Fréttablaðið - 02.09.2017, Síða 88

Fréttablaðið - 02.09.2017, Síða 88
Nú þegar fótbolta­heimurinn virðist gjörsamlega farinn á hliðina er gott að vita til þess að enn leynast örlítil ævin­ týri. Huddersfield er eitt af þessum ævintýrum en 12 árum eftir að félag­ ið var við það að lognast út af er það ofar en Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Vissulega eru bara þrír leikir búnir en félagið fór upp í úrvalsdeildina með neikvæða marka­ tölu, vann báða umspilsleikina í víta­ spyrnukeppni þar sem liðið skoraði ekki mark í venjulegum leiktíma. Því var eðlilega spáð að liðið myndi eiga langan vetur fyrir höndum. Enginn bjóst við að Huddersfield gæti komist upp um deild í fyrra, en þetta er í fyrsta sinn sem liðið er í efstu deild síðan 1972. „Það sem gerðist hér á Wembley er ótrúlegt, þetta er sannkallað ævintýri sem fékk góðan endi,“ sagði stjórinn, David Wagner, eftir vítaspyrnu­ keppnina gegn Reading eftir að liðið tryggði sér sæti í skemmtilegustu deild í heimi. Wagner þessi er einn besti vinur Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, og var svaramaður í brúðkaupinu hans. Hann þreytti frumraun sína í þýsku deildinni árið 1990 fyrir Eintracht Frankfurt en það var eini leikur hans með liðinu. Hann flakkaði svo um og endaði ferilinn árið 2005. Hann lék átta landsleiki fyrir Bandaríkin en náði ekki að pota inn marki. Faðir hans er Bandaríkjamaður og móðir hans Þjóðverji. „Ég hef þekkt Jürgen lengur en konuna mína,“ sagði Wagner í viðtali við Guardian fyrir tveimur árum. „Við hittumst hjá Mainz og ég tók stöðuna hans þannig hann þurfti að fara í vörnina. Það var auð­ veldara fyrir hann,“ sagði kappinn og hló. Þegar rætt er um Klopp við Wagner eða um Wagner við Klopp er yfirleitt stutt í húmorinn. Þeir eru oft bornir saman enda með líkan stíl og ekki bara að þeir séu með der­ húfu, gleraugu og hafi mikla ástríðu fyrir sínum leikmönn­ um. Liðin þeirra hafa svipaðan leik­ stíl enda er Wagner trúr þungarokks­ stílnum sem Klopp kynnti. En á meðan Klopp var nánast orðinn þjálfari áður en hann hætti að spila var þjálfaraferill Wagners lengur að komast á flug. Eftir að hann hætti að spila ákvað hann að taka sér frí frá fótbolta og læra íþróttavísindi við háskólann í Darmstadt. Klopp hvatti hann þó til dáða og svo fór að þeir hittust á ný eftir að Klopp hafði ráðið Wagner til að taka við varaliði Dortmund. Þar var hann fljótur að sýna hvers hann var megnugur. Það gerði honum þó lífið leitt að Klopp tók alltaf bestu leik­ menn hans upp í aðalliðið og eftir mikinn meiðslavetur og fall hætti Wagner í nóv­ ember 2015. Flestir héldu að hann myndi setjast við hlið góðvinar síns á Anfield en svo var ekki. Hann tók við Huddersfield nokkr­ um dögum síðar af Chris Powell og erfði lið sem sat í 18. sæti. Þrátt fyrir nokkra ágæta leiki og fínustu tilþrif þá endaði liðið í 19. sæti. Wagner fór að taka til og sótti nokkra þýs k a l e i k m e n n . Christo pher Schindl­ er, Michael Hefele og Chris Lowe komu og mynduðu varnarlínuna ásamt vonarstjörnunni Tommy Smith. Wagner vantaði líka mark­ mann og sótti hann til Klopps því að Danny Ward var á milli stang­ anna. Miðjan var einn­ ig endurnýjuð. Aaron Mooy kom að láni frá Manchester City, Elias Kachunga kom frá Þýskalandi og Izzy Brown kom að láni frá Chelsea. Wagner fór með liðið fyrir tímabilið til Svíþjóðar þar sem það dvaldi í einhvers konar eyðibyggð fjarri tækni og tólum. Þar var jafnvel ekki rafmagn. Huddersfield vann átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gaf tón­ inn fyrir komandi baráttu. Þeir héldu ekki alveg út til loka, en komust í umspilið þar sem þeir skoruðu ekki mark, unnu báðar viðureignirnar í vítaspyrnukeppni og komust upp í úrvalsdeildina, ótrúlegt en satt. Þeir byrjuðu tímabilið af miklum krafti og sendu skýr skilaboð strax í fyrsta leik með því að vinna Cryst­ al Palace 0:3 á útivelli. Næst var það Newcastle, svo Rotherham í bikarnum áður en þeir gerðu jafn­ tefli 0:0 við Southampton. Sjö stig eftir þrjá leiki er draumi líkast. Liðið gæti líka haldið áfram að gera góða hluti því leikirnir í septem­ ber eru gegn West Ham, Leicester og Burnley áður en liðið fær Tot­ tenham í heimsókn. Það skal þó tekið fram að Huddersfield hefur ekki náð að halda út undir stjórn Wagner. Í fyrra tapaði liðið sex af síðustu 10 deildarleikjum. Það mun ekki ganga í ensku úrvalsdeildinni. „Við erum ekki komnir hingað bara til að segja halló,“ sagði Wagner fyrir tímabilið. Hann er með stuðnings­ menn á sínu bandi en hann hefur passað að leikmenn þakki fyrir sig eftir leiki. Hann vann stuðnings­ menn á sitt band með því að taka smá slagmsál við Garry Monk, stjóra Leeds en þeir eru erkifjendur félags­ ins og stuttur þráðurinn þar á milli. Haldi Huddersfield sér í ensku úrvalsdeildinni eru miklar líkur á því að stærri lið horfi til Wagner. Hann neitaði Wolfsburg í desember en hvað gerist í maí, ef liðið er í öruggu sæti, er ómögulegt að segja. Stærri lið hafa oft tekið kraftaverkamönnum opnum örmum. Öskubuskuævintýri Huddersfield Nýliðar Huddersfield eru enn taplausir eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tveimur stigum frá toppliði Manchester United. Fréttablaðið/Getty Dean Hoyle, stjórnarformaður Huddersfield, og knattspyrnustjórinn David Wagner fagna úrvalsdeildarsætinu síðastliðið vor. Fréttablaðið/Getty Aðeins eru 12 ár síðan Huddersfield var sett í greiðslustöðvun, eina leiðin virtist niður á við. En nú eru allir kátir í borginni enda komnir í ensku úrvalsdeildina og virðast ekki vera neitt fallbyssufóður. David Wagner, Þjálfari Hudders- field Town Fæddur: 19. október 1971 Hæð: 1,83 m Spilaði sem framherji leikmannaferill Ár, Lið, Leikir, Mörk 1990–1991 Eintracht Frankfurt 1 (0) 1991–1995 Mainz 05 94 (19) 1995–1997 Schalke 04 29 (2) 1997–1999 FC Gütersloh 49 (7) 1999 SV Waldhof Mannheim 5 (0) 1999–2002 SV Darmstadt 98 76 (21) 2002–2004 TSG Weinheim Huddersfield town Stofnað 15. ágúst 1908 Leikvöllur: John Smith leik- vangurinn Stjórnarmaður: Dean Hoyle Titlar: Meistarar: 1923–24, 1924–25, 1925–26 Enski bikarinn: 1922 Samfélagsskjöldurinn: 1922 leikmannakaup Huddersfield fyrir tímabilið: Steve Mounie (Montpellier), Tom Ince (Derby County), Aaron Mooy (Manchester City), Laurent Depo- itre (FC Porto), Scott Malone (Fulham), Mathias Jorgensen (Copenhagen), Danny Williams (Reading), Elias Kachunga (Ingol- stadt), Jonas Lossl (Mainz 05), Kasey Palmer (Chelsea) *Heimild Wikipedia Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði með Huddersfield á sínum tíma. Leikvangurinn Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 5 -E 1 F 0 1 D A 5 -E 0 B 4 1 D A 5 -D F 7 8 1 D A 5 -D E 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.