Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 30
Helgarblað 6.–9. janúar 20176 Heilsa - Kynningarblað Bændur í bænum B ændur í bænum“ er líf- rænn ferskvörumarkað- ur sem býður upp á úrval af lífrænum gæðaafurð- um frá íslenskum framleið- endum ásamt innfluttum lífrænum ávöxtum, grænmeti og þurrvöru. „Innflutninginn sjáum við sjálf um,“ segir Gunnar Örn Þórðarson hjá Bænd- um í bænum, en hann hefur haft kynni af lífrænni ræktun allt frá æskuárum. Bændur í bæn- um eru staðsettir að Nethyl 2c í Reykja- vík og fyrirtækið rek- ur einnig öfluga vef- verslun á vefsvæðinu baenduribaenum.is. Við gefum Gunnari Erni aftur orðið: „Við eigum og rek- um garðyrkjustöðina Akur í Laugarási, en matvörumarkaðurinn Bændur í bænum er byggður upp frá jólamarkaði árið 2009. Markað- urinn gekk vonum framar og hefur smám saman breyst í verslun með afurðir frá okkur og einnig hafa fleiri framleiðendur bæst við. Við höfum rekið netverslun í mörg ár en upphaflega var hún póstlisti. Þegar foreldrar mínir hófu að reka Garðyrkjustöðina Akur árið 1991 varð til póstlisti fyrir vini og vandamenn sem vildu frá send- ar frá þeim afurðir. Póstlistinn varð síðan að tölvupóstlista og út frá þessu þróaðist síðar netverslun. Foreldrar mínir Karólína Gunnarsdóttir og Þórður Guðjón Halldórsson byggðu upp lífræna starfsemi á Akri og eru hugmyndafræðingarnir á bak við hana. Ég og kona mín, Linda Björk Viðarsdóttir, komum inn í reksturinn fyrir ári.“ Sem fyrir segir selja Bændur í bænum ferskt grænmeti frá gróðrarstöðinni Akri en margar aðr- ar lífrænar vörur eru í boði. „Við seljum aðeins vörur sem standast okkar kröfur um lífræna framleiðslu, heiðarleika, gegn- sæi og rekjanleika í viðskiptum. Við flytjum inn ávexti frá Eosta í Hollandi sem á Nature&more vöru- merkið, og þurrvöru frá Saltå kvarn í Svíþjóð. Viðskiptavinir geta spurt um hvað eina sem snertir vörurnar, framleiðslu, flutning og matseldina. Hér er mikil sérþekking til staðar og oft eru framleiðendurnir sjálfir á staðnum. Við erum með mjólkurafurðir frá Biobú, útigrænmeti frá Hæðarenda og grænmeti og ost frá Skaftholti. Brekkulækur sér okkur fyrir lamba- og nautakjöti og Litla gula hænan sér okkur fyrir velferðarkjúklingi. Einnig erum við með hráfæðiskök- ur frá organic.is og þurrvörur frá Kaja Organic, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Gunnar jafnframt, en besta leiðin til að kynna sér úrvalið er að koma í verslunina í Nethyl 2c eða skoða netverslunina á baenduri- baenum.is. „Við erum með tvær netverslanir. Annars vegar heimsendingarþjón- ustu innan 90 mínútna í gegnum Aha sem sinnir höfuðborgarsvæð- inu (baenduribaenum.is) og hins vegar netverslun sem sinnir lands- byggðinni og sendir út einu sinni sinni í viku. (graenihlekkurinn.is/ verslun). Auk hefðbundinnar framleiðslu á Akri er alls konar tilraunastarf- semi í gangi þar líka. Núna í haust uppskárum við t.d. fyrstu banana- knippin af bananatrjánum okkar. Það er von á nýjum bönunum á næstunni en besta leiðin til að fylgj- ast með svona fréttum er að skrá sig á póstlistann okkar á baenduri- baenum.is og fá alltaf nýjustu frétt- irnar.“ Þess má geta að nýju bananarnir koma í sölu í dag, föstudaginn 6. janúar, og allir sem koma í Nethyl 2c að versla fá lífrænt bananasmakk í kaupbæti. n Verslunin að Nethyl 2c er opin á eftirtöldum tímum: Mánudaga frá 12–16, þriðjudaga–fimmtudaga frá 12–18 og föstudaga frá 12–16. Vefverslunin er á baenduriba- enum.is og auk þess eru Bændur í bænum með líflega síðu á Facebook. Símanúmer er 586-8001. Íslenskir bananar og allt annað lífrænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.