Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 93
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
Agnes Guðnadóttir
Skálatúni 10, Akureyri,
lést á heimili sínu umvafin fjölskyldu
sinni 22. ágúst síðastliðinn. Útförin fer
fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
4. september kl. 13.30.
Konráð Alfreðsson
Guðni Konráðsson Linda Ólafsdóttir
Lára Steina Konráðsdóttir Friðjón Sigurðsson
Valdís Konráðsdóttir Ellert Jón Þórarinsson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir,
systir, mágkona og tengdadóttir,
Ásta Kjeldahl Þórsdóttir
Grønhøjgade 18, Vejen, Jótlandi,
lést mánudaginn 28. ágúst.
Útförin fer fram frá Vejen kirkju
þriðjudaginn 5. september kl. 13.30.
Minningarathöfn verður haldin í Grensáskirkju
laugardaginn 9. september kl. 15.00. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hugarafl.
Thomas Kjeldahl
Þór Kjeldahl
Anna Kjeldahl
Eva Kjeldahl
Þór Aðalsteinsson
Bjarnsteinn Þórsson Guðfinna Björnsdóttir
Brynjólfur Þórsson Sigrún Gunnarsdóttir
Þröstur Þórsson
Jørn Kjeldahl
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
Hreinn Úlfarsson
lést 16. ágúst. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju fimmtudaginn
7. september kl. 15.00.
Sigurveig Júlíusdóttir
synir og barnabörn.
Ástkær frænka okkar,
Sigríður Jónasdóttir
Meistaravöllum 35,
lést á Vífilsstöðum laugardaginn
12. ágúst. Útför hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fjölskyldan þakkar ættingjum og
vinum auðsýnda samúð.
Aðstandendur
Elskulegi sonur okkar,
bróðir, mágur og frændi,
Sverrir Örn Sverrisson
lést fimmtudaginn 24. ágúst.
Útförin fer fram í Fríkirkjunni í
Reykjavík þann 4. september kl. 13.00.
Dóróthea S. Róbertsdóttir
Sverrir Jensson
Heimir Sverrisson
Ómar Örn Sverrisson
Daníel Örn Heimisson
Dagur Leó Ómarsson
Helgi Jóhann Ómarsson
Lára M. Fleckenstein
Brynhildur Guðjónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Unnur Björk Gísladóttir
Fríholti 4, Garði,
áður búsett í Bræðraborg,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 27. ágúst, verður jarðsungin frá Útskálakirkju
þriðjudaginn 5. september klukkan 14.00.
Gunnar M. Magnússon Magnea Inga Víglundsdóttir
Unnar Már Magnússon Erna Nilssen
Sigfús K. Magnússon Gyða Minný Nilssen
Hreinn R. Magnússon Elísabet S. Steinsdóttir
Kristvina Magnúsdóttir G. Pétur Meekosha
Björgvin Magnússon Laufey Þorgeirsdóttir
Sigurður H. Magnússon Birna Björk Skúladóttir
Magnea B. Magnúsdóttir Sigurjón Sigurðsson
barnabörn og langömmubörn.
Bókin er mikilvægt gagn í íslenskri listasögu og góður efniviður til að rannsaka. Hún er búin dýrmætu myndefni og áður óbirtu, meðal annars af verkum
sem hafa glatast að eilífu, enda voru sum
þeirra úr forgengilegum efnum,“ segir
Áslaug Thorlacius skólastjóri um nýja
bók, Útisýningarnar á Skólavörðuholti
1967-1972 eftir þær Ingu Ragnarsdóttur
myndlistarmann og Kristínu G. Guðna-
dóttur listfræðing. Útgáfunni verður
fagnað í dag klukkan 16 í Ásmundarsal
við Freyjugötu.
Sýningarnar á Skólavörðuholti þóttu
ögrandi og óheflaðar. Bókin er gefin út
í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá þeirri
fyrstu og jafnframt fagnar Myndlista-
skólinn í Reykjavík 70 ára afmæli sínu,
sýningarnar voru einmitt haldnar að
frumkvæði hans. „Þarna sýndu bæði
nemendur og kennarar. Svona var þetta
frjálslegt,“ segir Áslaug sem er skólastjóri
Myndlistaskólans nú og var í ritstjórn
bókarinnar fyrir hönd hans. Sjálf fór
hún á útisýningu með foreldrum sínum
þegar hún var barn. „Ég man eftir stóru
flugunni hans Magnúsar Tómassonar
sem var sýnd 1970,“ nefnir hún og segir
myndirnar í bókinni ómetanlega heim-
ild um gróskutíma í þrívíðri myndlist.
„Á þessum tíma er Ísland að tengjast
umheiminum í listum. Bæði Dieter Roth
og hinn kóreski Nam June Paik urðu eins
og vörður á þeim vegi. Við höfðum verið
dálítið einangruð. Listamenn höfðu farið
til náms í konunglegu akademíurnar en
voru ekki þar sem mesta gerjunin var í
heiminum,“ útskýrir hún og segir vissu-
lega marga hafa litið niður á þessa nýju
list.
„Þetta var líka á þeim tíma sem fólk
var með afdráttarlausar skoðanir á
hlutunum. Hún varð nú fræg brauð-
varðan hans Kristjáns Guðmundssonar
sem heilbirgðisyfirvöld bönnuðu. En
auðvitað voru einhverjir hrifnir og sáu
tjáningarfrelsið sem birtist í verkunum.“
Minningarsjóður um Ragnar Kjartans-
son, Myndlistaskólinn í Reykjavík og
Myndhöggvarafélagið standa að útgáfu
bókarinnar. Áslaug segir Ásmundar-
sal á Freyjugötunni verða opinn líka á
morgun, sunnudag, milli klukkan 16 og
18 og að bókin verði á tilboðsverði um
helgina.
gun@frettabladid.is
Man eftir stóru flugunni
Útgáfu bókarinnar Útisýningarnar á Skólavörðuholti 1967-1972 verður fagnað í dag,
50 ára afmælis sýninganna minnst og 70 ára afmælis Myndlistaskólans í Reykjavík.
Áslaug fór á útisýningarnar á Skólavörðuholti með foreldrum sínum þegar hún var barn og heillaðist. FRéttaBLaðIð/aNtoN BRINK
Kassi, umslög, dót. Verk eftir Dieter Roth.
Breska herskipið Eastbourne
tók níu varðskipsmenn af
Þór og Maríu Júlíu og færði
þá um borð. Varðskipsmenn
af Þór höfðu áður staðið
breska togarann Northern
Foam að ólöglegum veiðum
út af Austfjörðum og hugð-
ust færa hann til hafnar á
Seyðisfirði. Skipherra á Þór
var Eiríkur Kristófersson.
Landhelgin hafði verið
færð út í tólf mílur úr fjórum
fáum sólarhringum fyrr og
var sú aðgerð viðurkennd af
öllum þjóðum nema Bretum.
Fallbyssur Eastbourne voru
mannaðar og skipverjar báru
kylfur og stálhjálma. Ander-
son, skipherra á Eastbourne
og yfirmaður flotadeildar-
innar, kom yfir í Þór og ræddi
við Eirík sem hvikaði hvergi,
hvorugur vildi beita ofbeldi.
Íslensku varðskipsmennirnir
níu voru samt umkringdir og
fluttir um borð í herskipið
og haldið þar í ellefu daga en
síðan laumað í land í Keflavík
í skjóli nætur.
Þ ETTa G E R ð I ST : 2 . S E P T E M B E R 1 9 5 8
Íslenskir varðskipsmenn
teknir höndum af Bretum
Herskip Breta siglir á varðskip. Landhelgin. Þorskastríð.
t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ðT T T T 41L a U G a R D a G U R 2 . s e p T e m B e R 2 0 1 7
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
5
-C
4
5
0
1
D
A
5
-C
3
1
4
1
D
A
5
-C
1
D
8
1
D
A
5
-C
0
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K