Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Síða 34
Ég og konan mín, Sunna Hlín Gunnlaugsdóttir, vorum á kafi í líkamsrækt, fitness og heilbrigðum lífsstíl. Þá notuðum við fæðubótarefni til að ná enn betri árangri,“ segir Halldór. „Í mars 2007 fórum við saman á risa- íþrótta- og líkamsræktarviðburð í Columbus, Ohio sem heitir Arnold Classic og er einn stærsti íþrótta- viðburður í heimi. Þar fórum við á risavörusýningu og áttuðum okkur á hvað flóran heima var óspennandi.“ Halldóri og Sunnu fannst vanta bestu merkin frá Bandaríkjunum, Optimum Nutrition og BSN, hér heima og að fólk með metnað sem vildi ná árangri ætti skilið að fá bestu vörurnar sem í boði væru. Þau fóru því að hugsa hvernig þau gætu kynnt þessi vörumerki á Íslandi, enda fannst þeim ekki annað hægt en að finna leið til að vörurnar væru í boði hér heima Í júlí 2007 lagði Halldór síðan allan sinn sparnað í fyrstu sendinguna frá Bandaríkjunum og bjó til litla búð í herberginu sínu heima hjá foreldrum sínum. „Þar afgreiddi ég fyrst um sinn allar helgar milli þess sem ég var í námi á Bifröst. Ári seinna opnuðum við síðan verslun í Holtasmára og höf- um verið þar alla tíð síðan.“ Góðar viðtökur og vöruúrval breikkað Það hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur í þessi 10 ár og höfum við verið að vaxa ár frá ári,“ segir Halldór. „Fyrstu árin afgreiddum við Sunna sjálf, en árið 2009 fórum við að útvíkka starfsemina og selja í heildsölu til Hagkaupa og annarra smásöluaðila. Núna er það orðinn mjög stór hluti af rekstrinum og við erum með um 150 endursöluaðila og höfum breikkað vöruúrvalið í heildsölu og erum núna dreifingar- aðilar fyrir vörumerki eins og Sparkling Ice, Coldpress, Mr Organic, auk þess að dreifa Amino Energy og öðrum ON-vörum. Við einbeitum okkur að því að koma á markað vörum sem eru hollar og góðar og geta verið hluti af hollu en bragðgóðu mataræði." Hvað hefur breyst á 10 árum? Þegar við byrjuðum í þessu voru fitness, vaxtarrækt og kraftsportið algjörar jaðaríþróttir og svolítið undir yfirborðinu. Í dag eru þessar íþróttir orðnar mjög almennar og fleiri flott ar íþróttir bæst við eins og til dæmis Crossfit þar sem við Ís lendingar erum að gera góða hluti,“ segir Halldór. „Neyslu- mynstrið hefur breyst gríðarlega þar sem fæðubótar efni eru orðin hluti af daglegu mataræði mjög margra og fólk kaupir oftar en minna í einu. Þetta er orðið hluti af matarkörfunni hjá fólki og það er mikil sala sem fer í gegnum smásöluaðila eins og til dæmis Hagkaup og Krónuna.“ 10 ára afmæli haldið með pomp og prakt „Afmælið gekk bara rosalega vel,“ segir Hafsteinn Vilbergsson, mark aðs stjóri Perform.is, „nema sól in mætti loksins þegar við vorum að pakka niður.“ Gestir létu það ekki á sig fá, þótt væri skýjað og smá- rigning og voru allir ánægðir með það sem boðið var upp á. „Við buðum upp á grillaða hamborgara og ís frá Valdísi,“ segir Hafsteinn. Afsláttur var gefinn í búðinni og ráðgjöf i boði frá fitness- þjálfurum og -keppendum. Einnig voru hoppukastali og risabox á staðn- um fyrir börnin. „Síðan vorum við með dekkjaveltukeppni fyrir bæði kyn, þar sem í verðlaun var úttekt í versluninni fyrir besta tímann og það voru þau Jóhanna og Hafsteinn Máni sem unnu þau.“ Að sögn Hafsteinn er Perform.is alltaf til í að brydda upp á nýjungum og viðburðum og þau eru þegar byrj- uð að hugsa um hver næsti viðburður eigi að vera. „Við erum alltaf til í að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt, en fyrst og fremst viljum við sinna viðskiptavinum okkar vel og gera betur fyrir þá.“ Styrkir fjölda íþróttamanna Perform.is sem fékk viðurkenningu Credit Info árið 2016 sem eitt af framúrskarandi fyrirtækjum lands- ins, er meira en bara verslun, því þau Halldór og Sunna, auk Þormóðs Jónssonar sem síðar varð meðeigandi Perform.is, styrkja fjölda frábærra íþróttamanna og þjálfara. „Í teyminu okkar góða má meðal annars nefna: OfurGísla sem er massaðasti lög- fræðingur landsins, Konna, þjálfara í World Class, snillingana í Betri árangri, þau Ale Sif, Katrínu Evu og Magga Bess, Teit Ara fitnessmeistara, Hrönn og Hafdísi fitness drottningar og Þröst Óla Crossfit,“ segir Halldór. Síðastliðna helgi hélt Perform.is upp á 10 ára afmæli sitt en verslunin byrjaði í einu her- bergi heima hjá foreldrum eins eigandans, Halldórs Arinbjarnar. Síðan þá hefur búðin færst niður í Holtasmára, þar sem eigendur og starfsfólk gera sitt besta til að aðstoða viðskiptavini sína við val á því sem þau telja bestu fæðubótarefnin sem eru í boði í dag. AfmælisveislA hAldin með pomp og prAkt Perform bauð í 10 ára afmæli Grill er Gott Haffi, Viktor og rakel starfsmenn Perform.is sáu um að grilla ham- borgara handa gestum. Mynd MuMMi Lú VinninGsHafinn Hafsteinn Máni náði 1. sæti. Mynd MuMMi Lú sú fljótasta Jóhanna rúllaði upp 1. sætinu. Mynd MuMMi Lú Velt á tíma Keppt var um hver væri fljótastur að velta dekkinu. Mynd MuMMi Lú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.