Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 11. ágúst 2017fréttir n Röskun viðbúin í skólastarfi vegna manneklu n Vantar 1.300 leikskólakennara V eruleg röskun gæti orðið í skólastarfi á komandi vetri, bæði í leik- og grunn- skólum, sökum manneklu. Ekki hefur tekist að manna laus- ar stöður í fjölda skóla og er stað- an sögð hvað verst á suðvestur- horninu, á höfuðborgarsvæðinu. Þar vantar fólk í mjög marga, ef ekki flesta, grunnskóla og segja kennarar sem DV hefur rætt við að álag muni aukast verulega á þá sem þó verða við störf. „Þetta mun hafa áhrif á hvert einasta teymi sem starfar innan skólans,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari við Norðlingaskóla. Aðspurð- ur um stöðu mála þar segir hann „ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt.“ Stjórnendum grunnskóla er verulegur vandi á höndum nú þegar aðeins eru fáir dagar þar til skólastarf á að hefjast. Í fjölda skóla vantar kennara eða leið- beinendur og segir Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skóla- stjórafélags Íslands, að mjög víða vanti þetta á bilinu einn og upp í þrjá kennara, í sumum tilfell- um fleiri. Samkvæmt upplýsing- um frá Menntmálastofnun hafa færri undanþágubeiðnir fyrir leið- beinendur borist nú en í fyrra sem bendir til að skólastjórnendum muni ekki takast að brúa bilið með þeim hætti. Hætt er við að faglegt starf í skólunum muni hljóta skaða af og álag á kennara aukast veru- lega með tilheyrandi afleiðingum. Auglýst eftir kennurum um miðjan júlí Ragnar Þór er búsettur í Hafnar- firði og segir að staðan þar virðist slæm. Í skóla sonar hans, sem er að fara í annan bekk, vanti töluverð- an fjölda kennara. „Ég sá á heima- síðu skólans að þar var verið að auglýsa eftir kennurum núna um miðjan júlí, það er mjög óvenju- legt. Yfirleitt er gengið frá slíku í maí, í síðasta lagi í byrjun júní. Svo bárust einnig skilaboð um að það tækist ekki að manna frístundina heldur. Það er svo sem ekki nýtt en það er áhyggjuefni.“ Ragnar Þór segir að það hafi verið vísbendingar í nokkur ár um að Hafnarfjörður yrði fyrsta stóra sveitarfélagið sem fyndi alvarlega fyrir manneklu í skólastarfi. „Þeim hefur ekki tekist að manna skól- ana með réttindakennurum, það hefur verið töluvert mikið af leið- beinendum í skóla sonar míns og eflaust í öðrum skólum. Þetta var fáheyrt hér fyrir nokkrum árum, það var farið í átak í kringum alda- mótin til að stórefla kennara- menntun og mennta þá leið- beinendur sem voru við störf í skólunum. Á síðustu árum hefur þetta hægt og rólega sótt í sama far aftur. Það að verið sé að auglýsa núna þýðir að það fást ekki einu sinni leiðbeinendur til starfa og þetta er mjög alvarlegt.“ Kjarabarátta fælir frá Ragnar Þór bendir á að kjara- barátta og átök síðasta vetur hafi í raun ekki verið leyst heldur ein- göngu verið frestað um ár. Það sé því viðbúið að hörð kjaradeila gæti orðið í vetur. Við slíkar aðstæður, þegar á sama tíma er verulegt framboð af annarri vinnu, sé fjöldi fólks sem hverfi frá kennarastörf- um í stað þess að eiga yfir höfði sér þá kjaraskerðingu sem hugsanlegt verkfall gæti haft í för með sér. Kennarar leita í önnur störf Svanhildur María segir rétt að verr gangi að manna stöður í grunn- skólunum en áður. „Það var vottur af þessu í fyrra en nú í ár gengur þetta mun verr en áður. Ég heyri það hjá mínu fólki að það vanti í mjög marga skóla kennara, á Stór- Reykjavíkursvæðinu vantar mjög víða þetta einn til þrjá kennara eða leiðbeinendur. Þetta eru mjög margir skólar sem um ræðir, kannski ekki allir en mjög margir.“ Svanhildur María segir að það sé óalgengt að auglýsa þurfi eftir kennurum á miðju sumri en það sé engu að síður staðan núna. „Þetta er ekki ósvipað og stað- an var árið 2007, á hátindi síð- ustu efnahagsuppsveiflu, þegar okkur vantaði orðið fjölda fólks til kennslu. Fólk leitar í önnur störf, betur launuð og þar sem starfsum- hverfi er betra. Fólk hefur ekki ver- ið sátt við launin sín eða vinnuálag og hverfur því til annarra starfa. Þetta er mikið áhyggjuefni, bæði varðandi komandi vetur en einnig til framtíðar.“ Launin of lág og álagið of mikið Ragnar Þór segir að staðan nú sé grafalvarleg, hann vill meina að árum saman hafi verið haldið illa á skólastarfi hér á landi. „Það hef- ur leitt af sér að við erum komin á mjög alvarlegan stað. Að okkur takist ekki, á þessum tímum þegar þjóðin hefur aldrei sótt í jafn miklu mæli í menntun, að þá séu menn einhvern veginn að gefast upp við að halda elstu menntuðu stétt landsins að störfum. Nýliðun er engin og fjöldi kennaramennt- aðs fólks er ekkert á leið aftur í kennslu.“ Ragnar Þór segir að í kjarn- anum snúist málið um að laun kennara séu of lág í samhengi við ábyrgð, álag og starfsumhverfi. Skólastefna í landinu sé handa- hófskennd og lítið innblásin. „Fólk í dag gerir ákveðnar kröfur um framgang í starfi, að takast á við verkefni, að vinna eftir langtíma- skipulagi. Öll slík vinna hrekkur auðvitað upp á saumunum ef, í hvert sinn sem hér kemur góðæri, kennarar hverfa úr stéttinni og svo þarf að byrja allt upp á nýtt þegar kreppir að.“ Ragnar Þór segir að staðan í Norðlingaskóla, þar sem hann starfar, hafi aldrei verið svona slæm. Skólinn var settur á laggirn- ar haustið 2005 og hefur hann því farið í gegnum uppsveiflu, efna- hagshrun og nú aftur uppsveiflu. „Ástandið núna er ekkert líkt því sem var í uppsveiflunni síð- ast, þá var slegist um lausar stöð- ur við skólann. Nú er ekki búið að manna skólann, við erum að fara inn í veturinn og það vantar fólk. Það mun hafa áhrif á hvert einasta teymi sem starfar innan skólans og kennaraliðið mun finna um- talsvert fyrir því,“ segir Ragnar. Spurður hvernig hann hyggist leysa málin með sinn son, ef ekki verður í boði frístundastarf fyrir hann þegar skólinn hefst, segir Ragnar Þór að hann hafi ekki hug- mynd um hvernig hann leysi það. „Ætli það verði ekki endingin að taka börnin með í vinnuna, ég veit það ekki.“ Vantar 1.300 leikskólakennara Sigurður Sigurjónsson, starfandi formaður Félags stjórnenda leik- skóla, segir að mönnun á leikskól- um fyrir komandi vetur sé mjög erfið. Staðan sé verst á höfuð- borgarsvæðinu en þó sé einnig vöntun á starfsfólki víða úti á landsbyggðinni einnig, þó ekki alls staðar. Þar sem flestir leikskóla- kennarar séu starfandi, svo sem á Akureyri, sé staðan betri. Þar sem mikill fjöldi ófaglærðs starfsfólks sé við störf, í Reykjavík og á höfuð- borgarsvæðinu, sé ástandið mjög erfitt. Sigurður bendir á að leikskól- arnir hafi um langt skeið verið undirmannaðir og það auki á flótta úr störfum. „Það vantar um 1.300 menntaða leikskólakennara á landinu öllu til að uppfylla lög um leikskóla. Á meðan við höfum ekki réttindastarfsmenn á skólun- um verður þessi vandi viðvarandi og eykst bara. Sveitarfélögin þurfa að gera sér grein fyrir þessum vanda og taka á honum. Það verð- ur að bæta starfsaðstæður strax, fækka börnum á hvern starfsmann og draga þar með úr álagi og veik- indadögum. Sveitarfélögin vissu að svona væri staðan og hefðu átt að vera búin að bregðast við. Það er ekki hægt að draga það lengur.“ Leiðbeinendur fást ekki til starfa Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun hafa borist 197 umsóknir um undanþágur til handa leiðbeinendum við grunn- skóla. Á síðasta skólaári, 2016–2017 voru undanþágubeiðnir 313 tals- ins yfir árið allt. Erla Ósk Guðjóns- dóttir, sérfræðingur hjá Mennta- málastofnun, segir að venjan sé sú að obbi umsóknanna berist frá maí og fram í ágústmánuð. Því sé ekki óvarlegt að ætla að kúfurinn sé kominn. Það bendi því til verulegs vanda í skólunum, að ekki einu sinni fáist leiðbeinendur til starfa, hvað þá réttindakennarar. n „Ástandið aldRei VeRið jafn slæmt“ Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Svanhildur María Ólafsdóttir Mynd © StyRMiR KáRi Ragnar Þór Pétursson ástandið alvarlegt Verulega röskun gæti orðið á skólastarfi í vetur þar eð ekki hefur tekist að ráða fólk í lausar stöður í fjölda skóla. Mynd SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.