Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Síða 45
1 Þú valdir venjulegasta og ein- faldasta lykilinn sem er án allra skreytinga. En þrátt fyrir einfalt form er þessi lykill sá sem opnar flestar dyr. Val á honum þýðir að þú ert skynsamur, ákveðinn og með mikla greiningarhæfni. En stund- um áttu það til að vera viðkvæmur. 2 Þú valdir áreiðanlegan lykil sem getur opnað dyr að hvaða töfrakastala sem er. Val á honum þýðir að þú ert heillandi, sterkur og nýjungagjarn. Þú færð auðveldlega allt sem þú vilt og styrkleikar þínir eru sjálfstæði og sá eiginleiki að vilja ekki vera bundinn af loforð- um. 3 Þú valdir lykil með sjaldgæft form. Val á honum þýðir að þú hefur mikið sjálfstraust og þú trúir alltaf á þig sjálfan, af hverju ættir þú annars að hætta öllu og velja skrýtna lykilinn? Skurðurinn á honum er mjög sérstakur þannig að þú getur ekki verið viss um að hann opni ákveðinn lás. Þú ert afgerandi og alltaf uppfullur af skemmtilegum hugmyndum. Þú samþykkir áskoranir án þess að hugsa þig tvisvar um, hefur alltaf stjórn á eigin lífi og ert tilbúinn að takast á við hvaða ævintýri sem bíður þín. 4 Þú valdir lykil sem lítur út eins og fjögurra laufa smári. Tókstu eftir því? Val á honum þýðir að þú ert kátur, afslappaður og bjartsýnn einstaklingur sem horfir alltaf á björtu hliðarnar. Passaðu þig samt, því bjartsýnin gerir þig stundum hvatvísan og utan við þig, þannig að þú gætir lent í vandræðum og jafnvel án þess að taka eftir því. 5 Þú valdir lykil með mörgum flóknum skreytingum, svipaðan lykil og er oft í ævintýrum og fantasíum. Val á honum þýðir að þú ert skapandi draumóramaður með einstakan persónuleika og mjög öflugt ímyndunarafl. Þú tekur hlutum persónulega og einstakur persónuleiki þinn fellur ekki alltaf í kramið hjá öðrum, þannig að þér finnst þú misskilinn og útundan. 6 Þú valdir hefðbundna lykil- inn. Val á honum þýðir að þú ert skynsamur og skilningsríkur. Þú býrð yfir miklum styrk, en átt einnig erfitt með að stíga út fyrir þægindahring þinn. Þú ert mjög traustur og býst við því sama frá öðrum í kringum þig. Fannst þér valið lýsa þínum persónuleika? Hvað segir valið um persónuleika þinn? PersónuleikaPróf: Veldu þér lykil Veldu þér lykil á myndinni og lestu síðan hvað valið segir þér um persónuleika þinn. Niðurstaðan gæti komið þér á óvart. alicia Vikander er hin nýja lara croft Í fantaformi - leikur sjálf í áhættuatriðum Tökur á nýrri kvikmynd um Löru Croft standa nú yfir og er frumsýning á myndinni áætluð í 16. mars 2018. Myndirnar um Löru eru byggðar á samnefnd- um karakter úr tölvuleik frá 1996, vinsældir hennar síðan hafa verið gríðarlegar og hefur hún birst í fleiri leikjum, teiknimyndaþáttum, kvikmyndum auk þess sem hægt er að kaupa alls konar varning með nafni hennar og myndum á. Einnig hefur hún verið á forsíðu yfir 1.100 tímarita, fleiri en nokkur fyrirsæta hefur gert. Angelina Jolie gerði Löru Croft ódauðlega á hvíta tjaldinu í tveim- ur kvikmyndum, 2001 og 2003, og nú er komið að hinni sænsku Aliciu Vikander í endurgerðinni. Myndir af tökustað síðan í febrúar og af Vikander í sumarfríi fyrir stuttu sýna að hún er í fantaformi. Hún leikur sjálf í flestum áhættu- atriðum myndarinnar. Auk þess sem hún neglir útlit Löru. Það verður því spennandi að sjá hvern- ig henni tekst til í hlutverkinu. Hin 28 ára gamla leikkona hefur farið nokkuð hratt upp á stjörnuhimininn í Hollywood. Hún fékk Óskarinn 2016 fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir Danish Girl, auk þess sem hún skilaði eftirminnilegum hlutverk- um í The Man from U.N.C.L.E. (2016) og Jason Bourne (2016). Fimm myndir með henni eru nú í vinnslu. Á meðal þeirra sem komu til greina í hlutverk Löru Croft í endurgerðinni voru Daisy Ridley, sem leikur Rey í nýjustu Star Wars-myndunum. Tekur við af Jolie Vikander tekur við keflinu af Jolie sem lék Löru Croft í tveimur myndum. Í Tökum Vikander við tökur. Í sumarfrÍi Vikander naut sín vel í sumarfríi í Formentera á Spáni með kærastanum Michael Fassbender. lÍkar Alicia Vikander er hin nýja Lara Cr oft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.