Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 34
Umboðsmaður keppninnar hér á landi er athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir og Bandaríkja- maðurinn Jorge Esteban. Þau kynntust fyrir nokkrum árum þegar vinkona hans leigði íbúð móður Manuelu í gegnum Airbnb. „Jorge hefur starfað í kringum fegurðarsamkeppnir í fjölmörg ár og hann setti sig í samband við mig eftir þessa ábendingu frá vinkonu hans,“ segir Manuela. Síðar lentu þau saman í flugi til Bandaríkjanna og létu færa sig saman. „Þá ræddum um tækifæri á þessum vett- vangi hér heima og í kjölfarið ákváðum við að sækja um Miss Universe fyrir Ísland og fengum, þannig að árið í ár er í annað sinn sem við höldum keppnina.“ Manuela þekkir sjálf vel heim fegurðarsamkeppna en hún vann Ungfrú Ísland árið 2002. Í fyrra var það Hildur María Leifsdóttir, Miss Glacier Lagoon, sem bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland og tók hún þátt í aðalkeppninni á Filippseyjum í janúar 2017. Í ár taka 20 stúlkur þátt og fjórar þeirra endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Þær fjórar sem tóku þátt í fyrra, höfðu forgang inn aftur,“ segir Manuela. „Í ár verður ný dómnefnd, allt erlendir gestir eins og í fyrra.“ Það er Aníta Ísey Jónsdóttir sem sér um sviðsmynd líkt og í fyrra og má búast við spennandi keppni í september. Birta mun fjalla nánar um keppnina og alla keppendur eftir því sem nær dregur. Myndir Björn Blöndal Miss Universe iceland 2017 Undirbún­ ingur hafinn fyrir fegurðar­ samkeppnina Þátttakendur í keppninni um Miss Universe Iceland 2017 eru nú byrjaðir í undirbúningi fyrir keppnina, sem haldin verður mánudaginn 25. september næstkomandi í Gamla bíói. Í ár taka 20 stúlkur víðs vegar að af landinu þátt. Spenntar að hefja undirbúning Lilja Dís Kristjánsdóttir, 22 ára Miss Mosfells­ bær, Helena Hrönn Haraldsdóttir, 19 ára Miss Western Iceland, og Viktoría Diljá Eðvarðs­ dóttir, 20 ára Miss Sólfar. töff vinkonur Vinkonurnar Jenný Sulollari, 23 ára Miss Gull­ foss, og Dagbjört Rúriksdóttir, 22 ára Miss East Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.