Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 56
Helgarblað 6.–9. janúar 2017 1. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Fangaði hjarta Mörtu Maríu! KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200next á íslandi EKKI MISSA AF ÞESSU! AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM! 40%-60% OPIÐ mán. - mið. 10:00 - 18:30 fimmtudaga 10:00 - 21:00 föstudaga 10:00 - 19:00 laugadaga 10:00 - 18:00 sunnudaga 13:00 - 18:00 Þórunn Antonía gerist íþróttakona n Tónlistarkonan og samfélags- miðladrottningin Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur ákveðið að horfast í augu við fordóma sína og byrja að stunda líkamsrækt og ger- ast íþróttakona á þessu ári. Frá þessu greindi hún í Face- book-hópnum Beauty Tips. Hingað til hefur Þórunn gert jógaæfingar á stofugólfinu heima hjá sér. Þá spyr hún meðlimi hvar hún geti keypt íþróttafatnað sem ekki sé merktur lógóum í bak og fyrir alsettur neon- röndum. Svo virðist sem Þórunn hafi smitast af íþróttaæðinu sem hefur tröllriðið samfélags- miðlum í vikunni en það er engu líkara en þorri Facebook-not- enda ætli að taka matar- æðið föstum tökum sem og að mæta í ræktina á árinu. Tappinn í flösk- unni í tuttugu ár n Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Sigurjón M. Egilsson fagnaði því á fimmtudag að tuttugu ár voru þá liðin síðan hann setti tappann í flöskuna. „Í dag er ég fullur þak- klætis,“ sagði hann í færslu sinni á Facebook. Sigurjón sagði frá því í viðtali við DV árið 2014 að alkóhólismi hefði herjað á stóran hluta fjölskyldu hans. „Þessi fjöl- skyldusjúkdómur hef- ur fáum hlíft en það er mikið lán að allir alkarnir í minni kynslóð eru edrú í dag. Við höfum gætt vel hver að öðr- um,“ sagði hann. Á leið í hnapphelduna n Ástin blómstrar sannarlega á nýju ári en eitt af þekktari pörum landsins, Marta María Jónasdóttir og Páll Winkel fangelsismálastjóri, opinber- aði á fimmtudag trúlofun sína á Facebook. Þau skötuhjú fóru að skjóta sér saman seinni hluta árs 2015 og hafa nú sett upp hring- ana. Marta María, sem ritstýr- ir Smartlandi Morgunblaðsins, greindi frá því í viðtali við MAN að þau Páll hefðu kynnst þegar hún tók við hann viðtal. „Ég skynjaði strax að þarna var alveg einstök mannvera á ferð og mik- ill húmoristi.“ Þau hjónaleysin hafa aldeilis ræktað ástina og má segja að þau hafi geislað síðasta ár, hvar sem þau hafa komið. Þ essi hlýja og samhugur er ótrúlegur. Það er hringt í okk- ur á um hálftíma fresti þar sem ókunnugt fólk er að hug- hreysta okkur og hvetja okkur áfram í leitinni. Þá hafa fjölmargir sent okk- ur skilaboð þar sem okkur er boðin gisting í nágrenni staðarins þar sem Tinna týndist. Ég á ekki orð til þess að lýsa þakklæti mínu,“ segir Andrea Björnsdóttir, annar eigenda tíkurinn- ar Tinnu sem týndist fyrir tæpri viku. Segja má að samfélag hunda- eiganda hérlendis hafi farið á hliðina við leitina að Tinnu og fjölmargir einstaklingar hafa lagt hönd á plóg. Um 2.500 manns hafa skráð sig í sérstakan leitarhóp á Facebook. Þá vakti athygli að eigendur Tinnu buðu vegleg fundar- laun fyrir hundinn en þau hækkuðu á fimmtudag upp í 300 þúsund krónur. „Það var fyrst og fremst til þess að aðrir en hundavinir myndu hafa augun opin,“ segir Andrea. Fjöl- margar vísbendingar hafa borist síð- ustu daga og ein slík barst aðfara- nótt fimmtudags þegar gelt heyrðist í grennd við Vatnsleysuströnd rétt eftir miðnætti. „Við æddum af stað en þegar að við komum á vettvang þá voru um 20 manns vopnaðir vasa- ljósum mættir, þrátt fyrir leiðinlegt veður,“ segir Andrea og er auðheyri- lega hrærð yfir velvildinni. Kaldhæðni örlaganna er sú að Andrea og kærasti hennar, Ágúst Ævar Guðbjörnsson, hafa unnið að smáforriti í snjallsíma sem hjálpar fólki að auglýsa eftir og leita að týnd- um hundum. Sú vinna er á loka- metrunum en svo sannarlega er þörf á slíku tæki. Samkvæmt upplýsing- um frá Guðfinnu Kristinsdóttur, eins forsvarsmanna Hundasamfélags- ins, þá hafa 1.190 hundar týnst á ár- inu. Flestir týnast í skamma stund skammt frá heimilum sínum og skila sér heim að lokum. Aðeins þrír hafa ekki fundist. n bjornth@dv.is „Þessi hlýja og samhugur er ótrúlegur“ Fundarlaunin fyrir tíkina Tinnu hafa verið hækkuð upp í 300 þúsund krónur Vinkonur Tinna hefur verið týnd í rúma viku og er sárt saknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.