Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Qupperneq 56
Helgarblað 6.–9. janúar 2017 1. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Fangaði hjarta Mörtu Maríu! KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200next á íslandi EKKI MISSA AF ÞESSU! AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM! 40%-60% OPIÐ mán. - mið. 10:00 - 18:30 fimmtudaga 10:00 - 21:00 föstudaga 10:00 - 19:00 laugadaga 10:00 - 18:00 sunnudaga 13:00 - 18:00 Þórunn Antonía gerist íþróttakona n Tónlistarkonan og samfélags- miðladrottningin Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur ákveðið að horfast í augu við fordóma sína og byrja að stunda líkamsrækt og ger- ast íþróttakona á þessu ári. Frá þessu greindi hún í Face- book-hópnum Beauty Tips. Hingað til hefur Þórunn gert jógaæfingar á stofugólfinu heima hjá sér. Þá spyr hún meðlimi hvar hún geti keypt íþróttafatnað sem ekki sé merktur lógóum í bak og fyrir alsettur neon- röndum. Svo virðist sem Þórunn hafi smitast af íþróttaæðinu sem hefur tröllriðið samfélags- miðlum í vikunni en það er engu líkara en þorri Facebook-not- enda ætli að taka matar- æðið föstum tökum sem og að mæta í ræktina á árinu. Tappinn í flösk- unni í tuttugu ár n Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Sigurjón M. Egilsson fagnaði því á fimmtudag að tuttugu ár voru þá liðin síðan hann setti tappann í flöskuna. „Í dag er ég fullur þak- klætis,“ sagði hann í færslu sinni á Facebook. Sigurjón sagði frá því í viðtali við DV árið 2014 að alkóhólismi hefði herjað á stóran hluta fjölskyldu hans. „Þessi fjöl- skyldusjúkdómur hef- ur fáum hlíft en það er mikið lán að allir alkarnir í minni kynslóð eru edrú í dag. Við höfum gætt vel hver að öðr- um,“ sagði hann. Á leið í hnapphelduna n Ástin blómstrar sannarlega á nýju ári en eitt af þekktari pörum landsins, Marta María Jónasdóttir og Páll Winkel fangelsismálastjóri, opinber- aði á fimmtudag trúlofun sína á Facebook. Þau skötuhjú fóru að skjóta sér saman seinni hluta árs 2015 og hafa nú sett upp hring- ana. Marta María, sem ritstýr- ir Smartlandi Morgunblaðsins, greindi frá því í viðtali við MAN að þau Páll hefðu kynnst þegar hún tók við hann viðtal. „Ég skynjaði strax að þarna var alveg einstök mannvera á ferð og mik- ill húmoristi.“ Þau hjónaleysin hafa aldeilis ræktað ástina og má segja að þau hafi geislað síðasta ár, hvar sem þau hafa komið. Þ essi hlýja og samhugur er ótrúlegur. Það er hringt í okk- ur á um hálftíma fresti þar sem ókunnugt fólk er að hug- hreysta okkur og hvetja okkur áfram í leitinni. Þá hafa fjölmargir sent okk- ur skilaboð þar sem okkur er boðin gisting í nágrenni staðarins þar sem Tinna týndist. Ég á ekki orð til þess að lýsa þakklæti mínu,“ segir Andrea Björnsdóttir, annar eigenda tíkurinn- ar Tinnu sem týndist fyrir tæpri viku. Segja má að samfélag hunda- eiganda hérlendis hafi farið á hliðina við leitina að Tinnu og fjölmargir einstaklingar hafa lagt hönd á plóg. Um 2.500 manns hafa skráð sig í sérstakan leitarhóp á Facebook. Þá vakti athygli að eigendur Tinnu buðu vegleg fundar- laun fyrir hundinn en þau hækkuðu á fimmtudag upp í 300 þúsund krónur. „Það var fyrst og fremst til þess að aðrir en hundavinir myndu hafa augun opin,“ segir Andrea. Fjöl- margar vísbendingar hafa borist síð- ustu daga og ein slík barst aðfara- nótt fimmtudags þegar gelt heyrðist í grennd við Vatnsleysuströnd rétt eftir miðnætti. „Við æddum af stað en þegar að við komum á vettvang þá voru um 20 manns vopnaðir vasa- ljósum mættir, þrátt fyrir leiðinlegt veður,“ segir Andrea og er auðheyri- lega hrærð yfir velvildinni. Kaldhæðni örlaganna er sú að Andrea og kærasti hennar, Ágúst Ævar Guðbjörnsson, hafa unnið að smáforriti í snjallsíma sem hjálpar fólki að auglýsa eftir og leita að týnd- um hundum. Sú vinna er á loka- metrunum en svo sannarlega er þörf á slíku tæki. Samkvæmt upplýsing- um frá Guðfinnu Kristinsdóttur, eins forsvarsmanna Hundasamfélags- ins, þá hafa 1.190 hundar týnst á ár- inu. Flestir týnast í skamma stund skammt frá heimilum sínum og skila sér heim að lokum. Aðeins þrír hafa ekki fundist. n bjornth@dv.is „Þessi hlýja og samhugur er ótrúlegur“ Fundarlaunin fyrir tíkina Tinnu hafa verið hækkuð upp í 300 þúsund krónur Vinkonur Tinna hefur verið týnd í rúma viku og er sárt saknað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.