Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 11. ágúst 2017fréttir „2008: Ég held til dæmis að það eigi að afnema lög um umhverfismat þannig að það sé hægt að taka ákvörðun um að ráðast í stórvirkjanir og álver … „Ég tel að við ætt­ um að fara hægt í sakirnar, eins og við hefð­ um átt að gera í Hellis­ heiðarvirkjun. Ó li Björn Kárason, þingmað­ ur Sjálfstæðisflokksins, birti nýlega grein í Morgunblað­ inu sem bar yfirskriftina „Náttúruvernd er efnahagsmál“. Þar lýsir hann þeirri skoðun sinni að náttúruvernd sé bæði nauðsyn­ leg af tilfinningalegum og efna­ hagslegum ástæðum. Þessi grein hefur vakið nokkra athygli og fólk lýst ánægju sinni með greinina. Tómas Guðbjarts­ son skurðlæknir segir: „Ég get ekki sagt að ég sé alltaf sammála Óla Birni Kárasyni en í þessari grein hittir hann naglann algerlega á höfuðið.“ Vill færa virkjanir í biðflokk Óli segir að náttúruvernd og efna­ hagur séu tengd „ órjúfanlegum böndum“ og að hann verði æ sannfærðari um að hin efnahags­ lega framtíð Íslands liggi í nátt­ úruvernd en ekki í frekari upp­ byggingu stóriðju. „Það voru rök fyrir því á árum áður að byggja hér upp stóriðju sem var auðvitað forsenda þess að við réðumst í að virkja hér ár og rafvæða landið sem hefur komið okkur í forystuhlutverk þjóða í því að nýta græna orku. En það var á þeim tíma, nú eru nýir tímar.“ Á Íslandi eru átta stórar virkj­ anaframkvæmdir í bígerð, annað­ hvort nýjar virkjanir eða stækk­ anir á eldri virkjunum. Þetta eru vatnsaflsvirkjanir í Hvalá, Blöndu, Þjórsá, Tungufljóti, Svartá og í Búrfelli og síðan jarðvarmavirkj­ anir við Eldvörp og á Þeistareykj­ um. Óli svarar því ekki hvort hann muni standa í vegi fyrir fram­ kvæmdum af þessu tagi en hann segist hafa ákveðnar efasemdir um rammaáætlunina „Ég held að það séu virkjan­ ir þar, ég ætla ekki að nefna nein­ ar ákveðnar virkjanir, sem eigi ekki að vera í nýtingarflokki. Það eigi frekar að færa þær í biðflokk og sjá hvernig framvindan verður. Ég hef grunsemdir um að við höfum farið of geyst í jarðvarmavirkjan­ ir. Að við höfum farið of geyst í að reisa þær og að þær verði of stór­ ar. Ég hef þó ekki næga vísinda­ lega þekkingu til að meta hvort svo sé. En ég tel að við ættum að fara hægt í sakirnar, eins og við hefðum átt að gera í Hellisheiðarvirkjun.“ Einn umhverfisráðherra Sjálfstæðismaður „Ég er ekkert eini hægrimað­ urinn sem er þessarar skoðun­ ar. Ef þú ferð yfir sögu Sjálfstæð­ isflokksins þá sérðu að margir af helstu talsmönnum náttúruvernd­ ar koma frá Sjálfstæðisflokknum. Óli nefnir sérstaklega Birgi Kjar­ an (1916–1976), þingmann Sjálfstæðis flokksins á viðreisnar­ árunum og formann náttúru­ verndarráðs til langs tíma. Hann skrifaði mikið um náttúruvernd og að náttúran væri samtvinnuð efnahagsmálunum. Birgir taldi til að mynda óspillta náttúru vera grundvöll þess að Ísland gæti orðið ferðamannaland í framtíðinni. Óli segir: „Birgir Kjaran var frumkvöðull og á undan sinni samtíð að átta sig á því að það er efnahagslegur ávinningur í því að standa vörð um náttúruna og náttúruleg gæði.“ Óli segir nátt­ úruleg gæði felast meðal annars í heilnæmum matvælum íslenskra bænda og fiskveiðistjórnunarkerf­ inu sem sé „eitt stærsta náttúru­ verndarmál sem um getur og fyrir­ mynd annarra landa.“ Þegar rennt er yfir ráðherra­ lista umhverfisráðuneytisins sést hins vegar að Sjálfstæðis­ flokkurinn hefur aðeins einu sinni stýrt embættinu frá því það var stofnað árið 1990. Það var Sigríður Anna Þórðardóttir sem gegndi embættinu árin 2004 til 2006 eftir hrókeringar þáverandi stjórnar flokka til að koma Hall­ dóri Ásgrímssyni í forsætisráð­ herrastólinn. Þrátt fyrir nær sam­ fellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu hafa aðrir flokkar átt samanlagt 13 umhverfisráðherra. Óli Björn telur flokkinn þó ekki líta á umhverfisráðuneytið sem smælki. „En ég held að okk­ ur kjörnum fulltrúum Sjálfstæðis­ flokksins sé tamara að ræða önn­ ur atriði sem snerta efnahagsmál. Við erum mikið að tala um skatta, verga landsframleiðslu, framlegð og arðsemi. Við höfum kannski gleymt að tala meira um náttúr­ una vegna þess að við höfum tek­ ið henni sem gefnum hlut. Við þurfum að breyta því.“ Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann mátað sig við stól umhverfisráð­ herra segir hann: „Ég er ekki að sækjast eftir því. Það er margt ann­ að eftirsóknarvert í lífinu.“ Vildi afnema lög um umhverfismat Óli hefur ekki alltaf verið þekkt­ ur sem ötulasti stuðningsmaður náttúruverndar. Í Kastljósvið­ tali þann 6. október árið 2008 lét hann þessi orð falla: „Ég held til dæmis að það eigi að afnema lög um umhverfismat þannig að það sé hægt að taka ákvörðun um að ráðast í stórvirkjanir og álver … “. Þetta var sagt í tengsl­ um við þá ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þáver­ andi umhverfisráðherra, að láta meta sameiginlega umhverfis­ áhrif álvers við Bakka, Þeista­ reykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. Hann segist nú ekki lengur þeirrar skoðunar að það eigi að afnema lög um umhverfismat þótt einhverju mætti sjálfsagt breyta í þeim. „Ég man ekki al­ veg hvað ég hef verið að hugsa varðandi umhverfismatið á þess­ um tíma en ég er er ekki þeirrar skoðunar í dag. Ég held að það sé rétt að segja að ég sé orðinn íhaldssamari þegar kemur að þessum málum. Ég, eins og aðr­ ir, er betur og betur að átta mig á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli. Það kunna að hafa verið rök fyrir því að hér var farið í ein­ hverjar stórframkvæmdir og stór­ iðju á sínum tíma til að byggja hér upp atvinnulífið.“ Óli Björn vill ekki meina að grein hans sé tímamótagrein. Hann hafi skrifað áður um um­ hverfismál og það hafi fleiri Sjálf­ stæðismenn gert. „Frá því að ég var unglingur hef ég ferðast mikið um Ísland, um hálendið og ekki síst á veturna. Ég er líka áhuga­ maður um laxveiði. Ég held að í grunninn séu allir Íslendingar náttúruverndarsinnar.“ n n „Ég er ekki þeirrar skoðunar í dag“ n Telur náttúruvernd og efnahagsmál órjúfanleg n Vill fara hægt í jarðvarmavirkjanir Óli Björn vildi afnema umhverfismat Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is Óli Björn Kárason „Ég hef grunsemdir um að við höfum farið of geyst í jarðvarma- virkjanir“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.