Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 22
Helgarblað 6.–9. janúar 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 22 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Fréttatíminn hinn nýi Þjóðvilji? Gunnar Smári Egilsson er maður mikilla sæva og mikilla sanda enda hefur hann víða komið við á sinni tíð. Þekktastur er hann kannski fyrir störf sín í fjölmiðlum en nú um stundir, eftir að hafa komið víða við, ritstýrir hann Fréttatímanum. Smári hefur þó síðustu misseri látið æ meir til sín taka í pólitík, samhliða fjölmiðlastörfunum. Skemmst er að minnast þess þegar hann stofnsetti Fylkis- flokkinn árið 2014 en sá hafði að stefnumáli að gera Ísland að 20. fylki Noregs. Fer nú fáum sög- um af framgangi þess verkefnis en Gunnar Smári er ekki af baki dottinn og hefur nú snúið sér al- farið að því að útbreiða sósíal- isma á Íslandi. Fyrir skemmstu breytti hann þannig nafni Face- book-síðu Fylkisflokksins í Sósíal istaflokkur Íslands og læt- ur nú gamminn geisa gegn kapí- talinu, um auðmagnið og boðar marxisma af miklum móð. Má því gera ráð fyrir að hinn rauði fáni verði dreginn að húni við Kassagerðina á næstunni. Þetta er mikill heiður Magnús Magnus Magnússon úr Skaupinu er til í alvöru. – Nútíminn Optrel Vegaview 2.5 DIN er heimsmeistarinn Optrel fótósellu- hjálmar fyrir rafsuðu Aldrei upplifað mig jafn varnarlausa Blaðakonan Áslaug Karen var áreitt kynferðislega í gufubaði. – Stundin Ég var í hálfgerðu sjokki Eiginkona Jóns Gnarr kom honum á óvart á afmælinu. – DV V ímuefnalaust Ísland“ var galvaskt markmið hér á árum áður og viðmiðið var þá sett við árið 2000 og 2007. Auð- vitað tókst ekki að gera Ísland fíkni- efnalaust á þessum árum og mun ör- ugglega aldrei takast. Sum markmið eru einfaldlega ekki raunhæf. Hinn hreinskilni og röggsami þingmað- ur Pétur heitinn Blöndal minntist á átakið „Vímuefnalaust Ísland árið 2000“ í ræðu á Alþingi árið 2011 og sagði það „sennilega ömurlegasta átak sem ég hef kynnst af því að það var fyrirfram dæmt til að mistakast.“ Þarna mælti Pétur Blöndal rétt, eins og hann gerði ansi oft. Það er þó engin ástæða til að gef- ast upp í baráttunni við fíkniefna- og eiturlyfjavandann því það hlýtur að vera gott markmið að forða sem flest- um frá því að ánetj- ast hættulegum efnum. Fíkniefni hafa lagt ótal líf í rúst, ekki einungis skaðað eða deytt þá sem þeirra neyta heldur kall- að ógæfu yfir ótal fjölskyldur. Nú er svo komið fyrir okkur að Reykjavík er orðin fjórða mesta amfetamínborg Evrópu. Þetta sýnir skýrsla eftirlits- miðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn. Nýleg rannsókn Arndísar Sue-Ching Löve í lyfja- og eiturefna- fræði við læknadeild Háskóla Ís- lands staðfestir einnig mikla neyslu amfetamíns í borginni. Yfirleitt eru Íslendingar nokkuð roggnir þegar þeir lenda ofarlega á lista þar sem mælingar miða við það „mesta“ en að þessu sinni er engin ástæða til ánægju. Við hljótum að hrökkva við. Þetta er landkynning sem við kærum okkur ekki um. Við viljum ekki að hingað streymi fólk sem komi gagngert til að komast í vímu í miðborg Reykjavíkur með sem flestum öðrum sem mæta þang- að í sama tilgangi. Við viljum ekki að Reykjavík verði þekkt sem ein af hin- um miklu dópborgum Evrópu. Hún virðist hins vegar vera komin nokk- uð á veg með að verða það. Slagorð eins og „Vímuefnalaust Ísland“ leysir engan vanda. Fíkni- efnavandinn verður heldur ekki leystur með refsistefnu þar sem þeim sem gerast sekir um neyslu er kastað í steininn eða þeir beittir háum sektum. Við eigum ekki sjálf- krafa að stimpla fíkla sem glæpa- menn, nærtækara væri að líta á þá sem sjúklinga og um leið er lögð áhersla á lækningu. Fréttir af stórfelldri amfetamín- neyslu í Reykjavík kalla á viðbrögð og umræðu um fíkniefnavandann og hvernig rétt sé að bregðast við honum. Lausnir blasa ekki við en forvarnir, sem miða þá að því að ná til ungs fólks, hljóta að skipta ein- hverju máli. Við getum ekki tekið fréttum eins og þessum með því einu að yppta öxlum og sitja að- gerðarlaus hjá. n Nöturleg landkynning Myndin Allra veðra von Þessi hópur af ferðalöngum fékk kannski einmitt það sem hann sóttist eftir í dimmri éljahryðju við Sólfarið við Sæbraut á fimmtudagseftirmiðdag. Umhleypingar gætu orðið um helgina ef spár ganga eftir. Mynd SiGtryGGur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Við viljum ekki að Reykjavík verði þekkt sem ein af hinum miklu dópborgum Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.