Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 14. júlí 2017fréttir Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Íbúar í miðborginni mót- mæla nýju íbúðarhóteli á gatnamótum Njálsgötu og Barónsstígs V ið erum tortryggin út í hið svokallaða aðalgötufyrir- komulag, þar sem rekstr- araðilar fá meira frelsi til athafna en annars staðar. Við óttu- mst að með því sé verið að lauma trójuhesti inn í miðborgina og að slík starfsemi skríði inn í hverfin sem aldrei fyrr,“ segir Benóný Æg- isson, formaður Íbúasamtaka miðbæjarins. Benóný hefur, ásamt fjölmörgum íbúum miðbæjarins, mótmælt harðlega nýju íbúðar- hóteli á Njálsgötureit sem er laum- að, að þeirra mati, bakdyrameginn inn í deiliskipulagið. „Fólk þarf að geta treyst því að ákvarðanir stjórnvalds standi“ Þann 23. mars síðastliðinn lagði umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fram breytingu á skilmálum Njálsgötureits nr. 1.190.3. Breytingin fólst í því að heimilað var að hafa gististarfsemi í húsinu enda er gengið inn í það af Barónsstíg. Það er mikilvægt í ljósi þess að helstu rökin eru þau að Barónsstígur er skilgreind að- algata sem þýðir að meira rými er fyrir rekstur af slíku tagi á götunni. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til 22. maí 2016 og bárust yfir tutt- ugu skrifleg mótmæli frá einstak- lingum, foreldrafélagi leikskóla og íbúasamtökunum sem Ben- óný er í forsvari fyrir. Í mótmælum íbúa kemur fram að byggingin hafi upphaflega verið kynnt sem fjöl- býlishús og þeir séu afar ósáttir við meintan blekkingarleik borgaryf- irvalda. „Fólk þarf að geta treyst því að ákvarðanir stjórnvalds standi, sérstaklega ef það varðar búsetu þess en íbúðakaup eru stærsta fjárfestingin í lífi flestra,“ skrif- aði Benóný til borgaryfirvalda til að mótmæla framkvæmdunum. Fór hann yfir sögu byggingafram- kvæmda á reitnum sem að hans mati er umhugsunarverð. „Þar stóð áður friðað hús, byggt 1905. Sóst var eftir því að fá að rífa það eða flytja burt og mótmæltu Íbúasamtökin þeim fyrirætlun- um árið 2013. Ekkert gerðist um tveggja ára skeið nema það að húsið varð að dópgreni eða afdrepi fyrir útigangsfólk en árið 2015 var gefið leyfi til að byggja fjölbýlishús, fjórar hæðir og kjallara með átta íbúðum og er það sú bygging sem nú er risin. Friðaða húsið var fjar- lægt,“ ritar Benóný. Að hans sögn var síðan sótt um leyfi árið 2016 til að breyta húsinu í gististað í flokki II, með tíu gisti- einingum en því var synjað. „Nú rís þessi krafa enn á ný og ekki er gott að sjá hvers vegna ljáð er máls á henni núna en samkvæmt mynd- um á Facebook er vinna í fullum gangi við að innrétta íbúðahótel í byggingunni. Nágrannar og aðrir íbúar í miðborginni gera þá kröfu til skipulagsyfirvalda í Reykja- vík að þau framfylgi stefnu borg- arinnar um að ekki rísi fleiri hót- el í miðborginni, að umsókn um gististarfsemi í húsinu verði aft- ur synjað og að yfirlýstur tilgang- ur þessarar byggingar um að hún verði fjölbýlishús standi,“ skrifaði Benóný. Gagnrýnir aðalgötufyrirkomu- lagið Í samtali við DV segir Benóný að einu gjaldgengu rökin frá borginni séu þau að skýla sér á bak við áð- urnefnt aðalgötufyrirkomulag. Að hans mati er það misráðið. „Þetta aðalgötufyrirkomulag kom inn með aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Þegar unnið var að því held ég að menn hafi séð fyrir sér eitt og eitt krúttlegt kaffihús en á engan hátt þá sprengingu sem nú hefur átt sér stað. Þetta fyrirkomu- lag þarf því að endurskoða,“ segir Benóný. Á meðan það er í vinnslu fara hinsvegar leyfi fyrir hótel- rekstri í gegnum kerfið. „Að okkar mati hafa borgaryf- irvöld alls ekki staðið sig nægilega vel að í að tala máli okkar íbúanna. Það dylst engum að þetta ástand er ekki viðunandi, Íbúasamtökin munu beita sér í því að knýja fram breytingar,“ segir Benóný. Bardagi um bílastæði Þá segir hann einkennilegt hvernig aðalgötur séu skilgreind- ar. „Við skiljum ekki hvernig inn- götur borgarinnar, eins og Berg- staðarstræti og Freyjugata, geta verið skilgreindar sem aðalgötur. Þá er spurning með þau leyfi sem hafa verið veitt til gististaða utan aðalgatna, verður þeim leyfum framlengt?“ spyr Benóný. Hann hefur búið í miðbænum, nánar tiltekið á Skólavörðustíg, frá ár- inu 1984. „Það hafa orðið gríðarlegar breytingar á þessum tíma. Áður fyrr var aðeins eitt veitingahús á götunni, Mokka, en núna get ég nánast teygt mig í fimm til tíu slík. Þá eru íbúar orðnir langþreytt- ir á skruðningi í ferðatöskum all- ar nætur sem og baráttunni um bílastæðin. Ef maður færir bílinn eftir kl.19 á kvöldin fær maður ekkert stæði aftur þann daginn. Það eru um 10 þúsund bílaleigu- bílar í samkeppni um þau fyr- ir utan bíla miðborgarbúa,“ seg- ir Benóný. Hann segist þó alls ekki vera á móti túristum. „Það eru margar góða breytingar sem hafa átt sér stað í þessari ferða- mannasprengju. Það er ánægju- legt að sjá bæinn iðandi af lífi,“ segir Benóný. Það eru stjórnmálamennirn- ir sem hafa valdið vonbrigðum. „Að okkar mati hafa borgaryfir- völd alls ekki staðið sig nægilega vel í að tala máli okkar íbúanna og það kemur berlega í ljós með leyfisveitingunni fyrir íbúðahót- elinu á Barónsstíg sem geng- ur þvert á fyrri yfirlýsingar ráða- manna í Reykjavíkurborg um að ekki yrðu gefin út fleiri leyfi fyr- ir hótelum í miðborginni. Það dylst engum að þetta ástand er ekki viðunandi, Íbúasamtök- in munu beita sér í því að knýja fram breytingar,“ segir Benóný. n „Fólk þarf að geta treyst því að ákvarðanir stjórnvalds standi sérstaklega ef það varðar búsetu þess en íbúðakaup eru stærsta fjárfestingin í lífi flestra. Benóný Ægisson Segir að endurskoða þurfi aðalskipulag Reykjavíkurborgar. Þegar það var samþykkt þá sáu menn ekki fyrir þann gríðarlega fjölda ferðamanna sem nú sækir borgina heim. Mynd dV ehF / SiGtryGGur Ari „Óttumst að Verið sé að lauma trÓjuhesti inn í borgina"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.