Vill setja sjúklinginn í bílstjórasætið Heilbrigðisráðherra vill bættan stuðning við sjúklinga í krabbameinsmeðferð. Veita þeim betri upplýsingar og ráðgjöf. Einnig sé brýn þörf á að bæta þjónustu við geðsjúka. Hann vill sérstaklega huga að aldurshópnum átján til þrjátíu ára sem standi höllum fæti. Óttarr segir nýtt greiðsluþátttökukerfi aðeins skref í áttina að því að lækka kostnað veikra. FréTTablaðið/Ernir Lára Guðrún Jóhönnudóttir ræddi um þjónustu við krabbameins- veika í viðtali í helgarblaði Frétta- blaðsins í júlí. Hún greindi í skýru máli frá því hvernig sjúklingar beri háan og dulinn kostnað og þurfi að ganga á milli stofnana og glíma við skrifræðið. Lára stakk upp á því að hver og einn krabba- meinsveikur fengi ráðgjafa frá upphafi sem aðstoðaði við meðferðina, greiddi veginn. „Fólk er í lélegri samnings- stöðu þegar það er með krabbamein. Það er veikt og hefur ekki þrek til að miðla þekkingu sinni um kerfið og þarfir til breytinga og bóta. Það er enginn sem kemur og er með uppskrift að krabbameinsferli, þetta er einnig svo einstaklings- bundinn sjúkdómur. Það eru auð- vitað starfandi félagsráðgjafar en þeirra starfssvið er takmarkað.“ Þá rökstuddi hún nauðsyn þess að krabbameinsveikum stæði til boða orlof eftir meðferð. „Eftir meðferð ætti að taka við orlof, sem mætti líkja við fæðingarorlof. Því þú ert að byggja þig upp aftur til þess að funkera fyrir þig og fólkið þitt. Orlof þar sem þú safnar kröftum að læknisráði. Þess í stað er fólk í fjár- hagskröggum og í stöðugri baráttu við kerfið,“ benti Lára á. Þreklaust fólk á milli stofnana Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, ræddi um upplifun sína af geðdeild í helgarblaði Frétta- blaðsins í mars. Þar ræddi hann opinskátt um sjálfsvíg og aðgerðaleysi yfirvalda í mála- flokknum. „Að meðaltali fyrirfer sér allt að einn Íslendingur á viku og ákveðinn hluti þeirra lífa verður að skrifast á áralangt aðgerðaleysi yfirvalda í geðheil- brigðismálum – ég get ekki og vil ekki hafa fleiri slík mannslíf á samviskunni,“ sagði Gunnar Hrafn og spurði hvað ætti að bíða lengi eftir aðgerð- um. „Hvað eigum við að segja við aðstandendur þeirra sem deyja í millitíðinni? Að við höfum haft of mikið að gera í pólitísku rifrildi á Alþingi til að huga að geðheilsu og lífi fólks í landinu?“ spurði Gunnar Hrafn og krafðist þess fyrir hönd geðsjúkra að þingmenn og ráðherra bættu ráð sitt hvað þennan málaflokk varðar. „Þangað til er skömmin okkar þingmanna og við eigum hana skilið.“ Skömmin er þingmanna lára Guðrún Jóhönnu- dóttir Gunnar Hrafn Jónsson Úr drögum að krabbameinsáætlun: Einstaklingum með krabbamein og aðstand­ endum þeirra skal boðinn aðgangur að lokaðri, gagn­ virkri vefsíðu sem tengist sjúkraskrá sjúklings þar sem fram fer einstaklingsmiðuð upplýsingaveita, stuðningur og ráðgjöf. endur spítalans, hvernig megi þróa það til betri vegar,“ segir Óttarr og segir unnið í takt við geðheilbrigðis­ áætlunina. „Við höfum gengið lengra en áætlunin segir til um, sérstaklega í grunnþjónustu í heilsugæslunni og sér í lagi gagnvart börnum og ung­ mennum. En við höldum áfram af krafti og þá hugsum við líka um þá sem eldri eru, aldurshópinn átján til þrjátíu ára, sem er ljóst að er líka viðkvæmur. Það höfum við séð hér alveg eins og í nágrannalöndunum. Það þarf að huga að þjónustu fyrir þennan hóp, það gerum við í gegn­ um heilsugæsluna en þurfum líka að styrkja starf inni í skólunum en líka félaga­ og sjúklingasamtökum,“ segir Óttarr og nefnir Hugarafl, Bata­ skólann og Geðhjálp sem dæmi. landspítalinn leiði Og enn um umdeild viðfangsefni í heilbrigðiskerfinu. Hvaða skoðun hefur þú á nýtingu erfðaupplýsinga í einstaklingsmiðuðum forvörnum, til dæmis þegar BRCA er annars vegar? „Þetta eru áhugaverðir tímar og miklar byltingar að verða í heil­ brigðistækni. Þær munu áfram vekja siðferðisspurningar um það hversu langt eigi að ganga. Að hve miklu marki í raun og veru tæknin eigi að stýra meðferð einstaklinga. Það er mjög mikilvægt að við nýtum og njótum þeirrar tækni sem er í boði.“ Finnst þér að einkaaðilar á borð við Klíníkina eigi að verða leiðandi í fyrirbyggjandi lækningum, til dæmis með BRCA? „Nei, Landspítali háskólasjúkrahús á að vera leiðandi þegar kemur að flóknum aðgerðum og meðferð. Að einhverju leyti eru einkaaðilar að þjónusta fólk og það er líka mikilvægur hluti íslensks heilbrigðiskerfis og á að vera það áfram.“ En frá málefnum ráðuneytisins að hræringum í pólitík. Það hefur verið umrót í flokknum og deilt um afstöðu þingmanna til þingsins og fleira. Hvernig er andinn í flokknum? „Ég er nú ánægður með stemninguna í Bjartri framtíð. Ég upplifi það auð­ vitað að við erum ungur flokkur og það eru skin og skúrir allra handa í pólitíkinni. Við vorum í fyrsta skipti í haust í þeirri aðstöðu að vera í við­ ræðum og aðstöðu til að taka þátt í ríkisstjórn. Að hafa áhrif í stjórn­ málum á borði en ekki bara í orði. Það er ákveðin tilhneiging í pólitík til að orðræðan stjórni. Það getur verið dálítið auðvelt að teikna upp stefnuna þegar maður fer ekki með ábyrgðina.“ Þjónustustarf „Nú þegar við erum í annarri stöðu er mikilvægt og gott að við höldum áfram að þróa það hvernig við vinnum og viljum vinna í stjórn­ málum. Við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að breyta og bæta stjórn­ málamenninguna. Þegar við stofn­ uðum Bjarta framtíð þá gerðum við það út frá þeirri heimspeki að stjórnmál séu þjónustustarf. Starf í stjórnmálum sé í þágu almenn­ ings. Stjórnmálamenn séu fulltrúar almennings í landinu og eigi að starfa eftir því. Ég hef það að við­ miði,“ segir Óttarr. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Það er verkefni sem við tökum mjög alvarlega að halda áfram að gera aðgengi að upplýsingum betra. Að sumu leyti lýð­ ræðis væða og setja sjúkling­ inn í bílstjórasætið Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -C E 3 0 1 D A 5 -C C F 4 1 D A 5 -C B B 8 1 D A 5 -C A 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.