Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 11. ágúst 2017 V iðtalið fór fram á skrif- stofu Flokks fólksins að Hamraborg 10. Látlaus og snyrtileg húsakynni, en úr norður gluggum er frábært út- sýni yfir Fossvoginn. Skrifstofan er sprungin utan af flokknum; hér er vandræða laust hægt að halda fundi með um 60 manns en þörf er á mun stærri fundarað- stöðu. Flutningur bíður betri tíma og raunar bíður öll pólitík dálitla stund í þessu viðtali því fyrst vilj- um við fræðast um bakgrunn og ævi Ingu áður en hjólin fóru að snúast í pólitíkinni með stofnun flokksins í fyrra. Nánast blind frá 5 mánaða aldri Inga er fædd á Ólafsfirði árið 1959 og bjó þar allar götur til ársins 1994 er hún flutti til Reykjavíkur, þá orðin 35 ára gömul. „Faðir minn var verkamaður og sjó maður, átti litla trillu, dagróðrabát, og hann vann fyrir heimilinu eins og þá tíðkaðist. Mamma var heima með okkur fjögur börnin. Jólagjafirnar hjá mér voru nytsamar; ullar- sokkar, vettlingar og kannski smá nammi með, það voru ekki Barbie- dúkkur, skautar eða hjól eins og hjá sumum öðrum börn- um. Það var aðallega þannig sem ég fann að við höfðum ekki mik- ið á milli handanna. Hins vegar var alltaf nægur matur, mamma gaf okkur hafragraut og lifrarpylsu á morgnana og það var heitur matur í hádeginu og á kvöldin. En ávextir voru þá meiri lúxus en nú er og sáust bara á jólunum. Ég saknaði þess stundum að fá oft- ar ávexti þegar ég fann til dæm- is appelsínu lykt í skólanum. Við fengum líka sjaldan ný föt og vor- um ekkert sérstaklega að tolla í tískunni, allt var nýtt sem hægt var að nýta,“ segir Inga og bætir við hlæjandi dálitlu dæmi um um- hyggjusemi móður sinnar: „Hún gaf okkur alltaf meðal gegn njálg á haustin þó að ekkert okkar hafi nokkurn tíma fengið njálg. Hún var mikið í forvörnunum, hún mamma.“ Fimm mánaða gömul fékk Inga hlaupabólu með skelfilegum af- leiðingum: „Ég fékk heilahimnu- bólgu upp úr því sem eyðilagði sjónstöðvarnar. Ég þekki ekki ann- að en að sjá mjög illa og er með tæplega 10 prósent sjón sem kall- ast lögblinda. Ég veit í rauninni ekki hvernig ég sé þótt ég sé stund- um spurð um það, get ekki útskýrt það, þekki ekkert annað og er sátt við það, en mér finnst verst að vera í mikilli birtu því þá fæ ég alltaf of- birtu. Ég sé best í hálfrökkri.“ Hvernig var að alast upp á Ólafsfirði? „Í rauninni eru það algjör for- réttindi að hafa fengið að alast upp í firðinum fagra, en ég var stund- um lögð í einelti. Ég var alltaf með augun pírð út af því hvað ég sá illa, öll glennt í framan, og var strítt út af þessu. Það voru engin dökk gleraugu eða önnur úrræði fyrir sjónskerta krakka á þessum tíma. Svo skar ég mig líka úr á annan hátt, var mjög opin og alltaf syngj- andi. Það er gert grín að börnum ef þau eru ekki eins og öll hin. En ég eignaðist frábærar vinkonur þegar ég óx úr grasi og það fékk mig til að gleyma fyrra áreiti. En eins og ég segi oft: Annaðhvort bugast mað- ur eða rís upp undan áreiti, ég sjálf rís alltaf upp.“ Er að hugsa um að giftast honum aftur Inga á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum en þau giftust er hún var 18 ára og eignuðust fyrsta barnið þegar hún var 19 ára. Þau skildu fyrir mörgum árum. „Ég og gamli erum samt ósköp góðir vinir í dag, hann hefur alltaf verið til staðar og tekið mér eins og ég er. Aldrei að vita nema ég biðji hans aftur innan tíðar því ekki yngjumst við með árunum. Ég hálfneyddi hann til að giftast mér í fyrra skiptið og hver veit nema það gerist aftur,“ segir Inga kankvís en þó að hún tali hér í léttum dúr er ljóst að hún ber hlýjan hug til fyrrverandi eiginmanns síns. Líf þeirra saman var ekki eintóm- ur dans á rósum en erfiðleikarnir hófust fyrst fyrir alvöru með flutn- ingnum til Reykjavíkur árið 1994: „Hann handleggsbrotnaði þegar við vorum að flytja. Hann var þá að klára rafeindavirkjun og allt verk- lega námið þurfti að fara fram hér fyrir sunnan en bóklega hlutann tók hann í VMA. Ég var heima og sá um börn og bú. Það æxl- aðist þannig að hann var hand- leggsbrotinn í sex ár vegna ítrek- aðra læknamistaka. Sem dæmi Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is „Annað- hvort bugast maður eða rís upp“ Ýmislegt hefur drifið á daga Ingu Sæland sem ekki hefur farið hátt í fjölmiðlum. Til dæmis er hún fyrsta lögblinda konan sem útskrifast með BA-gráðu í lögfræði frá HÍ. Í fyrra stofnaði hún Flokk fólksins sem hefur verið mikið í fréttum vegna góðrar út- komu í skoðanakönnunum og fengi fimm menn kjörna ef kosið yrði til Alþingis nú. Enn fremur hefur Inga verið gagnrýnd fyrir að etja saman hælisleitendum og öryrkjum, nokkuð sem hún frábiður sér og telur vera grófar rangfærslur. Flokkur fólksins hefur verið kallaður popúlistaflokkur, en þá nafngift lætur Inga sér í léttu rúmi liggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.