Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 56
32 lífsstíll Helgarblað 11. ágúst 2017 A fleiðingar loftslagsbreytinga eru stærsta verkefni sem mannkynið stendur frammi fyrir,“ segir Dario Schwoerer, svissneskur loftslagsfræðingur og skíða- og fjallaleiðsögumaður, sem býr í skútunni Pachamama ásamt fjölskyldu sinni. Dario og eigin- kona hans, Sabine sem er hjúkr- unarfræðingur, eru stödd á Akur- eyri þessa dagana auk barna sinna fimm en sjötta barnið er áætlað í heiminn á næstu dögum. Jákvæðari með hverju árinu Hjónin hafa siglt á skútunni um heiminn síðustu 17 árin og börnin þekkja ekkert annað heimili. Fjöl- skyldan ferðast um með það mark- mið að vekja athygli á loftslags- breytingum, safna gögnum fyrir vísindamenn og klífa hæsta tind hverrar heimsálfu. Dario segist ekki svartsýnn um framtíð jarðarinnar. „Ég vinn við að leita uppi það já- kvæða og fyrir vikið verð ég bjart- sýnni með hverju árinu. Því miður fjalla fjölmiðlar einungis um það neikvæða, eins og Trump og stríð, en þegar maður hugsar út í það þá er margt jákvætt að gerast. Það er til dæmis ótrúlegt að jörðin sé enn- þá svona falleg. Loftslagsbreytingar þurfa ekki að vera svo slæmar fyrir Íslendinga. Hér verður hlýrra svo kannski verða hér pálmatré í fram- tíðinni, hver veit?“ segir hann bros- andi en bætir svo alvarlegri við: „Við verðum öll að leggjast á eitt við að leysa þetta verkefni. Breytingar þurfa ekki að vera af hinu nei- kvæða. Þetta er tækifæri fyrir okkur til að vinna saman, þvert á landa- mæri.“ Notalegar móttökur Dario hefur haldið fyrirlestra fyrir yfir 100 þúsund manns í skólum víðs vegar um heiminn þar sem hann hvetur ungmenni til að gera sitt til bjargar plánetunni okkar. Fjölskyldan hefur komið til yfir 100 landa en Dario segir mót- tökurnar hafa verið afar nota- legar á Íslandi. „Fyrsti staðurinn sem við heimsóttum hér á landi var Vestmannaeyjar, Heimaey, en við komum að bryggju um fjögur leytið um morguninn. Lögreglu- maðurinn sem tékkaði okkur inn í landið bauð okkur í útsýnistúr um eyjuna á lögreglubílnum. Það var virkilega hlýlegt. Að sama skapi bauð læknirinn hér á Akur- eyri, sem skoðaði Sabine, okkur að tjalda í garðinum hjá sér. Okkur líkar mjög vel við landið og götuljósin hér á Akureyri hafa heillað okkur. Við höfum hvergi annars staðar séð hjartalaga götuljós.“ Alltaf saman Skúta fjölskyldunnar er aðeins 20 fermetrar og um borð eru einnig tveir kennarar sem kenna krökk- unum. „Um tíma ferðaðist önnur fjölskylda með okkur. Þá vorum við alls tólf talsins og reiknuðum út að hver manneskja hefði 1,8 fer- metra. Samt fannst okkur ekkert þröngt. Báturinn er í raun bara staður til að elda, sofa og læra. Náttúran er okkar stofa; sjón- deildarhringurinn og himinninn. Börnin ólust upp án sjónvarps og tölvu og fjölskyldan ver 24 tím- um á dag saman. Auðvitað rífast börnin stundum en hjá okkur fara allir sáttir að sofa því það gæti alltaf komið stormur um nóttina og þá vilja allir vera sáttir.“ Ólík eins og heimsálfurnar Hann viðurkennir að margir hafi sett spurningarmerki við lífsstíl þeirra. „Sérstaklega í upphafi. Fólkið okkar skyldi ekki hvað við vorum að gera og töldu víst að við kæmum til baka eftir tvo mánuði. Við vorum alls ekki viss um hvað við myndum gera þegar elsta barnið okkar fæddist, en hér erum við ennþá. Elsta dóttirin er að hugsa um að fara í land fljót- lega til að fara í skóla. Okkar markmið er ekki að hafa börnin hjá okkur til þrítugs heldur að þau verði sjálfstæð og hamingju- söm,“ segir hann og bætir við að börnin séu jafn ólík og heims- álfurnar sem þau fæddust í. „En þau elska öll náttúruna og upplifa sig sem hluta af henni.“ Minna er meira Hann segist ekki sakna gamla lífsins. „Vissulega væri gott að komast oftar í heita sturtu en fyrir mig er minna meira. Vegna plássleysis um borð þurfum við að losa okkur við allt drasl og það er mjög gott fyrir sálina. Mikið af dóti gerir lífið flóknara. Sum- ir vilja eiga marga bíla og þurfa að vinna mikið til að borga af þeim. Fyrir okkur er tíminn með fjölskyldunni mikilvægastur; að búa til góðar minningar sem endast að eilífu.“ Hægt er að fræðast meira um leiðangurinn á vefsíðunni toptotop.org. n „Náttúran er okkar stofa; sjóndeildar- hringurinn og himinninn. Búa í skútu Dario og Sabine hafa siglt um heiminn síðustu 17 árin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.