Fréttablaðið - 02.09.2017, Qupperneq 84
10 KYNNINGARBLAÐ 2 . s e p t e m B e R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U ReNsKI BoLtINN
Barátta José Mourinho og Pep Guardiola um Manchester-borg síðasta vetur stóð ekki
undir væntingum.
Það var afskaplega grunnt á því
góða milli Mourinho og Guardiola
þegar þeir stýrðu erkifjendunum
Real Madrid og Barcelona á Spáni.
Mourinho var ráðinn til Madrídar-
liðsins til að fella Guardiola og
Börsungana af stalli sínum. Mour-
inho beitti öllum brögðum til þess
og náði á endanum markmiði
sínu. Real Madrid varð spænskur
meistari vorið 2012 og Guardiola
hætti hjá Barcelona. Ári seinna fór
Mourinho sömu leið.
Leiðir þeirra lágu aftur saman
í fyrra þegar þeir voru ráðnir
knattspyrnustjórar Manchester-
liðanna, United og City. Fyrir fram
var búist við því að þau myndu
berjast um Englandsmeistara-
titilinn. En svo fór ekki. Liðin
ollu bæði vonbrigðum í ensku
úrvalsdeildinni og Mourinho og
Guardiola voru stilltir og létu vera
að bauna hvor á annan.
Bæði lið byrjuðu vel í fyrra og
þá sérstaklega City sem vermdi
toppsætið framan af tímabili. En
svo kom Chelsea á fullu stími, hirti
toppsætið í 12. umferð og lét það
ekki af hendi það sem eftir lifði
tímabils. City endaði að lokum í
3. sæti, 15 stigum á eftir Chelsea.
United hafnaði í 6. sæti deildar-
innar, heilum 25 stigum á eftir
Antonio Conte og hans mönnum.
United vann hins vegar enska
deildabikarinn og Evrópudeildina
sem hleypti liðinu bakdyramegin
inn í Meistaradeild Evrópu.
City spilaði á köflum frábæran
fótbolta í fyrra en varnarleikurinn
og sérstaklega markvarslan varð
liðinu að falli. Guardiola lánaði
Joe Hart til Ítalíu og fékk Claudio
Bravo í markið. Sílemaðurinn átti
góð ár hjá Barcelona en var eins og
fiskur á þurru landi í ensku úrvals-
deildinni. Á tímabili virtist það
vera nóg fyrir andstæðinga City
að hitta markið til að skora því
það lak allt inn. Guardiola fór því
í markvarðaleit og fann Brasilíu-
manninn Ederson sem hann gerði
að dýrasta markverði sögunnar.
eitthvað verður undan
að láta í manchester
José Mourinho og Pep Guardiola mæta aftur til leiks með Manchester-liðin, United og City, í vetur.
Þau stóðu ekki undir væntingum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en í ár er allt lagt undir í baráttunni.
Það fór vel á með þeim pep Guardiola og José mourinho á síðasta tímabili og þeir létu vera að skjóta á hvor annan. NoRdIcphotos/GettY
Sumarkaup
Man. City
Komnir
Benjamin mendy
51,8 milljónir punda
Kyle Walker
45,9 milljónir punda
Bernardo silva
45 milljónir punda
ederson
36 milljónir punda
danilo
27 milljónir punda
samtals:
205,7 milljónir punda
Sumarkaup
Man. Utd
Komnir
Romelu Lukaku
76,2 milljónir punda
Nemanja matic
40,2 milljónir punda
Victor Lindelöf
31,5 milljónir punda
Zlatan Ibrahimovic
frítt
samtals:
147,9 milljónir punda
Guardiola skipti einnig alveg
um bakverði. Pablo Zabaleta,
Bacary Sagna, Gaël Clichy og
Aleksandar Kolarov, sem eru allir
komnir yfir þrítugt, voru látnir
fara. Í staðinn keypti Spánverjinn
Benjamin Mendy, Kyle Walker
og Danilo á samtals tæplega 125
milljónir punda. Auk þess keypti
City Portúgalann Bernardo Silva
frá Monaco.
Vandamál United á síðasta
tímabili voru af allt öðrum toga.
Liðið skoraði bara 54 mörk í
ensku úrvalsdeildinni, aðeins
fjórum mörkum meira en Crystal
Palace sem endaði í 14. sæti, og
gekk bölvanlega að klára leiki.
Strákarnir hans Mourinho töp-
uðu aðeins fimm leikjum á síðasta
tímabili en gerðu 15 jafntefli, þar
af 10 á Old Trafford.
Til að ráða bót á þessu sótti
Mourinho Romelu Lukaku til
Everton. Hann hefur stundum
verið gagnrýndur fyrir að skora
aðallega gegn lakari liðum en
það er nákvæmlega það sem
United þarf; mörk til að klára leiki
gegn minni liðum. Mourinho
endurnýjaði einnig kynnin við
Nemanja Matic sem hefur byrjað
frábærlega í rauða búningnum
og gert Paul Pogba kleift að
blómstra. Þá keypti United
sænska miðvörðinn Victor Linde-
löf frá Benfica og samdi aftur við
landa hans, Zlatan Ibrahimovic.
Líkt og fyrir síðasta tímabil
búast flestir við því að Man-
chester-liðin berjist um Eng-
landsmeistaratitilinn í vetur. Það
virðist þó vera meiri innistæða
fyrir þeim spám í ár. Bæði lið eru
betur skipuð og betur samansett
en í fyrra.
Svo er það staðreynd að bæði
Mourinho og Guardiola verða
alltaf landsmeistarar á öðru tíma-
bili með sín lið. Það verður því
eitthvað undan að láta í Man-
chester í vetur.
ENSKI
BOLTINN
ER HAFINN!
*m
ið
að
v
ið
12
m
án
að
a
bi
nd
in
gu
Tryggðu þér
áskrift á aðeins
399 kr. á dag*
11.990 kr. á mán.
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
A
6
-0
9
7
0
1
D
A
6
-0
8
3
4
1
D
A
6
-0
6
F
8
1
D
A
6
-0
5
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K