Fréttablaðið - 02.09.2017, Side 81
Mohamed Salah skoraði og lagði upp mark í stórsigri Liverpool á Arsenal um síðustu helgi.
Álvaro Morata
24 Ára
FraMherji
Landsleikir fyrir Spán: 21
Mörk fyrir Spán: 9
Keyptur á 58,5 milljónir punda frá
Real Madrid
Það er ekkert smá verkefni sem
bíður Álvaros Morata hjá Chelsea;
að fylla skarð félaga síns í spænska
landsliðinu, Diegos Costa.
Chelsea hefur tvisvar sinnum
orðið Englandsmeistari á síðustu
þremur árum. Hinn geðstirði
Costa átti risastóran þátt í báðum
titlunum. Hann skoraði 20 mörk
bæði tímabilin sem Chelsea varð
meistari og hefur alls skorað 52
mörk í 89 leikjum í ensku úrvals-
deildinni sem er frábær árangur.
Costa gerir líka meira en að skora;
hann er duglegur, bindur varnir
andstæðinganna í fjötra og býr til
pláss fyrir aðra leikmenn.
Morata er allt öðruvísi framherji
en Costa. Það er ekki sami djöful-
gangur í honum og hann hefur
ekki sömu áhrif á leikinn. En hann
getur skorað. Á síðasta tímabili
skoraði Morata t.a.m. 15 mörk fyrir
Real Madrid í spænsku úrvals-
deildinni þrátt fyrir að vera aðeins
14 sinnum í byrjunarliðinu.
Þrátt fyrir farsælan feril hefur
hinn 24 ára Morata aldrei verið
framherji númer eitt hjá sínum
félagsliðum, fyrr en núna. Og
miðað við fyrstu leikina með
Chelsea virðist Morata finna sig vel
í því hlutverki. Þegar þrjár umferðir
eru búnar af ensku úrvalsdeildinni
hefur Morata skorað tvö mörk og
lagt upp önnur tvö.
Chelsea vann Englandsmeistara-
titilinn á sannfærandi hátt í fyrra.
Og ef Morata heldur áfram að spila
eins og hann hefur gert í upphafi
tímabils á Lundúnaliðið góða
möguleika á að endurtaka leikinn.
Þarf að fylla í skarð hins geðstirða Costa
Álvaro Morata hefur byrjað af krafti í búningi Englandsmeistara Chelsea.
jordan Pickford
23 Ára
Markvörður
Enginn landsleikur fyrir England
Keyptur á 25,7 milljónir punda frá
Sunderland
Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað
eitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni
með fallliði Sunderland ákvað
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri
Everton, að gera Jordan Pickford að
dýrasta markverði Bretlandseyja í
sumar.
Pickford þurfti að bíða lengi eftir
tækifærinu hjá Sunderland. Hann
var lánaður til sex liða í neðri deild-
unum á árunum 2012-16 og byrjaði
síðasta tímabil sem varamark-
vörður fyrir Vito Mannone. Ítalinn
meiddist hins vegar illa í upphafi
tímabils, Pickford fékk tækifærið og
greip það með báðum höndum.
Honum tókst ekki að koma í
veg fyrir að Sunderland félli en
frammistaða hans vakti athygli
stærri félaga og hann var tilnefndur
sem besti ungi leikmaður síðasta
tímabils. Þá var hann valinn í enska
A-landsliðið. Pickford, sem á fjölda
leikja fyrir yngri landslið Englands,
á hins vegar enn eftir að leika sinn
fyrsta A-landsleik.
Bláa liðið frá Liverpool var í
vandræðum með markvörsluna á
síðasta tímabili. Maarten Stekelen-
burg og Joel Robles skiptu mark-
varðarstöðunni á milli sín en
hvorugur þeirra var nógu sannfær-
andi. Það var því ljóst að Koeman
þyrfti að finna nýjan mann á milli
stanganna.
Pickford er mjög sjálfsöruggur
og hugrakkur að koma út í teiginn
og hirða fyrirgjafir. Hann er líka
með frábærar spyrnur og fljótur að
koma boltanum í leik.
Pickford býr ekki yfir mikilli
reynslu og svo þarf hann að venjast
nýjum veruleika hjá Everton þar
sem hann verður ekki í hlutverki
skotskífu eins og hjá Sunderland.
En hann hefur hæfileikana og sjálfs-
traustið til að komast í fremstu röð.
Framtíðarmaður milli stanganna hjá everton
Mohamed Salah
25 Ára
hægri kantMaður
Landsleikir fyrir Egyptaland: 53
Mörk fyrir Egyptaland: 29
Keyptur á 37,8 milljónir punda frá
Roma
Þetta er í annað sinn sem lið í ensku
úrvalsdeildinni kaupir Mohamed
Salah. Hann vonast til að dvölin
hjá Liverpool verði ánægjulegri en
tíminn sem hann átti hjá Chelsea
Salah fékk fá tækifæri hjá José
Mourinho, knattspyrnustjóra
Chelsea á þessum tíma, og lék
aðeins 19 leiki og skoraði tvö mörk
fyrir Lundúnaliðið.
Egyptinn var lánaður til Fior-
entina seinni hluta tímabilsins
2014-15 og fór svo til Roma eftir
það. Þar blómstraði Salah. Hann
var góður tímabilið 2015-16 og
enn betri tímabilið þar á eftir
þegar hann skoraði 15 mörk og gaf
11 stoðsendingar í 31 leik í ítölsku
úrvalsdeildinni.
Salah er eldfljótur, leikinn og
afskaplega hættulegur í skyndi-
sóknum. Það eru eiginleikar sem
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, kann að meta.
Salah hefur farið mjög vel af stað
með Liverpool. Hann skoraði í 3-3
jafnteflinu við Watford og í 4-2
sigrinum á Hoffenheim í umspili
um sæti í riðlakeppni Meistara-
deildar Evrópu. Egyptinn var svo
óstöðvandi þegar Liverpool rúllaði
yfir Arsenal, 4-0, um síðustu helgi.
Salah skoraði og lagði upp mark
og var síógnandi á hægri kant-
inum. Stuðningsmenn Liverpool
vona að frammistaðan í þeim leik
sé fyrirboði um það sem koma
skal í vetur.
hentar fullkomlega fyrir leikstíl Liverpool
Pickford varði
næstflest skot allra
markvarða í ensku
úrvalsdeildinni í fyrra.
Morata hefur spilað
þrjá úrslitaleiki í
Meistaradeild Evrópu.
Salah lagði upp
næstflest mörk í
ítölsku úrvalsdeildinni á
síðasta tímabili.
Miklar vonir eru bundnar við Jordan Pickford hjá Everton.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxKYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 . S E p t E m b E R 2 0 1 7 ENSKI BoLtINN
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
1
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
6
-2
2
2
0
1
D
A
6
-2
0
E
4
1
D
A
6
-1
F
A
8
1
D
A
6
-1
E
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K