Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 11. ágúst 2017fréttir Spurning vikunnar „Ég held ekki. Ég held að það sé gott framundan.“ Haraldur Sigurðsson „Nei, alls ekki.“ Teitur Lárusson „Nei.“ Þórdís Hannesdóttir „Ég vil ekki fíflast með sumarið.“ Jón Örn Arnarsson Er sumarið búið? E ins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum þá fékk Thomas Möller Olsen, sem er gefið að sök að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, Face- book-skilaboð frá íslenskum blaðamanni á meðan Birna var ófundin og rannsókn lögreglu var á viðkvæmu stigi. Var haft eft- ir Grími Grímssyni, sem stýrði rannsókn málsins á sínum tíma, að sú tilraun blaðamannsins að leita upplýsinga í málinu beint frá hinum grunaða hafi verið ámælisverð, hún hefði mögulega getað spillt rannsókn málsins og valdið sakarspjöllum. Í skýrslu- tökum fyrir héraðsdómi í síðasta mánuði kom meðal annars fram af hálfu skipverja Polar Nanoq, þar sem Thomas var staddur þegar skilaboðin bárust, að hegðan hans um borð hafi breyst strax eftir að hann fékk skilaboð- in. Hann hafi orðið órólegur og taugaóstyrkur, misst alla matar- lyst og engu svarað spurning- um skipverjanna. Í kjölfarið hafi hann fengið róandi lyf hjá skip- stjóranum. Í samtali við DV þann 19. júlí sl. upplýsti Kolbrún Benedikts- dóttir varahéraðssaksóknari að blaðamaðurinn sem sendi um- rædd skilaboð yrði leiddur fyrir dóminn sem vitni í málinu. Samkvæmt heimildum DV ligg- ur hins vegar fyrir að ekki mun verða af því. Jafnframt hefur DV fengið staðfest frá Grími Gríms- syni að lögreglan muni ekki held- ur aðhafast frekar vegna þessarar umdeildu skeytasendingar blaðamannsins, hann verði ekki kallaður til skýrslutöku fyrir lög- reglu og málið ekki rannsakað frekar. Virðist því vera sem ekki muni verða neinir eftirmálar vegna þessa hluta málsins. Um- ræddur blaðamaður starfar ekki lengur í fjölmiðlum. n sigurvin@dv.is Þ etta voru mannleg mistök,“ segir Arna Sif Þorgeirsdóttir hjá Við- burðarstofu Norðurlands en ruglingur varð til þess að sig- urvegarinn í leiknum #rauttAk í bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri hlaut ekki auglýstan vinning – grill frá Byko og inn- leggsnótu frá Nettó. Reglur á reiki Eitthvað voru reglur leiksins á reiki en á vefsíðu hátíðarinn- ar voru bæjarbúar hvattir til að skreyta hús sín með rauðum lit- um og senda inn myndir. Það hús sem fengi flest „læk“ á síðunni skyldi hljóta vinninginn en dóm- nefnd myndi velja best skreyttu götuna. Á sunnudaginn var ljóst að hús í Hraunholti hafði hlotið flestu „lækin“ en á sparitónleik- unum um kvöldið, þar sem úrslit voru tilkynnt, var hús í Einholti kunngert sem sigurvegari. Vættagil best skreytta gatan Arna Sif segir mistökin liggja í því að þar sem allt Hraunholtið hafi verið vel skreytt hafi húsið sem fékk flestu „lækin“ fallið inn í götuna. Það hafi hins vegar ver- ið Vættagil sem hlotið hafi verð- laun sem best skreytta gatan. „Eigandi hússins sem fékk verð- launin er á engan hátt tengdur einhverjum í dómnefnd. Það er ekkert slíkt í gangi, þetta var bara klúður sem mun ekki koma fyr- ir aftur. Við höfum haft samband við raunverulegan sigurvegara sem fær gjafabréf í sárabætur. Ein með öllu gekk mjög vel að þessu sinni og það er afar leiðin- legt að þetta mál skuli setja blett á þessa skemmtilegu hátíð. Þetta var hins vegar óvart og eru hlut- aðeigandi beðnir afsökunar.“ Leiðinleg mistök Davíð Rúnar Gunnarsson, hjá Viðburðarstofu Norðurlands og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagðist hafa heyrt lítillega af mál- inu þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann gat ekki útskýrt hvað hefði gerst en sagði leiðin- legt ef mistök hefðu orðið. n Blaðamaður sleppur við að mæta fyrir dóm Engir eftirmálar af beinum samskiptum við hinn grunaða í Birnu-málinu Ruglingur í verðlauna- afhendingu Sigurvegari í leiknum #rauttAk á bæjarhátíðinni Ein með öllu hlaut ekki aðalvinninginn„Þetta var bara klúður sem mun ekki koma fyrir aftur Velheppnuð bæjarhátíð Þrátt fyrir rugling í verð- launaafhendingu í leiknum #rauttAk gekk hátíðin vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.