Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 60
36 menning Helgarblað 11. ágúst 2017
Augnablik óvissunnar
n Fjöldi nýrra bóka kemur út á hundrað ára afmæli rússnesku byltingarinnar
R
ússneska byltingin er líklega
einhver áhrifamesti atburð-
ur í sögu nútímans. Þegar
um hann er rætt er það skilj-
anlega oft það sem af honum leiddi
sem lögð er mest áherslu á: borg-
arastríð, ráðstjórnarríki, flokks-
ræði, stalínismi, sýndarréttar höld,
gúlagið, fjöldamorð, kalt stríð,
uppreisnir í þriðja heiminum,
járntjöld og sovésk grámygla.
Við sem erum fædd í kringum
og eftir fall Sovétríkjanna – eftir hin
margtuggðu „endalok sögunnar“ –
höfum verið mötuð á svartbókum
kommúnismans og ótal tilraunum
til að lýsa ástandinu í alræðisríki
Stalíns. Menn eru óþreytandi í
að gefa út hryllingssögur frá Sov-
étríkjunum og Norður-Kóreu og
segja þær víti til varnaðar öllu því
sem heitir sósíalismi – byltingin
borðar alltaf börnin sín, segja
menn. Hvort sem okkur líkar bet-
ur eða verr enduróma því slíkar
klisjur, strámenn og löghyggja um
framgang sögunnar í huga okkar
flestra þegar við veltum fyrir okkur
atburðunum árið 1917.
Það er hins vegar frískandi að
skoða þetta kraftmikla augnablik
án slíkra eftirádóma, þegar rúss-
nesk alþýða reis upp eftir árhund-
raðalanga kúgun, í miðri heims-
styrjöld og efnahagskreppu. Á
þeim tíma var alls ekki ljóst hvað
myndi leiða af þessari allt að því
óhjákvæmilegu uppreisn, fyrst
gegn hinu 300 ára og gjörspillta
Romanov-keisaradæmi í febrúar
og átta mánuðum síðar gegn getu-
lausri bráðbirgðastjórninni sem
við hafði tekið.
Víða um heim nýta menn sér
aldarafmæli atburðanna til að
velta fyrir sér merkingu byltingar-
innar fyrir nútímann en það er
allra síst í Rússlandi sjálfu sem
þeir eru til umræðu. Ástæðan er
mótsagnakennd tengsl rússneskra
yfirvalda í dag við byltinguna árið
1917.
Pútín hefur frekar tengt sig við
keisaraveldið sem alþýðan steypti
af stóli heldur en þær hugsjónir
sem lágu byltingunni til grund-
vallar – jöfnuð, lýðræði, jafn-
rétti kynja og sjálfsákvörðunar-
rétt þjóða. Byltingaraugnablikið
áður en persónudýrkun og alræði
urðu ofan á er því þyrnir í augum
Pútíns. Til að taka broddinn úr
því vill hann gelda Lenín og stað-
setja í ættartölu sterkra rússneskra
leiðtoga sem hafa stýrt landinu í
gegnum aldirnar: Romanov-ættin,
Lenín, Stalín og Pútín – rússneska
þjóðin þarf sterkan hálfguðlegan
leiðtoga frekar en lýðræði.
Annars staðar en í Rússlandi
hafa hins vegar komið út fjöl-
margar nýjar og áhugaverðar bæk-
ur um efnið. Fæstar innihalda
þær mikið af nýjum upplýsingum
heldur reyna að nálgast söguna
á nýjan hátt fyrir nýjar kynslóð-
ir. Í ritgerðasafninu Historically
Inevitable? velta nokkrir sér-
fræðingar fyrir sér hvort atburða-
rásin árið 1917 hafi verið óhjá-
kvæmileg, Helen Rappaport
skrifar bók upp úr persónuleg-
um frásögnum vestrænna sjón-
arvotta í Petrograd árið örlaga-
ríka í Caught in the Revolution,
Robert Service skrifar um Niko-
las II í The Last of the Tsars og S.A.
Smith skrifar um aðdraganda og
afleiðingar byltingarinnar í Russia
in Revolution. John Medhurst velt-
ir fyrir sér gagni lenínískrar hugs-
unar fyrir vinstrimenn 21. aldar-
innar í No less than mystic og
Tariq Ali endurmetur aðstöðu og
ákvarðanir Leníns í Dilemmas of
Lenin. Af hinum væng stjórnmál-
anna varar Sean McMeeki við lýð-
skrumurum sem vilja endurvekja
sósíalismahugtakið í The Russi-
an Revolution: A new history,
og þá skrifar Victor Sebestyen
nýja ævisögu byltingarleiðtogans
með beinskeyttum titli: Lenin the
dictator.
Bækurnar tvær sem eru hér til
umfjöllunar forðast að nánast öllu
leyti að dæma atburðina árið 1917
út frá því sem átti sér síðar stað
heldur skoða þá ótrúlegu atburða-
rás sem átti sér stað, þetta einstaka
andartak, sprenginguna í púður-
tunnunni, sjálft byltingaraugna-
blikið. n
„Það er frískandi að
skoða þetta kraft-
mikla augnablik án slíkra
eftirádóma, þegar rúss-
nesk alþýða reis upp eftir
árhundraðalanga kúgun
Konur mótmæla Mótmælaaldan sem leiddi til febrúarbyltingarinnar árið 1917 hófst eftir fjölmenn mótmæli kvenna í Petrograd á
alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Konurnar mótmæltu bágum kjörum, hungri og stríðsrekstri.
Frækin lestarferð Málverk M.G.
Sokolovs sem sýnir lest Leníns koma til
Finnlandsstöðvarinnar í Pétursborg í apríl
1917. Listamaðurinn hefur bætt eftirmann-
inum Stalín við að baki byltingarleiðtog-
ans í lestinni – en Stalín var þó ekki með í
hinni raunverulegu lestarferð.
Niður með keisarann Rúmlega þriggja
alda valdatíma Romanov keisaraættar-
innar lauk í febrúar 1917 þegar rússneskur
almenningur gerði afdrifaríka byltingu.
Myndin er af höfði bronsstyttu af Alexand-
er III keisara sem var rifin niður í byltingunni.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is