Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 11. ágúst 2017 fékk hann eitt sinn heiftarlega sýk- ingu undan stálplötu og skrúfum og þurfti að vera með lausa bein- endana í heilt ár án þess að geta verið í gipsi. Við leituðum eftir aðstoð virts lögmanns hér í bæ varðandi mögulegt skaðabótamál en hann sló þetta út af borðinu þannig að eftir sat minn ástkæri og fjölskyldan öll með óbætan- legan skaða. Almenna reglan var sú á þessum tíma að læknamistök voru sjaldnast viðurkennd fyrir dómi. Þetta varð hins vegar til þess að öll okkar plön fóru í vaskinn og við lifðum í fátækt um tíma, leigð- um hjá Öryrkjabandalaginu og þurftum að hafa fyrir því að öngla saman fyrir mjólkurpottinum og hrísgrjónapakkanum. Styrkurinn lá alltaf í samheldninni og yndis- legu börnunum okkar sem aldrei á nokkrum tímapunkti hafa kvart- að undan tilveru sinni og þeim tímabundnu erfiðleikum sem þau hafa gengið í gegnum með okkur.“ Lögfræði, sjómennska og söngur „Á þessum tíma fór ég í nám, fyrst í öldungadeild MH og síðan í dag- skóla. Eftir námið í MH fór ég í stjórnmálafræði við HÍ. Þetta var snúið þar sem engin bókleg úr- ræði voru í boði fyrir mig sem gætu komið til móts við sjón- skerðingu mína. Ég lauk um 80 einingum í stjórnmálafræði og færði mig síðan yfir í lagadeildina. Þar neyddist ég til að viðurkenna vanmátt minn, ég einfaldlega gat ekki það sem ég var komin til að gera, engin úrræði voru í boði sem gátu aðstoðað mig við námið, ekk- ert lesefni var til staðar fyrir mig. Ég sneri aftur árið 2012 og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið, og með hjálp Þjónustu- og þekk- ingarmiðstöðvar fyrir sjónskerta og blinda, sem prentaði allt náms- efni og stækkaði fyrir mig, útskrif- aðist ég með BA í lögfræði í fyrra, á afmælisdaginn hennar mömmu.“ Ég hef líka heyrt að þú hafir verið til sjós. „Já, ég hef brallað margt þótt ég hafi aðallega verið heimavinnandi. Eitt sinn vantaði kokk á Ólaf Bekk. Edda vinkona var í heimsókn á Ólafsfirði og var til í að líta eftir börnunum fyrir mig á meðan ég skellti mér á sjóinn. Við fór- um á Halann og mokfiskuðum. Bóndinn var þá á Sigurbjörginni og hafði farið út tveimur dögum á undan mér en ég kom á undan honum í land og með miklu hærri hlut!“ Inga tók síðan upp þráðinn í sjómennskunni löngu seinna, eða fyrir rúmlega áratug: „Ég varð kokkur á Sigurbjörgu og endaði með þeim í Barentshafi þrátt fyrir að halda að ég væri einungis að fara í hefðbundinn þriggja vikna túr hér á heimamiðum. Þetta var 40 daga úthald og ég var ein að elda ofan í 29 frábæra karla. Ég var hrikalega sjóveik á þessum tíma. Sem betur fer var spegilsléttur sjór í Barentshafinu en hvar sem hreyfði sjó varð ég veik. Strákarnir um borð voru rosalega hjálplegir. Það var ekkert grín fyrir mig svona sjónskerta að fara niður í frystinn og prika yfir allar rennurnar sem voru í veginum, en þeir voru svo sannarlega duglegir að sækja í matinn fyrir mig enda vildu þeir auðvitað fá að borða. Þegar ég var búin að vera þarna í um þrjár vik- ur þá var ég alveg tilbúin að búa þarna áfram. Mannskepnan er ótrúlega aðlögunarhæf og mér var farið að líða vel um borð. Okkur varð nú ekki um sel þegar öryggis- eftirlitsmennirnir frá Murmansk stigu um borð með alvæpni. En við tókum vel á móti þeim og þeir gáfu skippernum glæsilega offisera- húfu og flösku af rússneskum vodka sem hann er ekki enn búin að opna. Þetta var ofsalega gaman – sérstaklega í endurminningunni. Ég hefði alveg verið til í annan túr.“ Eins og áður hefur komið fram hefur Inga verið sísyngjandi frá barnsaldri en hún hefur aldrei lært söng. Núna er nýkominn á You tube baráttusöngur Flokks fólksins, Einn fyrir alla. Lagið er eftir Birgi Jóhann Birgisson. Blaða maður hlýddi á lagið rétt fyrir viðtalið og óhætt er að segja að Inga syngur ljómandi vel. Við dveljumst ekki lengi við sönginn í spjalli okkar en það kem- ur fram að hún söng með nokkrum hljómsveitum á Ólafsfirði á unga aldri og tók síðan þátt í X-Factor árið 2006 þar sem henni vegnaði mjög vel og endaði í fjórða sæti. Inga segist hins vegar engan áhuga hafa á að taka þátt í slíku ævin týri aftur þó að alltaf finnist henni jafn gaman að syngja. Samfylkingin brást Þú stofnar Flokk fólksins í fyrra, hann tekur þátt í alþingiskosn- ingunum, þinn málflutningur vekur athygli og flokkurinn fær vel mælanlegt fylgi. Hvarflaði ein- hvern tímann að þér þegar þú varst yngri að þú ættir eftir að stofna stjórnmálaflokk? „Nei, aldrei. Afi minn var Al- þýðuflokksmaður sem og öll mín fjölskylda. Hann bar alltaf út bar- áttublaðið Alþýðumanninn og af því blaði lærði ég að lesa fyrstu stafina. Ég var alltaf Alþýðuflokks- kona og síðar gekk ég í Samfylk- inguna og var í henni þar til ég sagði mig úr flokknum í fyrra um leið og ég stofnaði Flokk fólksins. Það er dálítið kaldhæðnislegt að núna ráðast engir harkalegar að mér eða dreifa um mig meiri óhróðri en Samfylkingarfólk. Þeir sem ég hélt að væru samstíga mér í hugmyndafræðinni. Það var greinilega misskilningur.“ En var Inga sátt eða ósátt við Samfylkinguna áður en hún yfirgaf hana? „Ég var ósátt við hana eftir hrun því hún var í ríkisstjórninni þá og var annar hrunflokkana. Í þeirra umboði gerðist það sem gerðist. Í ríkisstjórninni sem tók við eftir hrunið þá stóð Samfylk- ingin ekki við gefin loforð, heldur þvert á móti. Hún sagðist ætla að reisa skjaldborg um heimilin en reisti með Steingrími úr VG skjald- borg um bankana og fjármálaöfl- in, en gjaldborg um heimilin. Þau tóku afstöðu gegn okkur, almenn- ingi í landinu. Allir þessir hundruð milljarða á baki almennings sem við höfum þurft að borga, tíu þús- und fjölskyldur á götunni og eru enn að missa heimili sín. Þetta eru bara svik, hrein og klár svik.“ Inga lýsir augnablikinu þegar hún ákvað endanlega að stofna nýjan flokk og ekki varð aftur snúið: „Ég var með skólatöskuna á bakinu þegar ég heyrði frétt á RÚV um skýrslu UNICEF um fátæk börn á Íslandi. Þar kom fram að 9,1 prósent barna leið hér mismik- inn skort. Ég fékk kökk í hálsinn, átti bágt með að trúa eigin eyrum og ákvað á því augnabliki að ég skyldi stofna stjórnmálaflokk til að berjast gegn þessari ömurlegu öfugþróun. Nú hefur komið í ljós að 25 prósent barnanna okkar búa við óviðunandi húsakost. Ég fór strax að kynna mér hvað þyrfti til að stofna flokkinn og not- aði til þess þá grunnþekkingu í lögfræði sem ég hef. Það kom fljótt í ljós að það er sáraeinfalt að stofna stjórnmálaflokk. Öllu erf- iðara er að fá fólk með sér sem heldur áfram að draga með manni vagninn og heldur áfram að berj- ast. Það sem mér finnst svo fal- legt við Flokk fólksins er að allan tímann hef ég getað staðhæft og staðið við það að við erum í þessu af hugsjón og engu öðru. Hér er enginn á launum. Ég hef aldrei unnið lengri vinnudag og nú og fyrir akkúrat ekkert kaup eins og ég hef gert fyrir Flokk fólksins síð- an í janúar 2016.“ Þjóðarskömm að skattleggja fátækt Við víkjum að helstu stefnumálum Flokks fólksins en þar ber einna hæst að lækka skatta á þá sem verst hafa kjörin jafnframt því að hækka örorkubætur. Inga vill að þeir lægst launuðu hafi skattleysis mörk upp að 300.000 krónum: „Það er þjóðarskömm að skattleggja fá- tækt. Það gengur ekki að segja að maður sé með 280.000 krónur frá almannatryggingum en taka síð- an af því 60.000 í skatt. Að byrja að skattleggja fólk við tæplega 146.000 krónur er fráleitt. Fólk sem er með undir 300.000 krónum í tekjur á mánuði á ekki að borga skatt. Það þýðir ekki að básúna 300.000 króna lágmarkslaun um næstu áramót þegar útborguð laun verða einung- is um 238.000. Við getum ekki lifað sómasamlega af því.“ Hvernig myndirðu fjármagna þessar skattabreytingar? Myndirðu hækka skatt á þá sem hafa hærri laun? „Ég myndi a.m.k. vilja jafna það þannig út að þeir sem eru með miklu hærri laun myndu ekki fá að njóta þess að vera skattlausir upp að 300.000 krónum. Síðan er alltaf spurning hvernig útfærslan yrði til að stang- ast ekki á við jafnræðisreglu. Við myndum finna leiðir til þess. Ég vil líka að örorkubætur verði að lág- marki 300.000 krónur.“ Inga minn- ir á að áður voru bætur almanna- tryggingar ekki skattlagðar: „Fram til 1988 voru almannatrygginga- bætur ekki skattlagðar. Þegar litið er til þess hvernig löggjafinn hefur ákveðið þróun almannatrygginga þá segir orðrétt samanber annan málslið 69. gr. almannatrygginga- laga nr. 100/2007: „ Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþró- un, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísi- tölu neysluverðs“. Hér ætti ekki að vefjast fyrir neinum hvað átt er við með þessu ákvæði 69. gr., þ.e. ákvörðun þeirra á að taka mið af almennri launaþróun í landinu og þær eiga aldrei að hækka minna en sem nemur neysluverðsvísi- tölunni, en það er í raun var- naglinn í greininni, sá varnagli sem ríkisstjórnin notar alltaf þegar verið er að hækka laun hjá okkur. Ef þeir væru að taka mið af launa- þróun eins og meginreglan er þá myndi þetta hækka miklu meira. Síðan fara þeir að skattleggja þetta. Ef hins vegar þróunin hefði orðið eins og hún hefði átt að vera þá fengi öryrki í dag ekki undir 320.000 krónum á mánuði til ráð- stöfunar. Með þessu viðmiði erum við þó ekki að tala um þessa happ- drættisvinninga sem kjararáð er að útdeila til sérvalinna, heldur einungis um eðlilega launaþróun.“ Lífeyrissjóðirnir eiga að taka þátt „Um 1.100 manns eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Það „Í rauninni eru það algjör forréttindi að hafa fengið að alast upp í firðinum fagra, en ég var stundum lögð í einelti. Sér best í rökkri Inga úti í dagsbirtunni þar sem hún sér hvað verst. Mynd. Brynja„ Ég myndi a.m.k. vilja jafna það þannig út að þeir sem eru með miklu hærri laun myndu ekki fá að njóta þess að vera skattlausir upp að 300.000 krónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.