Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 36
Helgarblað 6.–9. janúar 201728 Sport Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Aðrir leikmenn Zlatan Ibrahimovic er með lausan samning í sumar en það eru taldar 99% líkur á að hann verði áfram á Old Trafford. Antonio Valencia og Michael Carrick eru einnig með lausan samning í sumar en allar líkur eru á að þeir verði áfram. Pablo Zabaleta, Branislav Ivanovic, Per Mertesacker og Saido Berahino eru einnig með lausan samning og fá þeir heiðurstil- nefningu í þessari úttekt. F jölmargir leikreyndir leik- menn verða samningslaus- ir í sumar sem þýðir að áhugasöm félagslið geta farið að gera hosur sínar grænar nú þegar janúar er genginn í garð. Breska blaðið Mirror setti saman ellefu manna byrjun- arlið samningslausra leik- manna. Þó að meðalald- ur liðsins sé tiltölulega hár leynast þarna gull- molar sem gætu nýst hvaða liði sem er. n Þeir kosta ekki neitt n Ellefu manna byrjunarlið leikmanna sem senn verða samningslausir Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Gael Clichy Aldur: 31 árs Félagslið: Manchester City Landsleikir/mörk: 20/0 Franski bakvörður- inn spilar reglulega fyrir Pep Guardiola hjá City og þótt hann geri hlutina aldrei með stæl gerir hann þá vel og skilar sínu. Clichy er samningslaus eftir tæplega sex ára veru hjá City og óvíst er hvað tekur við hjá honum. Axel Witsel Aldur: 27 ára Félagslið: Zenit Landsleikir/mörk: 76/8 Belginn hárprúði hefur verið á mála hjá Zenit undanfarin ár en ku vera farið að leiðast lífið í Rússlandi. Hann mun yfirgefa Zenit í sumar en spurningin er aðeins hvert hann fer. Witsel hefur verið orðaður við lið í Kína undanfarna daga og þykir líklegt að hann haldi þangað. Yaya Toure Aldur: 33 ára Félagslið: Manchester City Landsleikir/ mörk: 102/19 Fílabeins- strendingurinn vann sig aftur inn í lið City eftir að hafa verið úti í kuldanum framan af tímabili. Nær öruggt er að Toure fái ekki nýjan samning hjá City en þessi 33 ára leikmaður hefur sýnt það að undanförnu að hann á nóg eftir á tanknum. Jesús Navas Aldur: 31 árs Félagslið: Manchester City Landsleikir/mörk: 35/3 Þessi skotfljóti kantmaður er með lausan samning í sumar og óvíst hvað bíður hans. Navas er öflugur vængmaður sem þó hefur aldrei tekist að blómstra almennilega hjá City. Hver veit hvort honum takist það hjá öðru liði? Bacary Sagna Aldur: 33 ára Félagslið: Manchester City Landsleikir/mörk: 65/0 Bacary Sagna er öflugur bakvörður sem enn spilar reglulega fyrir eitt besta félagslið Eng- lands, Manchester City. Og þar áður var hann lykilmaður í vörn Arsenal. Það segir ýmislegt um gæði hans. Sagna er þar að auki reynslu- mikill leikmaður sem hefur unnið fjölda titla. John Terry Aldur: 36 ára Félagslið: Chelsea Landsleikir/mörk: 78/6 John Terry fær ekki mörg tækifæri hjá Chelsea þessa dagana enda er liðið að spila gríðarlega vel um þessar mundir. Þó að hægst hafi á Terry er hann magnaður leiðtogi innan vallar sem utan. Verður samningslaus í sumar og ólíklegt að hann verði áfram á Brúnni. Iker Casillas Aldur: 35 ára Félagslið: Porto Landsleikir/ mörk: 167/0 Casillas er vissu- lega kominn af sínu léttasta skeiði en hann er samt sem áður frábær mark- vörður. Ótrúlega leikreyndur leik- maður sem á hátt í 800 leiki að baki fyrir Real Madrid, Porto og spænska landsliðið. Hefur unnið alla titla sem hægt er að vinna. Arjen Robben Aldur: 32 ára Félagslið: Bayern München Landsleikir/mörk: 89/31 Einn allra besti vængmaður síðasta áratugar eða svo er með lausan samning í sumar. Forráðamenn Bayern eru sagðir vilja bjóða honum eins árs samning en Robben vill helst lengri samning. Frábær leik- maður sem gæti nýst hvaða liði sem er, stóru eða smáu. Fernando Torres Aldur: 32 ára Félagslið: Atletico Madrid Landsleikir/mörk: 110/38 Torres er vissulega kominn af léttasta skeiði en samt leikmaður sem gæti vel nýst mörgum liðum. Hefur verið í auka- hlutverki hjá uppeldisliði sínu, Atletico Madrid, undanfarin ár en talið er ólíklegt að Torres verði áfram í Madrid. Santi Cazorla Aldur: 32 ára Félagslið: Arsenal Landsleikir/mörk: 77/14 Þessi fjölhæfi miðjumaður hefur fengið sinn skerf af meiðslum á undanförnum árum og raunar verið frá keppni síðustu vikurnar vegna meiðsla. Þegar Cazorla er heill standast honum þó fáir snúning. Ólíklegt þykir að Spánverjinn verði áfram hjá Arsenal. Pepe Aldur: 33 ára Félagslið: Real Madrid Lands- leikir/mörk: 78/4 Pepe er 33 ára sem er enginn aldur fyrir leik- mann sem hugsar vel um heilsuna. Þessi magnaði varnarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna en hefur á þessu tímabili þurft að sætta sig við bekkjarsetu hjá Real Madrid. Pepe er leikmaður sem flest, ef ekki öll, knattspyrnu- lið gætu notað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.