Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2017, Síða 60
36 menning Helgarblað 14. júlí 2017 Í stigagangi blokkar við Baróns- stíg er starfrækt lítið gallerí með stórt nafn, Listasafníslands.is. Það er myndlistarmaðurinn Sindri Leifsson sem rekur galleríið í gömlu baðherbergi sem staðsett er undir stiga í kjallara hússins. „Nágrannarnir af efri hæðunum hafa tekið mjög vel í þetta og hafa svolítið verið að kíkja á sýningarn- ar. Þetta er náttúrlega frábær nýt- ing á rýminu - að nota það undir innsetningar í staðinn fyrir að fylla það með drasli,“ segir Sindri. Galleríið var opnaði formlega í júlí í fyrra með sýningu Unndórs Egils Jónssonar Bílrúðuskafa #5 og nú stendur yfir önnur sýning gall- erísins. „Það er alltaf haldin opnun þar sem er skálað í rósavíni – sem er drykkur Listasafnsíslands.is – en eftir það er bara opið eftir eftir- spurn. Fólk getur sent mér tölvu- póst á info@listasafnislands.is og fær þá að kíkja á sýningum og í kaffibolla hjá mér ef það vill.“ En af hverju ákvaðstu að nefna galleríið þessu sérstaka nafni? „Ég sá að vefsíðan var laus og hoppaði bara á þetta. Mér finnst þetta vera svolítil tilvísin í það post-2000 neo-digital fyrirbæri á Íslandi þegar léninu .is var bætt við vel þekkt vörumerki til að gefa þeim ferskt yfirbragð: Skyr.is, Ung- frúÍsland.is og svo framvegis. Á sama hátt vona ég að ég nái að koma með nýtt sjónarhorn á þetta fyrirbæri: þjóðarsafn Íslendinga,“ segir Sindri. Hann telur ekki að nafnið muni fara fyrir brjóstið á aðstandend- um Listasafns Íslands og segir þau ekki hafa kvartað yfir líkindum nafna þessara tveggja ólíku list- stofana hingað til. „Ég hef boðið þeim á báðar opnanirnar en það hefur enginn látið sjá sig – sem er leiðinlegt því ég mæti alltaf á opn- anir hjá þeim. Nýlega höfðu þau reyndar samband og voru eitthvað að forvitnast, en þau hafa ekki lagt fram neinar kröfur. Ég er náttúr- lega ekki að reyna að græða neitt á þessu, heldur fyrst og fremst að gera þessar innsetningar sem að- gengilegastar. En ég hef líka glugg- að örlítið í reglur Isnic, og mér sýn- ist reglan um lénin vera einföld: fyrstur kemur fyrstur fær.“ Sýningin sem stendur nú yfir í galleríinu nefnist Re-sieve og er eftir listakonuna Florence Lam, sem er alin upp í Hong Kong en búsett hér á landi. Eldhússigti full af hveiti hangir í miðju rýminu en nokkur korn af hveiti hafa far- ið í gegnum sigtið og liggja nú á jörðinni. „Þetta verk virkjast með íbúum sameignarinnar. Í hvert skipti sem að fólk gengur niður stigann í sameigninni eða skellir útidyrahurðinni þá sigtast pínu- lítið af hveiti úr sigtinu. Þaðan kem- ur nafnið re-sieve,“ segir Sindri en orðið er snúningur á enska orðið „receive“ sem þýðir að taka á móti eða veita inngöngu en með þessari óvenjulegu stafsetningu þýðir það frekar að endur-sigta. „Florence vinnur verk sín yfir- leitt út frá einhverjum gjörningi, gerir performatífar innsetningar. Mér fannst það hvernig hún hugs- ar rými og stað akkúrat smella hér inn,“ segir Sindri. „Ég vil líka nota vefsíðuna sem rými þar sem efni tengt sýningunni verður gert sér- staklega aðgengilegt. Í þessu tilviki verða reglulega teknar og birtar myndir af hveitihrúgunni sem er á gólfinu – þar safnast alltaf meira og meira upp eftir því sem fólk gengur oftar um sameignina.“ n „Þetta er tilvísin í það post-2000 neo-digital fyrirbæri á Íslandi þegar léninu .is var bætt við vel þekkt vöru- merki til að gefa þeim fersk yfirbragð: Skyr.is, UngfrúÍsland.is og svo framvegis. Listasafníslands.is starfrækt í stigagangi við Barónsstíg Sindri Leifsson rekur lítið gallerí sem stórt nafn í gömlu baðherbergi „Mér sýnist reglan um lénin vera einföld: fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Sindri Leifsson um vefsíðuna Listasafnís- lands.is og galleríið sem hann heldur úti undir sama nafni í stigaganginum heima hjá sér. Mynd Sigtryggur Ari Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Endur-sigtað Listasafníslands.is er staðsett í kjallararými sem áður hýsti baðherbergi undir stiganum í blokk við Barónsstíg. Nú stendur þar yfir sýningin Re-sieve eftir Florence Lam. Mynd Sigtryggur Ari Skrifar undir útgáfusamning Á miðvikudag var tilkynnt að Högni Egilsson, tónskáld og tón- listarmaður, sem meðal annars hefur gert garðinn frægan með hljómsveitunum Hjaltalín og GusGus, hefði skrifað undir út- gáfusamning við breska útgáfu- fyrirtækið Erased Tapes. Útgáfu- fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á framúrstefnutónlist og meðal listamanna sem gefa út hjá fyr- irtækinu eru Nils Frahm, Ólafur Arnalds og Kiasmos. „Ég hef fylgst mikið með fyrirtækinu á undanförnum árum og get ekki beðið eftir að starfa með þeim í framtíðinni. Spennandi tím- ar framundan,“ skrifaði Högni á opinbera Facebook-síðu sína. Vilja inn í senuna Austurríski orkudrykkjaframleið- andinn Red Bull er nú að gera sig líklegan til að færa sig inn á íslenskan tónleika- og viðburða- markað í auknum mæli með nýráðnum viðburðastjóra og nokkuð reglulegu tónleikahaldi. Ein helsta auglýsing fyrirtækisins á heimsvísu felst í skipulagi list- og íþróttaviðburða sem flagga merki fyrirtækisins í hvívetna. Á tónlistarsviðinu heldur Red Bull úti svokallaðri tónlistarakadem- íu sem stendur fyrir kennslu, tónleikum, netútvarpsstöðv- um og fjölmörgu öðru tónlistar- tengdu efni. Í sumar hefur Red Bull Music Academy orðið meira áberandi í íslensku tónlistar- lífi en áður, meðal annars haldið rapptónleika á Kex Hostel og nú um helgina stendur fyrirtækið fyrir fyrirlestri og klúbbakvöldi með bandaríska teklife-plötu- snúðinum DJ Earl á Húrra. nafnið þótti of pólitískt Artgallerí-Gátt er nýtt nafn lista- mannarekna gallerísins sem áður hét Anarkía. Galleríið hefur verið starfrækt í Kópavogi undanfarin fjögur ár og hefur bæði sýnt verk eftir lærða listamenn og leikna. Nafnbreytingin var ákveðin á aðalfundi gallerísins í júní. „Er- lendum listamönnum finnst Anarkía einfaldlega of pólitískt tengt og eru þess vegna hikandi við að sýna hjá okkur. Það var því ákveðið á síðasta aðalfundi að taka upp ARTgallerý-Gáttar nafnið og nú strax á sumarsýn- ingum gallerísins erum við að fá marga erlenda listamenn sem sýna hjá okkur undir nýju nafni,“ segir í tilkynningu frá galleríinu. Næsta sýning í galleríinu verð- ur opnuð 20. júlí þegar Mon- ique Becker og Hugo Mayer opna sýningu á verkum sínum auk Jó- hönnu Þórhallsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.