Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2017, Page 43
1958 Bandaríski Billboard-topplist- inn, The Hot 100 Singles Chart, hóf göngu sína. Ricky Nelson var í fyrsta sæti með lagið Poor Little Fool. 1990 Þrír vopnaðir ræningjar stálu sem sa msvarar 27 milljónum króna á tónleikum hljómsveitarinnar New Kids On T he Block í Montreal í Kanada. Um var að ræða innkomu vegna sölu á ým sum varningi merktum sveitinni. 2000 Craig David kom öðru lagi sínu, 7 days, í fyrsta sæti breska listans. Aðeins 19 ára að aldri varð hann því yngsti karlsöngvarinn til að koma tveimur lögum í fyrsta sæti listans, frá því að Donny Osmond varð sá fyrsti til þess árið 1973. 1901 Söngvarinn og trompetleikarinn Louis Armstrong fæddist í Queens í New York. Armstrong átti marga smelli, sem eru vel þekktir í dag, eins og: Hello Dolly!, What A Wonderful World, When The Saints Go Marching In, Ain't Misbehavin', og We Have All the Time in the World. Armstrong lést 6. júlí 1971. 1963 Bítlarnir komu fram í Queen's Theatre í Blackpool Englandi. Aðdáendur þeirra þyrptust í kringum leikhúsið og lokuðu öllum inngöngum. Brugðið var á það ráð að koma Bítlunum í gegnum nærliggjandi byggingarsvæði, upp á og yfir vinnupalla, og þaðan yfir á þak leik- hússins þar sem þeir voru látnir síga inn í húsið í gegnum fellihurð á þakinu. 2001 Dave Stewart kvæntist tískuljósmyndaranum Anouska Fisz á einkaströnd á Frönsku rivíerunni. Á meðal gesta voru Elton John, Mick Jagger, bræðurnir Liam og Noel Gallagher úr Oasis og Annie Lennox, sem skipaði hljómsveitina Eurythmics, ásamt Stewart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.