Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 20
20 umræða
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson
aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
aðalnúmer: 512 7000
auglýsingar: 512 7050
ritstjórn: 512 7010
fréttaskot
512 70 70
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Sandkorn
Helgarblað 11. ágúst 2017
Þeir sem hæst láta,
vilja berja á þeim
Við eig um full
kom lega er indi.
Vita þeir hjá Ríkisútvarpinu ekki
að strætó gengur í Breiðholtið?
Brynjar Nielsson, vegna umræðunnar um uppreist æru. – mbl.is Gunnar Smári Egilsson um Sósíalistaflokk Íslands. – mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson um frétt RÚV vegna myndbirtingar lögreglu. – Facebook
Raunir verslunarrisa
Raunir verslunarrisans Haga eru
ekki litlar eftir komu Costco. Það
er eins og þjóðin hafi verið leyst
úr fjötrum, svo
mjög hefur hún
fagnað aukinni
samkeppni á
matvörumark-
aði. Gengi bréfa
i Högum hryn-
ur og hrynur og
athygli vekur að
stjórnendur félagsins og stjórnar-
menn eiga varla nokkur hlutabréf
í félaginu lengur. Það er af sem
áður var í þeim efnum, en helstu
stjórnendur náðu að selja hluta-
bréf sín með góðum hagnaði áður
en bandaríski risinn hélt innreið
sína. Er undrunarefni að markað-
urinn skuli ekki hafa tekið þeim
tíðindum verr á sínum tíma, en
raun ber vitni.
Slæm fjárfesting LSR
Það á ekki af íslenskri verkalýðs-
hreyfingu að ganga. Loksins þegar
alvöru samkeppni kemst á í mat-
vöruverslun á Íslandi með tilheyr-
andi kjarabótum fyrir almenning,
veldur þessi sama samkeppni
stórkostlegu höggi á eignir lífeyris-
sjóðanna í Högum. Þannig sá t.d.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
ástæðu til að auka hlut sjóðsins
í Högum um rúma 3,5 milljónir
hluti fyrir um 180 milljónir króna,
aðeins viku eftir opnun Costco.
Heildareign LSR fór þar með upp
í 10,24%. Markaðsverðmat þeirrar
eignar hefur frá byrjun júní lækk-
að úr rúmum 6,3 milljörðum í rétt
rúma 4,4 milljarða í dag. Friðrik
Jónsson hagfræðingur hefur reikn-
að út, að bara á þessum viðskipt-
um hafi LSR tapað um fimmtíu
milljónum króna.
Átök í Viðreisn
Svo virðist sem átakalínur séu að
teiknast upp innan Viðreisnar
þessa dagana. Mikillar þreytu og
vantrausts gætir í garð Benedikts
Jóhannessonar formanns og sagt
er að búið sé að afskrifa hann
sem formann. Skuldinni vegna
arfaslakra fylgismælinga flokks-
ins í skoðanakönnunum er skellt
á Benedikt og á hann sér orðið
fáa talsmenn. Mikil valdabarátta
á sér nú stað bak við tjöldin milli
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
og Þorsteins Víglundssonar um
formannsstólinn. Þannig var eftir
því tekið að Þorgerður talaði með
mildari tón í garð íslensks land-
búnaðar á dögunum þegar hún
lýsti því að bregðast þyrfti við
lækkuðu afurðaverði til sauðfjár-
bænda. Örskömmu síðar trillaði
hins vegar Þorsteinn upp með
stöðufærslu á Facebook þar sem
hann sparkaði í tollvernd land-
búnaðarvara og sagði tímabært
að breyta kerfinu. Er talið að með
því hafi hann beint spjótum sín-
um beint að Þorgerði. Gallinn
er hins vegar sá að samkvæmt
samþykktum Viðreisnar á ekki að
halda landsfund, þar sem kosið
er um formann, fyrr en haustið
2018. Það er því hætt við að átök-
in geti orðið langvinn.
Gamanið tekið að kárna
Á
ður fyrr voru falskar fréttir
skemmtiefni. Hvenær þær
sáust fyrst í hefðbundnum
fjölmiðlum hérlendis skal
ekki fullyrt en þeim sem hér skrif-
ar birtust þær fyrst í vikublaðinu
Pressunni á tíunda áratug síð-
ustu aldar. Þar mátti jafnan finna
eina blaðsíðu aftarlega í blað-
inu sem kallaðist Gula Pressan,
með undirtitlinum „Hafa skal það
sem betur hljómar“. Þar mátti til
dæmis lesa fréttir um hárígræðslu
Steingríms J., að Rás 2 hefði drep-
ið íslenska þorskstofninn úr
leiðindum og að ásatrúarmenn
hafi reynt að fórna veðurstofu-
stjóra til að kalla fram sólríkara
sumar. Um svipað leyti flutti hinn
geðþekki en oft hárbeitti frétta-
maður Haukur Hauksson ekki-
fréttir fyrir landann í útvarpinu
og í sjónvarpinu var það Spaug-
stofan sem skemmti Frónbúum
með fölskum fréttum undir stjórn
fréttastjórans Péturs Teitsson-
ar. Með tilkomu alnetsins á nýrri
öld tóku blaðamenn Baggalúts
svo falskar fréttir í nýjar hæðir.
Fréttaflutningur Baggalúts hef-
ur hægst nokkuð hin síðari ár en
ekki má gleyma því að Baggalútur
afhjúpaði í vor að Hauck og Auf-
hauser, einn kaupenda Búnaðar-
bankans á sínum tíma, hafi í raun
verið þýskur tölvurafpoppdúett.
Í dag eru falskar fréttir hins
vegar ekkert grín. Eins og dv.is
hefur nokkrum sinnum greint
frá þá birtast reglulega falskar
fréttir á netinu, þar á meðal um
íslenskt fólk, sem eru settar fram
í auglýsingaskyni. Það er alvar-
legt. Óhugnanlegri eru þó hinar
fölsku fréttir sem eru birtar í því
skyni að hafa áhrif á niðurstöð-
ur kosninga og hvaða fólk eða
flokkar komast til áhrifa í ríkjum
heimsins. Um slíkan fréttaflutn-
ing hefur mikið verið fjallað upp
á síðkastið í tengslum við sitjandi
forseta Bandaríkjanna, raunar
bæði á þann veg að falskar frétt-
ir hafi verið fluttar til að koma
honum í embætti og að þær séu
nú fluttar til að fella hann úr há-
sætinu. Nú síðast var sagt frá því
að búast megi við stökkbreytingu
í fölskum fréttum því nú sé tækni-
lega mögulegt að setja saman
afar raunveruleg myndskeið af
fólki að segja hluti sem það hef-
ur í raun aldrei sagt. Miðað við
hina miklu notkun og þann ótrú-
lega dreifingarhraða sem snjall-
símar og samfélagsmiðlar bjóða
upp á í dag gæti eitt slíkt mynd-
skeið haft gríðarleg áhrif, þess
vegna á heila þjóð. Það á kannski
sérstaklega við í tilfelli okkar litla
lands, þar sem hin minnstu mál
eru oft komin á hvers manns varir
á augabragði.
Þó að skemmtimiðlarnir,
sem nefndir voru hér fyrr, hafi í
fréttaflutningi sínum oft beint og
óbeint verið að stinga á graftar-
kýlum samfélagsins þá mátti alltaf
treysta því að frásagnir þeirra voru
ekki sannar. Í dag er það ekki eins
auðvelt. Hér verður þó ekki boðuð
sú afturhaldssemi að öll framþró-
un í tækni og fjölmiðlun muni
leiða okkur til glötunar. Hér skal
aðeins bent á og fullyrt að í viður-
kenndum og rótgrónum fjölmiðl-
um verða ekki fluttar falskar fréttir
í þessu skyni eða öðru. Lesend-
ur eiga því að geta treyst sann-
leiksgildi þess sem í þeim miðlum
stendur. Um áherslur, uppsetn-
ingu og efnisval hvers slíks fjöl-
miðils má hins vegar alltaf deila
enda er það smekksatriði. n
Myndin Allar akgreinar nýttar Ökumenn á Miklubrautinni létu sólina ekki trufla sig við aksturinn í blíðviðrinu í höfuðborginni á fimmtudaginn.
Leiðari
Sigurvin Ólafsson
sigurvin@dv.is
„Áður fyrr voru
falskar fréttir
skemmtiefni