Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 18
Helgarblað 6.–9. janúar 201718 Fréttir Erlent
Bestur í hræðilegasta starfi heims
n Þegar ósköpin dynja yfir er Robert Jensen kallaður til n Hryðjuverk, hamfarir og slys eru hans ær og kýr
É
g er fimmtugur og hef í tvígang
verið kallaður á vettvang þegar
tugþúsundir hafa látið lífið á að-
eins örfáum mínútum,“ sagði
Robert Jensen, forstjóri lítt
þekkts fyrirtækis á Englandi, Kenyon
International Emergency Services, í
viðtali við breska blaðið Telegraph ekki
alls fyrir löngu. Segja má að Robert
þrífist á ógæfu annarra og er hann jafn-
an kallaður til þegar hörmungarnar
dynja yfir; hryðjuverkaárásir, flugslys,
lestarslys, jarðskjálftar og flóðbylgjur
til að nefna dæmi.
Ótrúleg reynsla
Hamfarirnar sem Robert minntist á
hér að framan eru annars vegar flóð-
bylgjan sem reið yfir Asíu á öðrum
degi jóla árið 2004 og hins vegar jarð-
skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010.
Robert var líka kallaður til þegar felli-
bylurinn Katrín reið yfir New Orleans
og nágrenni með hörmulegum af-
leiðingum árið 2004, hann var í New
York þegar hryðjuverkaárásirnar voru
gerðar 11. september 2001 og var líka
á ferðamannastaðnum Sousse í Túnis
í júní 2015 þegar byssumaður skaut
38 manns til bana, þar á meðal fjöl-
marga breska ferðamenn.
Hlutverk Roberts og fyrirtækis
hans er að koma stjórn á aðstæður
þegar algjört stjórnleysisástand
ríkir. Þvert á það sem margir kynnu
að halda er það ekki endilega í
höndum yfirvalda viðkomandi ríkis;
lögreglu, tæknideildar lögreglu,
björgunarsveita eða annarra við-
bragðsaðila að koma hlutum í eðli-
legt horf, eða því sem næst, heldur
eru það menn eins og Robert, sem
eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum,
sem fengnir eru til þess.
Sjá um allt saman
Markmið Roberts, að eigin sögn, er
að veita hagnýta leiðsögn í erfiðum
aðstæðum þar sem ringulreið ríkir.
Meðal þess sem fyrirtæki Roberts
býður upp á er að safna saman
jarðneskum leifum þeirra sem látist
hafa, bera kennsl á þessa einstak-
linga og setja upp hjálparmiðstöðvar
fyrir aðstandendur þar sem þeir
geta nálgast upplýsingar um leið og
þær berast. Þá sér fyrirtækið um að
koma jarðneskum leifum í hendur
aðstandenda, og eigum þeirra, til
dæmis þegar flugslys verða.
Mikilvæg fagmennska
Robert kveðst leggja mikla áherslu
á fagmennsku enda geta rétt við-
brögð skipt gríðarlega miklu máli
þegar stórslys eða hamfarir verða.
Flugfélög og ríkisstjórnir heilu land-
anna eru meðal viðskiptavina fyrir-
tækisins. Þessir aðilar hafa ekki efni
á að gera mistök þegar slys verða
enda bjóða mistök upp á málsókn og
erfiða tíma í rekstri.
Í umfjöllun GQ-tímaritsins, sem
fjallaði ítarlega um starfsemi Roberts
og fyrirtækis hans fyrir skemmstu,
var til dæmis bent á þá gagnrýni sem
Malaysia Airlines fékk á sig þegar
farþegaþota flugfélagsins var skotin
niður yfir Úkraínu sumarið 2014.
Eigur þeirra sem létust lágu á víð og
dreif um stórt svæði svo vikum skipti
og erfiðlega gekk að koma jarðnesk-
um leifum í hendur aðstandenda.
Þess má geta að Malaysia Airlines var
ekki meðal viðskiptavina Roberts.
Mikilvægir undirverktakar
Allt í allt eru 500 fyrirtæki eða
stofnanir í viðskiptum við Kenyon
International Emergency Services.
Sem fyrr segir geta þetta verið alls
konar fyrirtæki, allt frá flugfélögum
til heilu ríkjanna sem eiga reglulega
á hættu að verða fyrir barðinu á nátt-
úruhamförum.
Þessi fyrirtæki greiða gjald, allt
frá 2.000 Bandaríkjadölum til 100
þúsunda Bandaríkjadala á ári, til að
geta nýtt sér þjónustu fyrirtækisins
þegar hamfarir ríða yfir. Fyrirtækið
bregst þá við með litlum fyrirvara og
hefur störf um leið og kallið kemur.
Þá reiðir Robert sig einnig á þjón-
ustu um 1.700 einstaklinga um allan
heim sem eru eins konar undirverk-
takar og eru þeir til taks þegar kallið
kemur. Í þeim hópi eru til dæmis
réttarmeinafræðingar, sálfræðingar,
geðlæknar, lögreglumenn og verk-
fræðingar.
Stóra útkallið kom strax
Í umfjöllun Telegraph um fyrirtæki
Roberts var rætt við einn þessara
viðbragðsaðila, lögreglumanninn
Mark Oliver sem var nýbúinn að
ráða sig til fyrirtækisins þegar stórt
útkall kom. Þann 24. mars 2015 fékk
Mark skilaboð í síma sinn frá breska
ríkis útvarpinu, BBC, þess efnis að
farþegaflugvél Germanwings, á leið
frá Barcelona til Dusseldorf, hefði
brotlent í Frönsku Ölpunum. Síðar
kom í ljós að aðstoðarflugmaður
vélarinnar, Andreas Lubitz, hafði
brotlent vélinni viljandi með þeim
afleiðingum að allir um borð, 150
manns, létust.
„Ég staldraði við og las fréttina
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Tekur á móti viðurkenningu
Robert Jensen sést hér til hægri
á myndinni. Hann er forstjóri
Kenyon International Emergency
Services. Mynd EPA
Mannfall og eyðilegging
Robert og fyrirtæki hans
var kallað til Haítí þegar
hamfarirnar riðu yfir árið 2010.
FLUGELDAR
Sjáið vörurnar á
www.gullborg.com
Tilboðspakki
kr 3.999
47% afsláttur
(fullt verð kr 7.500)
Lukkuleikur!
55” UHD 4K Smart Sjónvarp
9stk Smartsímar
(2ja korta, 64bit, 8 kjarna)
Komdu og taktu þátt
25 - 47% afsláttur
af völdum vörum
jafngildir
33 - 88% kaupauka
Opnunartími
28., 29., og 30. desember kl 10-22
31. desember kl 10-16
4. & 5. janúar kl 14-18
6. janúar kl 12-18
Bíldshöfða 18
1 stk Gullborg Skotkaka, 25 skota
1 stk Víti Skotkaka, 25 skota
1 stk Flare Skotkaka, 16 skota
1 stk Raketta, meðalstór
10 stk Thunder rakettur
50 stk Froskar
10 stk Stjörnuljós, 50cm
12 stk Þyrlur
6 stk Party Flöskur
Inni- og
útilýsing
Sími: 565 8911 & 867 8911 - www.ledljos.com - ludviksson@ludviksson.com
Led sparar
80-92% orku
Ledljós
Ludviksson ehf