Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 40
Ég hef alltaf verið þannig að ég má ekkert aumt sjá,“ segir Arnar Már. „Ég man til dæmis
að ég fór með foreldrum mínum í
heimsókn til vinafólks þegar ég var
5–6 ára gamall. Þar var mjög fötluð
stúlka sem var rúmliggjandi og alla
heimsóknina sat ég við hliðina á
henni og spjallaði.“
1988 byrjaði Arnar Már, 18
ára gamall, að þjálfa hjá Íþrótta-
félagi fatlaðra. „Ég var að vinna
í Fálkanum og Olli, formaður
Asparinnar, íþróttafélags fatlaðra og
þroskahamlaðra, talaði um að það
vantaði þjálfara þar, þannig að ég fór
líka að þjálfa þar. Svo var ég að keppa
svo mikið, þegar ég var um 20 ára –
var bæði í lyftingum og kraftraunum
– þannig að ég hætti í Öspinni, en
hélt áfram hjá Íþróttafélagi fatlaðra.“
Arnar Már er með þjálfara-
réttindi, réttindi í skyndihjálp og
hefur setið ráðstefnur og fundi úti
um allan heim. „Ég hef nýtt tímann
vel þegar ég er í keppnisferðum og
farið á ráðstefnur og fundi, ef slíkt er
á sama tíma.
Ég er fljótur að sjá ef einhver er
með skekkju eða slíkt, maður þróar
það með sér, þegar maður er svona
mikið í þessu, að finna út hvað hent-
ar hverjum og einum.“
Fyrsti bíladrátturinn í Hátúni
Fyrir 21 ári ákvað Arnar Már að
prófa eitthvað nýtt. Fyrir utan Hátún
14 í Reykjavík, þar sem íþróttahús
fatlaðra er, þar er reykingabekkur.
„Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert,
fór út með krakkana, batt spotta í
bílinn minn, og einstaklingar sátu
í hjólastólnum hinum megin við
bekkinn og reyndu að draga bílinn.
Sá fyrsti til að draga hann í hlutlaus-
um gír var Leifur Leifsson, 15 ára
gamall, og við vorum báðir jafnhissa
að honum skyldi takast þetta.“
Engin vettlingatök í þjálfun
Arnar Már fer stundum ekki nein-
um silkihöndum um einstaklingana
sem hann þjálfar eða foreldra þeirra.
„Ég hef stundum rekið foreldra
út, þegar þeir ýta börnunum í
hjólastólnum inn til mín í þjálfun.
Börnin geta það alveg sjálf. Það
er mitt markmið að láta fatlaðan
einstakling stíga upp frá fötlun
sinni. Maður á kannski ekki að segja
frá því, en ég hef tekið einstaklinga
og hent þeim úr stólnum. Svo reisi
ég stólinn við og segi: „ég verð
frammi, þú kemur bara fram.“ Svo
kemur viðkomandi fram, búinn að
koma sér sjálfur í hjólastólinn.“
Hann hefur líka farið óhefð-
bundnar leiðir til að safna fjár-
munum þegar þess hefur þurft.
Árið 1994 var Heimsmeistaramót
í Frakklandi, „og ég hugsa „ókei,
við þurfum að safna pening, förum
á hjólastólunum frá Hátúni til
Keflavíkur.“ Síðan fórum við spöl í
hverju bæjarfélagi og bæjarstjórar
fóru með okkur. Tveir einstaklingar
fóru alla leiðina, en fleiri tóku þátt,
við vorum á bílum og einstaklingar
skiptust á,“ segir Arnar Már, sem
segist hafa fengið athugasemdir frá
fólki um að hann væri klikkaður
þegar hann bar hugmyndina fyrst
upp.
Þjálfar börn í júdó
Arnar Már er júdóþjálfari í Grinda-
vík og í Vogum, en býr í Garði. „Öll
þessi ár sem ég hef starfað með
fötluðum þá hef ég aldrei fengið
viðurkenningu, en ég er aðeins
búinn að þjálfa júdó í fimm ár og í
fyrra var ég heiðraður bronsmerki
Júdósambands Íslands, hlunkurinn
grét næstum,“ segir Arnar Már
og hlær. Hann var kominn með
svarta beltið í karate 15 ára. Synir
hans fóru báðir að æfa júdó og sá
eldri, Aron sem þjálfar með föður
sínum í Grindavík, er í landsliðinu
og ríkjandi Íslandsmeistari. „Sá
yngri fór síðan sex ára að æfa júdó
í Vogunum og ég fór með og ákvað
að prófa og hélt ég myndi fá þrjú
hjartaáföll á fyrstu æfingu. En
þarna fann ég sportið mitt, sá ljósið
og ég og Maggi Hauks þjálfari
urðum út frá þessu ótrúlega góðir
vinir. Mér bauðst síðan að taka við
júdókennslu í Grindavík og þar er
ég að kenna alvöru „old school“
júdó og ég bjó líka til krílahóp og
er að þjálfa krakka alveg niður í
2–3 ára.
Ég er með gulrót fyrir 6–9 ára
krakkana, ef allir standa sig vel
alla vikuna, þá er diskópartí síð-
asta hálftímann í síðasta tíma vik-
unnar. Þau eru byrjuð að spyrja
foreldra sína hvenær júdóið
hefjist. Árið 2016 átti Grindavík
flest verðlaun í júdóinu, en ekki í
öðrum íþróttagreinum.“
Fyrsta mótið árið 2002
Árið 2002 hélt Arnar Már fyrsta
mótið fyrir fatlaða og vann
Reynir Kristófersson. Þá var
keppt í trukkadrætti, drumbalyftu
(á hallandi bekk sem er stilltur í
ákveðna gráðu), bombugöngu,
steinatökum (tunna hvor sínum
megin við hjólastólinn, svo færir
keppandinn steinana yfir. Mótið
Sterkasti fatlaði maður Íslands
var orðið að veruleika. „Ég er
með einkaleyfi á nafninu og ég er
líka kominn með ákveðin réttindi
sem maður vinnur sér inn þegar
maður heldur svona mót. Magn-
ús Ver Magnússon og ég erum
miklir félagar, höfum starfað
saman í meira en níu ár og hann
hefur hjálpað mér mikið í gegn-
um árin. Í dag eigum við nafnið
og keppnina til helminga.“
Keppnin stækkar og þróast
„Ég hef verið að þróa sportið og er
líka búinn að koma inn með fólk frá
Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi
og Þýskalandi. Mótið Sterkasti fatl-
aði maðurinn er eina sportið sem
búið er til á Íslandi sem er orðið
að alheimsíþrótt.“ Arnar Már er
nýkominn heim frá fyrsta mótinu
sem haldið er í Þýskalandi, Sterkasti
fatlaði maður Þýskalands, og voru
hann og Magnús Ver dómarar.
Fjöldi viðtala fylgdi mótinu, bæði
í útvarpi og sjónvarpi. Arnar Már
flaug síðan heim og var á Íslandi í
þrjár klukkustundir, þá fékk hann
skilaboð um að hann ætti að vera
daginn eftir í viðtali hjá BBC í Bret-
landi, þannig að hann flaug strax
út aftur.
Heimsmeistaramótið, Sterkasti
fatlaði maður heims, er svo
framundan í byrjun september í
Queen Elizabeth Park í London og
er búist við 15–30 þúsund áhorf-
endum, auk keppenda og annarra.
Keppnin snýst ekki um verðlaunasæti
„Keppnin snýst um að hjálpa hver
öðrum og kenna öllum,“ segir Arnar
Már. „Allir sem koma að þessu eru
orðlausir, sagði gaurinn í BBC, já
það er til meira en fótbolti, sagði ég.
Ég hef alltaf sagt við keppendur:
„Mér er alveg sama hver vinnur,
hver er í síðasta sæti, þetta er gaman
fyrir ykkur, við erum öll saman,
þið kynnist fólki og kannski verðið
þið vinir til lífstíðar. Ég vil fá fólkið
út, það er það sem ég var alltaf að
reyna.“
Arnar Már Jónsson, aflraunamaður og júdókennari, byrjaði ungur að þjálfa fatl-
aða. Árið 2002 ákvað hann að prófa eitthvað nýtt og lét nokkra fatlaða einstaklinga
keppa í bíladrætti, 15 árum síðar er þessi hugdetta orðin að alheimsíþrótt, Sterkasti
fatlaði einstaklingur heims.
Arnar Már og keppnin Sterkasti fatlaði maður heims
Hugdetta varð að alheimsíþrótt
FJórir kAppAr á SterkASti FAtlAði MAður ÞýSkAlAndS Heinz Ollesch, gamall vinur Arnars og Magnúsar, sem keppt
hefur í Sterkasti maður heims, Bjö Bru, sem sá um framkvæmd mótsins, Magnús og Arnar.
reynir kriStóFerSSon Vann fyrsta sitjandi flokkinn árið 2002. Þessi mynd er tekin í ár.