Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 11. ágúst 2017fréttir
0
5
10
15
20
25
30
35
40
45
50
55
60
E
ftir hrun hafa umræður um
stéttaskiptingu á Íslandi
minnkað mikið á hinum
pólitíska vettvangi og hin
rótgróna hugmynd um Ísland sem
stéttlaust þjóðfélag er aftur orðin
áberandi – þrátt fyrir að eigna-
skipting sé mjög ójöfn í samfé-
laginu. Þetta segir Guðmundur
Ævar Oddsson, lektor í félagsfræði
við Norður-Michigan háskóla,
sem hefur rannsakað hugmynd-
ir Íslendinga um stéttaskiptingu
og stéttaorðræðu í samfélaginu á
undanförnum áratugum.
Ævintýraleg
aukning misskiptingar
Guðmundur hefur á undanförnum
árum rannsakað hugmyndir Ís-
lendinga um stéttaskiptingu og
stéttadýnamík hér á landi. Hann
segir að lengi vel hafi það verið
viðtekin hugmynd að Ísland væri
tiltölulega stéttlaust land.
„Það má eflaust rekja þessa
hugmynd alveg til landnáms. Vík-
ingarnir töluðu um að þeir væru
allir jafnir – en þetta var auðvitað
í hrópandi mótsögn til dæmis
við það að þeir héldu þræla. Hér
hefur því alltaf verið stéttaskipt-
ing. Í gamla íslenska landbún-
aðarsamfélaginu var stéttaskipt-
ingin mjög svipuð og á öðrum
Norðurlöndum. Það var gríðarleg-
ur munur á kjörum ríkra bænda og
svo hjúa og leiguliða – svo ég tali
nú ekki um niðursetninga. Á fyrri
hluta 20. aldarinnar þegar iðnað-
arsamfélagið fór að skjóta rótum
var svo mikill munur á kjörum
verkafólks og atvinnurekenda.
Stéttaskiptingin á Íslandi hefur
því verið svipuð og á hinum
Norður löndunum en vissulega
minni en víðast hvar annars staðar
á Vesturlöndum. Þetta sést á hlut-
lægum vísum eins og til dæmis
tölum um tekjuójöfnuð, en hann
hefur lengst af verið mjög lítill.
Frá miðjum tíunda áratugnum
og fram að hruni varð hins
vegar gríðarleg aukning. Á mjög
skömmu tímabili, frá 1995 til 2007,
fór Ísland frá því að vera jafnast
Norðurlandanna til þess að vera
með ójöfnustu tekjuskiptinguna.
Frá miðjum tíunda áratugnum
varð Ísland því mun stéttskiptara
þjóðfélag en það hafði áður verið
í efnahagslegu tilliti.“
Í fræðigrein í The Sociological
Quarterly frá því í fyrra rekur Guð-
mundur hvernig umræður um
stéttir og stéttaskiptingu á hinu
pólitíska sviði, bæði í Morgun-
blaðinu og á Alþingi, breyttust frá
1986 og til 2012.
„Í upphafi þessa tímabils voru
það álitin sjálfsögð sannindi að
Ísland væri tiltölulega stéttlaust
þjóðfélag. Ég segi „tiltölulega“ því
Íslendingar áttuðu sig alveg á því
að hér væri einhver ójöfnuður en
stéttaskipting var álitin það lítil að
það tæki því varla að tala um hana.
Frá miðjum níunda áratugnum
byrjar efnahagslegur ójöfnuður
og ekki síst tekjuójöfnuður hins
vegar að aukast mjög hratt. Þetta
var mesta aukning tekjuójafnað-
ar nokkurs OECD-ríkis á þessu
tímabili. Þetta hafði mikil áhrif á
umræðuna í samfélaginu. Með
auknum ójöfnuði og tilkomu og
sýnileika þverþjóðlegra kapítal-
ista – útrásarvíkinganna – fór að
fjara undan hugmyndinni um
stéttleysi Íslands. Jafnvel fleiri en
vinstri flokkarnir fóru að tala um
Ísland sem stéttskipt samfélag, án
nokkurra fyrirvara.“
Óvenju mikil misskipting eigna
„Eftir hrun minnkaði umræðan
um stéttaskiptingu mikið. Ein
ástæðan er eflaust sú að fjölmiðlar
fjölluðu mikið um fall yfirstéttar-
innar, fréttir af því að þessi og hinn
væri að fara á hausinn, og margir
upplifðu að stéttakerfið væri aftur
að fletjast út,“ segir Guðmundur.
„Tekjuójöfnuðurinn minnkaði
líka mikið eftir hrun. Ef við skoð-
um Gini-stuðullinn – sem hef-
ur vissulega sínar takmarkan-
ir – þá hrynur hann úr 0.44 í 0.25
frá 2007 til 2012. Ísland skar sig
þannig frá öðrum hrunlöndum á
borð við Írland og Grikkland þar
sem ójöfnuðurinn stóð í stað eða
hélt áfram að aukast eftir hrunið.
Ástæðan fyrir þessu er ekki síst að
fjármagnstekjur spiluðu svo stór-
an þátt í þessari aukningu hér á
landi. Þegar hlutafjármarkaðurinn
hrundi þá minnkaði ójöfnuðurinn
mjög hratt aftur.
Það gleymist þó oft í um-
ræðunni að það var ekki bara
tekjuójöfnuður sem fór upp úr
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Telja landið stéttlaust 80 prósent Íslendinga
skilgreina sig í millistétt og hugmyndin um að landið
sé tiltölulega stéttlaust er viðtekin í þjóðfélaginu.
Teljum Ísland
stéttlaust þrátt fyrir mjög
ójafna eignaskiptingu
Guðmundur Oddsson hefur rannsakað mýtuna um Ísland sem stéttlaust þjóðfélag
Bandaríkin
Sviss
Ísland
Danmörk
Svíþjóð
Indónesía
Noregur
Austurríki
Þýskaland
Kýpur
Indland
Portúgal
Lúxemborg
Frakkland
Nýja Sjáland
Kanada
Malta
Ítalía
Spánn
Finnland
Bretland
Belgía
Kína
Holland
Grikkland
Chíle
Slóvenía
Japan
Slóvakía 32,8
34,3
36,2
37,6
38,8
40,2
41,4
44,1
44,3
45
45
45,7
46,9
47,7
48
50
51,3
52,7
52,9
56,8
59,2
61,7
65,3
65,4
67
69,3
70,7
71,3
74,5
Ójöfn eignaskipting á Íslandi
Ríkustu 10%
Þetta graf sýnir
hverng stóreignafólk
á Íslandi, hæstu tíu
prósentin, á stærri
hluta af heildareign-
um (að frádregnum
skuldum) en í
flestum öðrum
vestrænum löndum.
Ríkustu tíu prósentin
eiga um 70,7%
auðsins á Íslandi.
Rannsakar
hugmyndir um
stéttaskiptingu
Félagsfræðingur-
inn Guðmundur
Oddsson hefur
rannsakað viðhorf
og hugmyndir
Íslendinga um
stéttaskiptingu.
Hann hefur störf
við Háskólann á
Akureyri í haust.
HeimildiR: CRediT SuiSSe 2014;
HaGSTOfa ÍSlandS OG fjáRmálaRáðuneyTið
19
86
19
87
19
88
19
89
19
90 19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
öllu valdi fyrir hrun heldur jókst
ójöfnuður í eignaskiptingu líka –
og þessi ójöfnuður hefur haldið
áfram að aukast eftir hrun. Þó að
ójöfnuður í tekjuskiptingu sé lítill
á Íslandi í dag er hann mjög mik-
ill þegar að kemur að eignaskipt-
ingu. Eignaskiptingin á Íslandi er
einhver sú ójafnasta sem um getur
meðal samanburðarlanda okkar –
það eru bara Bandaríkin og Sviss
sem eru með ójafnari skiptingu.
Þetta er mjög mikilvægt því eigna-
skiptingin ræður hvað mestu um
stéttaskiptingu.
Það er því ekki hægt að halda
því fram með góðu móti að hér
sé efnahagslegt stéttleysi, það sé
lítill munur þegar kemur að eigna-
skiptingu. En það má kannski enn
halda því fram að menningarleg
stéttaskipting sé tiltölulega lítil
hér á landi miðað við víða annars
staðar. Hér ganga sem dæmi rík og
fátæk börn saman í almennings-
skóla – einkaskólar eru mjög fáir –
og allir eiga að minnsta kosti í orði
kveðnu tækifæri á að fara mennta
sig í háskóla án þess að sökkva sér
í stjarnfræðilegar skuldir eins og til
dæmis í Bandaríkjunum.“
Kyn og pólitísk tengsl
Í rannsókn sem birtist nýlega í
tímaritinu Acta Sociologica kom-
ast Guðmundur og Jón Gunnar
Bernburg, prófessor við Háskóla
Íslands, að þeirri niðurstöðu að
meirihluti Íslendinga telji tækifæri
sín til að komast áfram í þjóðfé-
laginu takmarkast af ýmsum þátt-
um – en þrátt fyrir það upplifir
einungis lítill stöðu sína sem órétt-
láta. Þeir sem trúa því að tækifæri
ráðist af kyni eða pólitískum
tengslum eru líklegri til að upplifa
þjóðfélagsstöðu sína óréttláta.
„Við skoðum meðal annars
hversu mikilvægt Íslendingar telja
það sé að eiga efnaða foreldra til
þess að komast áfram í þjóðfélaginu.
Við komumst að því að stór hluti Ís-
lendinga trúir því að tækifæri til
þess að komast áfram í sam félaginu
takmarkist af ýmsum þáttum, s.s.
fjölskyldubakgrunni, kyni og fé-
lagslegum tengslum. Rúm 80 pró-
sent Íslendinga telja þannig að það
sé mjög mikilvægt að þekkja rétta
fólkið til að komast áfram í þjóðfé-
laginu og ríflega 40 prósent álíta það
mikilvægt að eiga efnaða foreldra.
Þannig að þótt þeir álíti þetta al-
mennt vera jafnaðarþjóðfélag telja
Íslendingar samt að það skipti máli
að þekkja „rétta liðið“, svo dæmi sé
tekið,“ segir Guðmundur.
„Þó svo margir trúi því að
félagsleg staða takmarki tækifæri
í lífinu upplifa flestir stöðu sína í
samfélaginu sem tiltölulega rétt-
láta og er lítill munur á lág-, milli-
tekju- eða hálaunafólki hvað þetta
varðar, sem dæmi. Það er raun-
ar ekki mikill stéttamunur þegar
kemur að óréttlætisupplifun Ís-
lendinga nema meðal þess fólks
sem telur að það sé mikilvægt að
hafa pólitísk tengsl til að komast
áfram í samfélaginu.“ n
Guðmundur heldur fyrirlestur-
inn „Stéttaskipting – stiklað á
stóru“ í Róttæka sumarháskólan-
um föstudaginn 18. ágúst klukkan
17.30 í Múltí Kúltí við Barónsstíg 3.
1986–2012 Grafið sýnir hvernig umræða um stéttaskiptinu jókst frá miðjum tíunda
áratugnum og til ársins 2008 en minnkaði aftur eftir hrun
Blaðagreinar um stéttaskiptingu
Ísland er stéttskipt
Ísland er stéttlaust