Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 58
34 menning Helgarblað 11. ágúst 2017
T
ónlistarmaðurinn Ólafur
Arnalds ferðaðist nýverið
til borgarinnar Lahore í
Pakistan til að vera viðstadd-
ur í brúðkaupi vinkonu sinnar, rit-
höfundarins Anam Sufi. Ólafur og
Sufi hafa þekkst í meira en áratug
en þetta var í fyrsta skipti sem hann
hitti hana í heimalandi hennar.
Ólafur segir ferðalagið hafa verið
mikla upplifun og að það sé hollt
að fara á staði sem þessa til að sjá
hvernig hlutirnir eru í raun og veru.
Fólk vill sýna hið raunverulega
Pakistan
Vinátta Ólafs og Sufi hófst árið 2006
eftir að hún sendi honum skilaboð
á Myspace og lýsti yfir ánægju sinni
með tónlist hans. Síðan þá hafa þau
verið nánir vinir og hist margoft í
London. Ólafur segir: „Hún er ekki
vel þekkt en mig langar til hjálpa
til við að koma henni á framfæri.“
Ólafur og Sufi störfuðu saman í
fyrra við gerð plötu fyrir Late Nights
Tales-seríuna. Margir heims-
þekktir tónlistarmenn á borð við
Jamiroquai, The Flaming Lips og
Fatboy Slim hafa tekið þátt í því
verk efni í gegnum tíðina. Hluti af
framlagi Ólafs var smásaga eftir Sufi
sem lesin var upp af leikaranum
David Tennant.
Síðan bauð hún honum í brúð-
kaupið sitt „eins og vinir gera“. Ólafur
hafði aldrei komið til Pakistan áður
en fannst þetta einstakt tækifæri og
ákvað að þiggja boðið. Brúðkaupið
fór fram í heimaborg brúðhjón-
anna, Lahore í austurhluta lands-
ins nálægt indversku landamærun-
um. Lahore er ein af fjölmennustu
borgum heims með meira en 10
milljónir íbúa. Þetta er frjálslynd
borg á pakistanskan mælikvarða og
þekkt fyrir ríka sögu og merkilegan
arkitektúr.
„Þetta er ótrúlega fallegt land.
Staður sem ekki mörgum dettur í
hug að heimsækja. Sagan þarna er
ótrúleg, arkitektúrinn stórbrotinn
og fólkið með því gestrisnara sem
ég hef kynnst. Fólkið reynir mikið
að sýna útlendingum að hið raun-
verulega Pakistan er ekki það sama
og landið sem birtist okkur í vest-
rænum fjölmiðlum.“
Ólafur segir ekki mikið af ferða-
mönnum á svæðinu. „Það er mjög
lítil ferðamennska í Lahore. Það
er mun meira í höfuðborginni
Islamabad.“ Hann segir einnig
nokkuð af ferðamönnum í norður-
hluta landsins, við Himalæjafjöllin.
Dansaði allsgáður í fimm daga
Ólafur segir stærð brúðkaupsveisl-
unnar hafa komið sér á óvart en
gestirnir voru um 1.500 talsins sem
er víst mjög eðlilegur fjöldi. „Þetta
er efnað fólk en brúðkaup í Pakistan
eru almennt séð mjög stór líkt og í
Indlandi. Fólkið þarna leggur mikið
upp úr brúðkaupum. Jafnvel þó að
fólk sé ekki ríkt þá eru brúðkaupin
yfirleitt mjög vegleg.“ Veislan sjálf
stóð yfir í fimm daga og Ólafur var
viðstaddur allan tímann.
Fjölskyldurnar skipta kostnað-
inum á milli sín en yfirleitt lend-
ir meirihluti kostnaðarins á fjöl-
skyldu brúðgumans. Flestir
gestirnir voru fólk frá Lahore og ná-
grenninu en einnig
mættu nokkrir er-
lendir vinir brúð-
hjónanna, sem
eru bæði menntuð
utan Pakistans.
Ólafur var þó eini
Íslendingurinn í
veislunni.
Reynt var að
koma því í kring
að Ólafur spil-
aði í veislunni en
það gekk ekki eft-
ir. „Það var hægara
sagt en gert að
finna píanó í
þessari borg.“ Það
var þó mikið stuð
og dansað fram
eftir kvöldi alla
dagana. „Ég hef
aldrei dansað jafn
mikið allsgáður.
Það var uppljómandi að sjá að það
sé hægt að halda fimm daga brjál-
að partí án þess að nokkur bragði
áfengi.“
Áfengi er ólöglegt í Pakistan fyrir
múslima sem eru um 97 prósent
landsmanna. „Ef maður vill drekka
þá verður maður að gera það á hót-
elunum, það er aðallega fyrir ferða-
menn. Fólk í landinu drekkur al-
mennt ekki mikið og ef það gerir
það þá drekkur það heimabrugg.“
Ólafur var hrifinn af matnum
sem var boðið upp á. „Maturinn er
mjög svipaður og á Indlandi. Þarna
var mikið af lambakjöti, bauna-
réttum og spínatréttum. Þetta var
nokkuð gott fyrir grænmetisætu
eins og mig.“
Ástin getur verið lærð
Í Pakistan er löng hefð fyrir því að
hjónabönd séu skipulögð af for-
eldrunum og þau eru notuð til að
tengja fjölskyldur saman. Í seinni
tíð hefur þeim hjónaböndum þó
fjölgað þar sem hjónin kynnast að
fyrra bragði. Ólafur segir að þetta
hjónaband hafi verið blanda af
hvoru tveggja. „Það var stungið upp
á ráðahagnum af fjölskyldunum og
þau höfðu ekkert á móti því. Síð-
an urðu þau ástfangin. Þeim finnst
þetta falleg hefð og vilja endilega
halda í hana.“
Ólafur talaði bæði við Sufi og
systur hennar um þetta mál. Þær
sögðu að í upphafi hafi komið upp
efasemdir um að hjónabandið
myndi ganga upp. „En svo kemur
ástin alltaf á endanum. Ástin getur
líka verið lærð.“
Fjölkvæni er einnig leyft í
Pakistan en það á ekki við í þessu
tilviki. Þau eru á sama aldri og mjög
vestræn í hugsun. Ólafur segir fjöl-
kvæni ekki stundað í borgunum,
sérstaklega ekki frjálslyndri borg
eins og Lahore. „Þetta er senni-
lega frekar stundað í sveitum og af-
skekktari byggðum.“
Sjálfsmorðssprengjuárás sló
hann ekki út af laginu
Þann 24. júlí síðastliðinn var gerð
sjálfsmorðssprengjuárás á græn-
metismarkaði í Lahore, sú þriðja á
árinu. 26 manns létust og 54 særð-
ust í árásinni. Ólafur kom til borg-
arinnar daginn eftir árásina og
sagðist ekki hafa orðið mikið var
við hana. „Það er mikið öryggi í
borginni almennt og ég varð ekki
var við sérstaka öryggisgæslu vegna
árásarinnar. Það eru öryggishlið
víða, þar sem leitað er að sprengj-
um, vopnum og fleiru. En þetta er
auðvitað hræðilegt.“
Árásin var rædd
við matarborðið í
brúðkaupinu. „Það
var aðallega verið
að spyrja okkur
útlendingana hvort
þetta hefði hrætt
okkur frá því að
koma til landsins.
Þetta sló mig ekk-
ert út af laginu. Það
er nákvæmlega það
sem þeir vilja, að
maður verði hrædd-
ur og fari að haga lífi
sínu á annan hátt en
maður hefði annars
gert.“
Ólafur segist hafa orðið var við
ljótar athugasemdir og kynþátta-
hatur á samfélagsmiðlum eftir að
hann greindi frá því að hann væri á
leiðinni til Pakistans. „Það má ekki
nefna múslimaríki á nafn án þess
að þetta skjóti upp kollinum. Þetta
sýnir fram á mikilvægi þess að segja
frá hlutunum eins og þeir eru og að
fólk fái að kynnast þessum hlutum
af eigin raun.“
Hann segist strax byrjaður að
skipuleggja næstu ferð til Paki-
stans en óvíst er hvenær hún verði.
„Þá ætla ég að heimsækja norður-
hlutann, uppi við fjöllin. Það eru ein
fegurstu landsvæði á jörðinni held
ég. Ég ætlaði að heimsækja það
svæði núna, en það verður að bíða
þar til næst.“ n
„Ég hef aldrei dansað
jafn lengi allsgáður“
n Ólafur Arnalds í pakistönsku brúðkaupi n Ástin lærist í skipulögðum hjónaböndum
n Sjálfsmorðssprengjuárás daginn áður en hann lenti
„Ekki sama land og
birtist okkur í vest-
rænum fjölmiðlum
Kristinn Haukur Guðnasson
kristinn@dv.is
„Þetta er sennilega
frekar stundað í
sveitum og afskekktari
byggðum.
Veislan Dansað í fimm daga.
Lahore Þekkt fyrir ríka sögu og
arkitektúr.
Ólafur Ætlar aftur til Pakistans við fyrsta tækifæri.
Í sínu fínasta pússi Með brúðhjónunum.