Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 26
2 Brot af því besta KYNNINGARBLAÐ Helgarblað 11. ágúst 2017
Kastalinn er án efa ein skemmtilegasta hönnunarbúð landsins
með ógrynnin öll af íslenskri
hönnun. Þegar Kastalinn
varð eins árs í fyrra og hóf
eigandinn, María Marko, að
flytja inn vel valdar erlendar
hönnunarvörur sem gleðja
bæði augu og huga. „Versl-
unin er L-laga og annar
anginn er alveg íslenskur
á meðan hinn anginn er
fullur af litaglaðri hollenskri
hönnun sem vekur kátínu,
jarðbundinni danskri vöru-
línu og bandarískum vörum
með kolsvörtum húmor sem
eru jafnframt vandaðar og
úr góðum og efnum. Svo
vekja frönsku ananaslamp-
arnir alltaf athygli og að-
dáun, enda bæði ótrúlega
skemmtilegir og heillandi,“
segir María. Kastalinn býður
upp á alþjóðlega hönnunar-
blöndu sem heillar fagurker-
ann í okkur öllum. María er
menntaður vöruhönnuður
og lærði einnig barnamenn-
ingarhönnun í Svíþjóð. Hún
rekur hönnunarstúdíó í versl-
uninni og hannar þar fallegar
vörur sem hún selur.
Leikgleðin í fyrirrúmi
Það er alltaf jafn gaman
kíkja í heimsókn í Kastalann
hennar Maríu á Selfossi enda
einkennist vöruúrvalið af
vönduðum og skemmtileg-
um hönnunarvörum. „Heimili
manns er kastalinn hans“, eru
einkennisorð verslunarinnar
og leitast María við að bjóða
upp á fjölbreytta hönnun
sem er hvort tveggja mjúk
og hlý; og litrík og leikglöð.
María opnaði einnig spánnýja
og glæsilega vefverslun í
nóvem ber í fyrra þar sem
einnig er hægt að nálgast
allar vörur Kastalans. „Þar
má til dæmis panta fiska-
lampa frá Hollandi, notalegar
danskar leirkrúsir, dulítið
drungalega kertastjaka og
íslensk plaköt með eyrna-
mörkum. Við erum líka með
ótrúlega fín hvítvínsglös í
nokkrum litum sem fallegt
er að blanda saman. Þetta
fæst allt hérna. Einn við-
skiptavinur í sumar kvaddi
okkur með orðunum: „A shop
full of smiles!“ sem er einmitt
það sem við viljum vera,“
segir María.
Hönnunarbland í poka
Kastalinn grænmálaði er
staðsettur á Selfossi, beint
á móti hótelinu. „Við erum
hægra megin við brúna
þegar maður keyrir frá
Reykjavík,” segir María. Þó má
sannarlega segja að það sé
fyllilega þess virði að taka á
sig örlítinn krók úr alfaraleið
til þess að kíkja í Kastalann,
ganga aftur út með bros á
vör og hönnunarbland í poka.
Kastalinn er staðsettur á
Eyravegi 5, Selfossi.
Opið er í versluninni mán–
fös 10–18 og lau 12–16.
Langi þig að kíkja við í Kast-
alanum utan opnunartíma er
ekkert mál að hafa samband
við Maríu og hún býður þér
inn. Sími: 663-3757,
e-mail: postur@kastali.is
Kastalinn: Bráðskemmtileg
hönnunarverslun á Selfossi