Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Síða 38
Nýbökuðu foreldrarnir,­George og Amal, eru í sum­arfríi á Ítalíu með börnin sín. Tvíburarnir, Ella og Alexander, komu í heiminn þann 6. júní síð­ astliðinn og er ferðin sú fyrsta sem fjölskyldan sést opinberlega í. Foreldrarnir tóku sér þó smá frí frá barnauppeldinu og áttu deit kvöld á veitingastaðnum Gatto Nero við Lake Gomo. Clooney-hjónin á deitkvöldi á Ítalíu Kim Kardashian er ein af þekktustu og mest mynd­uðu konum heims. Hún er ætíð óaðfinnanlega máluð, hvert hár á sínum stað og klædd í hátísku. En stundum verða konur bara að klæða sig kósí og það gerði Kim svo sannarlega, þegar hún brjóstahaldaralaus klæddist ein­ földum hlýrabol og Adidas­stutt­ buxum. Förðunin var í lágmarki og hárið í tagli. En Kim var ekki alveg laus við glamúrinn, því hún smellti sér að sjálfsögðu í hæla við. En það er ljóst að hvaða flík sem er klæðir konuna vel. Hin hversdagslega Kim Kardashian Í kvikmyndinni Ég man þig, sem gerð er eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, gegnir hús á Hesteyri á norðan­ verðum Vestfjörðum stóru hlutverki. Húsið er þó alls ekki á Hesteyri, heldur stendur það við Víkurbraut 4 í Grindavík og með aðstoð tölvutækninnar er það fært til Vestfjarða. Húsið heitir Bakki og er í eigu Minja­ og sögufélags Grinda­ víkur, en félagið eignaðist húsið í maí 2015 og vinnur nú að endur­ byggingu þess. Ég man þig er að miklu leyti kvikmynduð í og við Bakka. Bakki er forn verbúð, byggð 1933 og er talin vera elsta uppi­ standandi verbúð á Suðurnesj­ um. Vonir standa til að í framtíð­ inni muni Bakki hýsa byggðasafn Grindvíkinga og aðra menningar­ tengda starfsemi. Vissir þú að? Húsið á Hesteyri er í Grindavík Bakki í Bakgrunni Á plakati myndarinnar má sjá Bakka í bakgrunnin- um. Bakki gift í rúm tVö ár george Clooney og amal alamuddin giftu sig 27. septem- ber 2014 í Feneyjum á Ítalíu. Það var vinur Clooney, Walter Veltroni, fyrrverandi borgarstjóri Rómar, sem gaf þau saman. Mynd Josiah KaMau Jólasveinninn í sumarfríi á suðurnesjum? Þessi skemmtilega mynd var tekin í Grindavík nú í vikunni, en engu er líkara en að jólasveinninn sjálfur hafi lagt búningnum og brugðið sér í sumarfrí í bænum. Líklegra er þó að þarna sé bara einn af fjölmörgum ferðamönnum landsins á ferð, eða hvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.