Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Page 52
28 fólk - viðtal Helgarblað 14. júlí 2017 nýtt.“ Adolf segist, þrátt fyrir allt, ennþá bera hlýjar tilfinningar til RÚV, að minnsta kosti stofnunar- innar sem slíkrar. „Ég var þarna í 22 ár, vakinn og sofinn. Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á, ég vann með frá- bæru starfsfólki og eignaðist góða vini. Ég sakna þessa alls. Ég ver þetta fyrirtæki, þessa stofnun, endalaust. Þegar menn á sam- félagsmiðlum eða annars staðar bölsótast yfir fyrirtækinu svara ég fullum hálsi ef mér finnst gagn- rýnin ósanngjörn, því mér þykir alltaf vænt um þetta fyrirtæki. En það er aftur á móti spurning með yfirstjórnendurna.“ Lífið er ekki sanngjarnt Allt sem við Adolf höfum rætt fram að þessu hefur verið merkilegt og þýðingarmikið. Þegar við víkjum að fjölskyldumálum og heilsu og hamingju fjölskyldunnar erum við hins vegar farnir að tala um hluti sem skipta enn meira máli. Á meðan Adolf fór í gegnum um- brotatíma í vinnunni greindist konan hans með krabbamein eins og áður segir. „Ég hef komist að því, eins og sálfræðingurinn minn sagði, lífið er ekki sanngjarnt. Lífið hefur ekkert með sanngirni að gera. Það er engin sanngirni í því að tólf ára barn greinist með hvítblæði. Það er engin sann- girni í því að fólk á miðjum aldri missi vinnuna sína, það er engin sanngirni í því að fólk missi heils- una. Ég hef séð í kringum mig of- boðslega margt fólk á mínum aldri sem hefur unnið hörðum höndum áratugum saman, búið að byggja upp sitt líf, og ætlar að fara að njóta en þá allt í einu tekur lífið einhverja fáránlega beygju. Auðvitað var ýmislegt sem gerð- ist á svolítið samþjöppuðum tíma hjá mér og okkur, ég lendi í þessu einelti, missi vinnuna, á erfitt með að finna vinnu, fer síðan í þetta ævintýri með útvarpið og konan greinist með krabbamein. Svo til að bæta um betur tekur það sig upp ári seinna, eftir að við héldum að þetta væri búið og hún fór í gegnum hálfsárs lyfjameð- ferð í vetur sem lauk í vor. Það eru rúmir tveir mánuðir síðan hún kláraði seinni lyfjameðferðina. Þetta hefur verið djöfull töff tími. Það er margt að berjast við en það stærsta eru náttúrlega veikindi hennar, en það virðist ekkert bíta á þessa konu. Hún hefur verið með mér í 39 ár, manneskja sem þolir mig í 39 ár, hún þolir flest.“ Maður bullar fyrir fólk Eftir að útvarpsævintýri Adolfs lauk hófst aftur leit að vinnu og eftir að hafa starfað um hríð við afgreiðslustörf var honum boðið leiðsögumannsstarf hjá Arctic Adventures. Hann tók meira- próf og í maí í fyrra fór hann að túra og hefur verið á fullu síðan. „Ég var mikið í tveggja og þriggja daga ferðum um Suðurlandið í vetur en í sumar hef ég verið í lengri túrum, fimm eða sex daga hringferðum. Þetta er gríðarlega skemmtilegt. Þetta er svolítið svipað og maður gerði áður, mað- ur bullar fyrir fólk,“ segir Adolf og skellir upp úr. „Þetta er eins og lýsing í sjónvarpi, þú segir frá því sem þú sérð. Þetta eru mann- leg samskipti og þrátt fyrir að það hafi verið reynt að halda því fram að ég væri slæmur í mannlegum samskiptum held ég að þau hafi yfirleitt legið þokkalega fyrir mér.“ Adolf segir að honum hafi ekki gefist tími til að fara í Leiðsögu- skólann en hann stefnir að því að gera það á næsta ári og hlakkar mikið til þess. Hann segist hafa verið nægilega fróður um landið þegar hann byrjaði að leiða ferða- menn út í náttúruna. „Maður er alltaf að læra eitthvað en sem betur fer hef ég ferðast talsvert um landið. Í öðru lagi er ég enginn krakki lengur, ég á þrjú afabörn. Síðan bý ég að því að ég vann á fréttastofu í meira en 20 ár. Þó að menn líti á okkur íþróttafrétta- menn sem nautheimskar bolta- bullur fylgjumst við með öðrum fréttum og höfum jafnvel áhuga á því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lærðu málið þitt almennilega Þrátt fyrir að Adolf starfi ekki sem íþróttafréttamaður í dag heyri ég að hugur hans er enn að miklu leyti þar. Ég má því til með að heyra frá honum hvað honum finnist um íþróttaumfjöllun á Íslandi og hvernig hún hafi þróast síðustu ár. „Það sem ég vil alltaf sjá betra er málfarið. Alltaf þegar skóla hópar eða krakkar komu upp í útvarp í starfskynningu, og spurðu mig hvað þau þyrftu að gera til að verða íþróttafréttamenn, sagði ég ætíð „lærðu íslensku, lærðu málið þitt almennilega.“ Vegna þess að tungumálið er verkfærið sem þú notar í vinnunni. Ef þú hefur ekki vald á því verður þú ekki góður.“ Beinar lýsingar frá íþrótta leikjum voru ær og kýr Adolfs og þar naut hann sín hvað best. Honum líkar ekki hvernig þær hafa þróast á síð- ustu árum og myndi vilja sjá lýs- ingarnar hófstemmdari. „Þetta er komið svolítið yfir í öskurkeppni. Þegar þú missir þig algjörlega og öskrar yfir einhverjum tveimur liðum í neðri hluta ensku úrvals- deildarinnar, hvað áttu þá eft- ir fyrir stóru stundina? Hvað áttu eftir þegar Ísland skorar sigur- markið á lokasekúndunni?“ Fíflagangurinn lifir enn Áður en ég sleppi Adolf rifjum við upp nokkrar af þeim uppákom- um og fíflagangi sem hann stóð fyrir eða lét plata sig út í þegar hann var íþróttafréttamaður. Oft var kostulegt að fylgjast með upp- átækjum Adolfs sem stundum voru gagnrýnd en oftast var nú hlegið. Ég spyr hann því að lokum hvort hann hafi sagt skilið við sprellið eða hvort hann bjóði upp á einhvern fíflagang í leiðsögu- störfum sínum. „Auðvitað reynir maður að skemmta farþegunum af og til og reynir að taka sig ekki of alvarlega. Maður reynir að gera þetta að skemmtilegri upplifun hjá þeim. Stundum fíflast maður aðeins en maður verður að lesa í hópinn og sjá hvað er viðeigandi í hvaða hópi og þess háttar. En jújú, við reynum yfirleitt að hafa svo- lítið gaman.“ Það verður ekki annað sagt en að Adolf sé trúr þessum lokaorðum, hann stefnir alltaf að því að hafa svolítið gaman. Þrátt fyrir að við höfum í þessu við- tali rætt um erfiða göngu hans í gegnum öldudal og ýmis áföll sé ég Adolf ennþá fyrir mér eins og ég hef gert alla tíð. Brosandi.n M y n d S ig tr y g g u r A r i „Ég veit ekki hvort ég sé fyrir mér einu sinni að vinna aftur sem íþróttafréttamaður eftir þetta langa fjarveru. „Manneskja sem getur þolað mig í 39 ár hún getur þolað flest.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.