Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 31
Leifur Jónsson – eftirminniLegur karakter Einn af eftirminnilegum karakterum hverfisins var Leifur Jónsson, sem fæddist 1919 og lést 1989. Hann bjó lengstan hluta ævi sinnar hjá foreldrum sínum og síðar systkinum að Njarðargötu 27. Leifur var fyrirburi og skertur í þroska, en hann kunni á klukku, enda miðuðust allar hans gjörðir við klukkuna. Hann gekk mikið um hverfið og leit á klukk- una sína í gríð og erg. Mynd Erling Ó. AðAlstEinsson Flest eigum við hlýjar og góðar minningar um bernsku- stöðvarnar, heimilið sem við ólumst upp á, leikvöllinn sem við lékum okkur á, vinina og leikfélagana í æsku og eftir því sem við verðum eldri verður skemmtilegra að rifja þessar minningar upp með myndum og sögum, bæði okkar eigin og annarra sem urðu á vegi okkar. Mig langaði að stofna hóp á Facebook fyrir þau okkar sem ólumst upp á Óðinsgötu, og nágranna okkar,“ segir Marlín Birna, stofnandi hóps- ins sem innan við viku síðar telur 115 meðlimi. Marlín Birna, sem fædd er árið 1971 og hefur verið búsett í London í nokkur ár, ólst upp hjá ömmu sinni og afa að Óðinsgötu 30a. Margir meðlima hópsins (greinarhöfundur þar á meðal) sem léku við Marlín Birnu, sem börn, muna vel eftir ömmu hennar og afa, sem bæði eru fallin frá. Þau voru eðalfólk heim að sækja og börn alltaf velkomin á þeirra heimili. „Hópurinn er ætlaður íbúum, fyrrverandi íbúum og hollvinum Óðinsgötu,“ segir Marlín Birna og hvetur þá sem lýsingin á við til að sækja um inngöngu í hópinn sem heitir einfaldlega Óðinsgata og deila skemmtilegum myndum og sögum. Margir hafa þegar tekið fram gömul myndaalbúm og deilt mynd- um frá sinni barnæsku í hópnum og er gaman að rifja upp kunnugleg andlit, þekkta karaktera úr hverfinu, fyrirtæki og verslanir sem horfin eru á braut og fleira. Frá Óðins- götu var líka stutt í leiksvæði á Skólavörðuholtinu og í Hljómskála- garðinum svo dæmi séu tekin. Bernskuslóðirnar lifna við í máli og myndum „sumarið 1980 – Dagurinn sem ég Lærði að hJóLa.“ „Hvergi betra að læra að hjóla en á miðri Óðinsgötu á sínum tíma. Engir hjálmar, hjólabrækur, einstefnur, hraðahindranir, eða skábílastæði enda lagt beggja megin. Hjólið var keypt í Erninum sem þá var á Spítalastíg og ég get enn fundið lyktina þar inni sem var sambland af gúmmíi, smurolíu og lími. Einnig man ég enn lyktina í Prentsmiðjunni í næsta inngangi sem sá okkur ungunum fyrir nægum pappír og gott betur en það. Götumyndin sést a.m.k. ágætlega á þessari mynd,“ segir Guðbjörg Helga. saumakLúbbur „Óðinsgötu 30A í kringum 1980. Saumaklúbbur Marlínar, Gerðar og Lindu löngu fyrir tölvur og síma,“ segir Marlín Birna. æskuvinkonur Marlín Birna og Guðbjörg Helga, 6 og 3 ára, í kringum 1977. barnahópur Ellen Kristjáns söng- kona í fríðum barnahópi á Óðinsgötu, sennilega í bakgarði húss númer 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.