Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Page 34
Umboðsmaður keppninnar hér á landi er athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir og Bandaríkja- maðurinn Jorge Esteban. Þau kynntust fyrir nokkrum árum þegar vinkona hans leigði íbúð móður Manuelu í gegnum Airbnb. „Jorge hefur starfað í kringum fegurðarsamkeppnir í fjölmörg ár og hann setti sig í samband við mig eftir þessa ábendingu frá vinkonu hans,“ segir Manuela. Síðar lentu þau saman í flugi til Bandaríkjanna og létu færa sig saman. „Þá ræddum um tækifæri á þessum vett- vangi hér heima og í kjölfarið ákváðum við að sækja um Miss Universe fyrir Ísland og fengum, þannig að árið í ár er í annað sinn sem við höldum keppnina.“ Manuela þekkir sjálf vel heim fegurðarsamkeppna en hún vann Ungfrú Ísland árið 2002. Í fyrra var það Hildur María Leifsdóttir, Miss Glacier Lagoon, sem bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland og tók hún þátt í aðalkeppninni á Filippseyjum í janúar 2017. Í ár taka 20 stúlkur þátt og fjórar þeirra endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Þær fjórar sem tóku þátt í fyrra, höfðu forgang inn aftur,“ segir Manuela. „Í ár verður ný dómnefnd, allt erlendir gestir eins og í fyrra.“ Það er Aníta Ísey Jónsdóttir sem sér um sviðsmynd líkt og í fyrra og má búast við spennandi keppni í september. Birta mun fjalla nánar um keppnina og alla keppendur eftir því sem nær dregur. Myndir Björn Blöndal Miss Universe iceland 2017 Undirbún­ ingur hafinn fyrir fegurðar­ samkeppnina Þátttakendur í keppninni um Miss Universe Iceland 2017 eru nú byrjaðir í undirbúningi fyrir keppnina, sem haldin verður mánudaginn 25. september næstkomandi í Gamla bíói. Í ár taka 20 stúlkur víðs vegar að af landinu þátt. Spenntar að hefja undirbúning Lilja Dís Kristjánsdóttir, 22 ára Miss Mosfells­ bær, Helena Hrönn Haraldsdóttir, 19 ára Miss Western Iceland, og Viktoría Diljá Eðvarðs­ dóttir, 20 ára Miss Sólfar. töff vinkonur Vinkonurnar Jenný Sulollari, 23 ára Miss Gull­ foss, og Dagbjört Rúriksdóttir, 22 ára Miss East Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.