Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Qupperneq 24
24 Helgarblað 26. maí 2017fólk - viðtal Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er höfundur árbókar Ferðafélagsins 2017. Bókin nefnist Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp. Ólína á ættir að rekja til Ísafjarðar, fluttist þangað 14 ára gömul með fjölskyldu sinni og var þar í menntaskóla. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur og lærði íslensku, bókmenntir og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún starfaði meðal annars sem sjónvarpsfréttamaður, borgarfulltrúi og háskólakennari en sneri aftur til Ísafjarðar árið 2001 til að taka við starfi skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Hún varð þingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009–2013 og 2015–2016. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Ólínu og ræddi við hana um nýju bókina, árin á Ísafirði, starfsferilinn, pólitíkina og skáldskapinn. Ó lína er á förum frá Ísafirði, flytur suður í sumar. „Ég get lagt þessa bók, sögu um mannlíf, náttúru og líf við Djúp í gegnum aldirnar, á borð með mér í kveðjuskyni,“ segir hún. Hún segir bók sína að sumu leyti frábrugðna fyrri árbókum Ferða- félagsins þar sem ríkari áhersla sé á þjóðfræði og sögu en oft áður: „ Ferðafélagsbækurnar fjalla allar um náttúru, staðhætti og örnefna- sögu og það gerir þessi bók vitanlega líka. En ég ákvað að skrifa hana sem þjóðfræðingur og íslenskumann- eskja. Mér finnst að rithöfundur verði alltaf að skrifa út frá eigin styrk- leika. Ég er hvorki jarðfræðingur né grasafræðingur þó að ég geti sem fræðimaður gert þeim efnum skil upp að vissu marki og geri það að sjálfsögðu. En ég leitaði víða fanga, meðal annars í fornbókmenntirnar, sagnfræðina, endurminningabækur, ferðalýsingar og fleira, því ég fjalla einnig um atvinnu- félags- og menn- ingarsögu og sagnageymdina og þjóðfræðina. Ég vona að bókin opni þann heim fyrir þeim sem gengur um svæðið og ferðast um það. Um leið vona ég að hún sé markvert inn- legg í átthagasöguna. Ritun þessarar bókar hefur gefið mér mjög mikið. Hún hófst strax árið 2013 og stóð með hléum í nokkur ár.“ Síðasta sumarið fyrir vestan Þú ert að flytja frá Ísafirði, af hverju? „Öllu er afmörkuð stund. Tíma mínum á Ísafirði er lokið. Ég er hætt á þingi og það eru ekki störf fyrir háskólamenntað fólk á Ísafirði eins og staðan er núna. Nú hefst nýr kafli í lífinu. Þegar ég fór vestur ákvað ég að ég myndi vera þar meðan ég hefði erindi og gæti gert samfélaginu gagn. Þegar mér finnst því erindi lokið þá flyt ég mig um set.“ Heldurðu að umhverfið á Ísafirði hafi mótað þig á einhvern hátt? „Já, það fer ekki hjá því að maður taki svipmót af umhverfi sínu og nærsamfélagi. Ég hef samt alltaf fundið fyrir því að ég er ekki inn- fæddur Ísfirðingur. Ég er aðkomu- manneskja og þótt ég hafi að mörgu leyti fallið ágætlega inn í samfélagið fyrir vestan þá kem ég úr nokkuð öðrum heimi og inn í þann heim er ég að hverfa aftur núna. Ég hef auðvitað orðið fyrir áhrifum af því að vera þarna, kannski ekki síst af náttúrunni og því að hafa átt þess kost að ganga um fjöll og firnindi og rifja upp söguna. Í sumar, síðasta sumarið sem ég bý fyrir vestan, ætla ég að taka að mér nokkrar göngu- og útivistarferðir fyrir Ferðafélagið um Vestfirði og þá býst ég við að kveðja fjöllin.“ Leitar að týndu fólki Ólína er mikil útivistarmanneskja og náttúruunnandi. „Já, ég var hesta- maður í 40 ár, alin upp á hestbaki og alltaf í sveit á sumrin sem krakki.“ Á seinni árum hefur hún verið björg- unarsveitarmaður með björgunar- hund og tekið leitarútköll hjá Lands- björg þegar fólk týnist. Af hverju ertu í björgunar- sveitinni? „Það byrjaði með því að ég fékk mér hund og vildi finna verðugt verk efni fyrir hann. Mig langaði ekki til að hafa hann sem stofudýr. Þegar maður byrjar að þjálfa jafn mikilvæga björg og leitarhundur er þá áttar maður sig smám saman á ábyrgðinni sem fylgir því að starfa með björgunarsveitum. Áður en ég vissi af þá var ég farin að þjálfa sjálfa mig til þess að geta tekið útköll með hundinn, og áður en langt um leið vorum við farin að leita að fólki við misjafnar aðstæður. Við höfum verið samstarfsfélagar, ég og Skutull, í hátt í áratug og tekið upp undir 40 útköll. En af því þú spyrð hvers vegna, þá finnst mér að fólk eigi að láta gott af sér leiða. Það getur maður gert með ýmsu móti öðru en því að skrifa bæk- ur eða taka þátt í stjórnmálum. Lífið er fullt af tækifærum og allar mann- eskjur eru margskiptar. Það getur enginn steypt sig í eitt mót, ég get Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Get eKKi steypt miG í eitt mÓt“ M y n d S ig tr y g g u r A r i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.