Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 13
Helgarblað 6.–9. janúar 2017 Fréttir 13 eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði daga fresti. Yfir fjallveg er að fara, Fjarðarheiði, sem er erfið á vetrum. Þá má nefna að sækja þarf mjólk á einn bæ á Rauðasandi á sunnanverð­ um Vestfjörðum. Þangað er torleiði, einkum á vetrum, og langt úrleiðis. Mjólkursamsalan notast við sama bíl til að sækja mjólk á þessa bæi og til að flytja mjólkurvörur til neytenda. Aukaakstur á Rauðasand er þannig lágmarkaður með því að sami bíll og flytur vörur til Patreksfjarðar sækir mjólkina þangað. Engu að síður er mikill kostnaður sem fylgir því að sækja mjólk á þessa bæi. Myndi gjörbreyta kúabúskap Egill Sigurðsson segir að verði undan­ þágur frá samkeppnisákvæðum afnumdar þýði það einnig að þá hljóti skyldum um söfnun mjólkur um land allt, óháð búsetu, einnig að verða aflétt. Sömuleiðis hljóti opinber verð­ lagning mjólkurvara að vera í upp­ námi. „Þetta þýðir gjörbreytt umhverfi í greininni. Ef sú heimild sem mjólkur­ iðnaðurinn hefur haft samkvæmt bú­ vörulögum verður afnumin mun það hafa margvíslegar afleiðingar. Það að bændum eða vinnslufyrirtækjum þeirra væri ekki heimilt að koma fram sameinaðir á markaðinn, myndi að öllum líkindum hafa áhrif á söfnun, vinnslu, dreifingu og aðra samvinnu sem verið hefur um mjólkurfram­ leiðslu og allgóð sátt hefur verið um. Svo veigamikil breyting á starfsum­ hverfi mun gjörbreyta kúabúskap á Íslandi á tiltölulega skömmum tíma.“ Hefði áhrif á fleiri matvælaframleiðendur Verði opinber verðlagning á mjólk afnumin mun það einnig þýða breytingar fyrir matvælaframleið­ endur sem nota mjólkurafurðir í sína framleiðslu. Egill tekur dæmi um að mjólkurduft, sem meðal annars er selt innlendum aðilum til sælgætisfram­ leiðslu, sé selt undir kostnaðarverði í dag. Það sé gert vegna þess að verð­ lagsnefnd búvöru ákveði verð á því en að sama skapi séu aðrir vöruflokk­ ar verðlagðir hærra til að jafna mun­ inn út. Ef undanþágur afurðastöðva frá samkeppnislögum yrðu afnumdar myndi það að mati Egils þýða að verð­ lagsnefnd yrði einnig lögð af og þar með opinber verðlagning. Mjólkur­ samsölunni yrði þar með, sem mark­ aðsráðandi fyrirtæki, óheimilt að selja vöru undir kostnaðarverði. Þetta myndi því breyta stöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega, ekki bara mjólkuriðnaðarins sjálfs. Líkt og rakið er að framan skapast mikill kostnaður við söfnun mjólkur. Nefnt hefur verið að hægt yrði að búa til nýtt samlagsfélag um söfnun og flutning mjólkur sem afurðastöðv­ ar myndu síðan kaupa mjólk af. Slíkt samlagsfélag gæti lotið sömu lög­ málum og nú er, það er að kostnaður við söfnunina myndi leggjast jafnt á bændur óháð búsetu þeirra. Egill bendir hins vegar á að ef engum að­ ila sé gert skylt að kaupa mjólkina sem slíkt félag safnar myndi fyrirkomulag­ ið falla um sjálft sig strax. „Mjólk er þannig vara að það þarf að vinna hana strax, annars verður hún ónýt. Það verður því alltaf að vera einhver sem er tilbúinn að taka við og vinna hana, jafnvel þó að það sé óvissa um mark­ aðssetningu.“ Ekki sé sjálfgefið að hægt sé að tryggja slíkt að mati Egils. Hvað er breytt? Egill segir að yrði af umræddum breytingum myndi það hafa alvar­ legar afleiðingar. „Það yrði gjörbreytt mjólkurframleiðsla og miklu minni. Líkur til að stærri framleiðendur myndu lifa af en minni framleiðend­ ur myndu heltast úr lestinni. Það hefði líka áhrif á byggðaþróun í landinu. Sviðsmyndin gæti orðið sú, og senni­ lega með réttu, að framleiðsla myndi helmingast og yrði aðallega ferskvara. Framleiðsla á osti og öðrum vörum sem auðvelt er að flytja inn myndi leggjast af á Íslandi. Áður en farið er að hugleiða aðgerðir sem þessar væri lágmarkið að fram færi víðtækt mat á þeim samfélagslegu áhrifum sem það gæti haft á byggðaþróun, ferðaþjón­ ustu, sjálfbærni, umhverfisvernd auk fleiri þátta. Viljum við hverfa frá því að nýta okkar land til framleiðslu á mjólk vegna skammtímasjónarmiða?“ Egill undrast jafnframt að verið sé að ræða breytingar af þessu tagi, í ljósi þess að innan við ár er síðan búvöru­ samningar voru undirritaðir. „Það kemur mér verulega á óvart því að sá sem hefur stjórnarmyndunarum­ boðið og stýrir viðræðunum er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem skrifaði undir búvörusamninga til tíu ára á síðasta ári. Mér finnst mjög undarlegt ef það er bara allt önn­ ur staða uppi nú. Það mun hafa af­ leiðingar ef af verður, ég er ekki að hóta neinu en það mun hafa afleiðingar.“ n Breytingar til umræðu Rætt er um það milli flokkanna sem nú reyna að mynda ríkisstjórn að afnema undanþágur afurðastöðva í mjólkur- iðnaði frá samkeppnisákvæðum. Tekjulágir fá húsnæðisstuðning Seltjarnarnesbær greiðir stuðning umfram húsnæðisbætur S eltjarnarnesbær mun greiða sérstakan húsnæðisstuðn­ ing til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna umfram þær húsnæðisbætur, sem lög kveða á um og tóku gildi nú um áramótin. Um áramótin tóku gildi lög um húsnæðisbætur en þær taka við af húsaleigubótum. Ríkissjóður greiðir bæturnar og tekur Vinnu­ málastofnun við umsóknum og annast greiðslu húsnæðisbóta. Sótt er um bæturnar rafrænt á hus­ bot.is eða á eyðublöðum sem hægt er að nálgast á vefnum husbot. is. Ekki þurfa að fylgja útprentað­ ar tekjuupplýsingar né þinglýstur húsaleigusamningur því Vinnu­ málastofnun sækir slíkar upplýs­ ingar rafrænt til Ríkisskattstjóra og upplýsingar um þinglýsta samn­ inga til Sýslumannsins í Reykjavík. Seltjarnarnesbær mun hins vegar greiða sérstakan húsnæð­ isstuðning til tekjulágra einstak­ linga og fjölskyldna. Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Seltjarnarnesbæ, félagsþjónustu, á eyðublöðum sem þar fást. Ekki þarf að skila inn öðrum gögnum nema sérstaklega sé óskað eftir því. Til þess að geta sótt um sérstak­ an húsnæðisstuðning verður um­ sækjandi að vera búinn að sækja um húsnæðisbætur hjá Vinnu­ málastofnun og veita þar heimild til þess að Seltjarnarnesbær fái all­ ar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að geta afgreitt umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning. Í tilkynningu kemur fram að þeir sem hyggist sækja um sér­ stakan húsnæðisstuðning hjá Sel­ tjarnarnesbæ þurfi að gera það í síðasta lagi 20. janúar næstkom­ andi. n audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.