Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 11. ágúst 2017 Þeir sem hæst láta, vilja berja á þeim Við eig um full­ kom lega er indi. Vita þeir hjá Ríkisútvarpinu ekki að strætó gengur í Breiðholtið? Brynjar Nielsson, vegna umræðunnar um uppreist æru. – mbl.is Gunnar Smári Egilsson um Sósíalistaflokk Íslands. – mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson um frétt RÚV vegna myndbirtingar lögreglu. – Facebook Raunir verslunarrisa Raunir verslunarrisans Haga eru ekki litlar eftir komu Costco. Það er eins og þjóðin hafi verið leyst úr fjötrum, svo mjög hefur hún fagnað aukinni samkeppni á matvörumark- aði. Gengi bréfa i Högum hryn- ur og hrynur og athygli vekur að stjórnendur félagsins og stjórnar- menn eiga varla nokkur hlutabréf í félaginu lengur. Það er af sem áður var í þeim efnum, en helstu stjórnendur náðu að selja hluta- bréf sín með góðum hagnaði áður en bandaríski risinn hélt innreið sína. Er undrunarefni að markað- urinn skuli ekki hafa tekið þeim tíðindum verr á sínum tíma, en raun ber vitni. Slæm fjárfesting LSR Það á ekki af íslenskri verkalýðs- hreyfingu að ganga. Loksins þegar alvöru samkeppni kemst á í mat- vöruverslun á Íslandi með tilheyr- andi kjarabótum fyrir almenning, veldur þessi sama samkeppni stórkostlegu höggi á eignir lífeyris- sjóðanna í Högum. Þannig sá t.d. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins ástæðu til að auka hlut sjóðsins í Högum um rúma 3,5 milljónir hluti fyrir um 180 milljónir króna, aðeins viku eftir opnun Costco. Heildareign LSR fór þar með upp í 10,24%. Markaðsverðmat þeirrar eignar hefur frá byrjun júní lækk- að úr rúmum 6,3 milljörðum í rétt rúma 4,4 milljarða í dag. Friðrik Jónsson hagfræðingur hefur reikn- að út, að bara á þessum viðskipt- um hafi LSR tapað um fimmtíu milljónum króna. Átök í Viðreisn Svo virðist sem átakalínur séu að teiknast upp innan Viðreisnar þessa dagana. Mikillar þreytu og vantrausts gætir í garð Benedikts Jóhannessonar formanns og sagt er að búið sé að afskrifa hann sem formann. Skuldinni vegna arfaslakra fylgismælinga flokks- ins í skoðanakönnunum er skellt á Benedikt og á hann sér orðið fáa talsmenn. Mikil valdabarátta á sér nú stað bak við tjöldin milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Þorsteins Víglundssonar um formannsstólinn. Þannig var eftir því tekið að Þorgerður talaði með mildari tón í garð íslensks land- búnaðar á dögunum þegar hún lýsti því að bregðast þyrfti við lækkuðu afurðaverði til sauðfjár- bænda. Örskömmu síðar trillaði hins vegar Þorsteinn upp með stöðufærslu á Facebook þar sem hann sparkaði í tollvernd land- búnaðarvara og sagði tímabært að breyta kerfinu. Er talið að með því hafi hann beint spjótum sín- um beint að Þorgerði. Gallinn er hins vegar sá að samkvæmt samþykktum Viðreisnar á ekki að halda landsfund, þar sem kosið er um formann, fyrr en haustið 2018. Það er því hætt við að átök- in geti orðið langvinn. Gamanið tekið að kárna Á ður fyrr voru falskar fréttir skemmtiefni. Hvenær þær sáust fyrst í hefðbundnum fjölmiðlum hérlendis skal ekki fullyrt en þeim sem hér skrif- ar birtust þær fyrst í vikublaðinu Pressunni á tíunda áratug síð- ustu aldar. Þar mátti jafnan finna eina blaðsíðu aftarlega í blað- inu sem kallaðist Gula Pressan, með undirtitlinum „Hafa skal það sem betur hljómar“. Þar mátti til dæmis lesa fréttir um hárígræðslu Steingríms J., að Rás 2 hefði drep- ið íslenska þorskstofninn úr leiðindum og að ásatrúarmenn hafi reynt að fórna veðurstofu- stjóra til að kalla fram sólríkara sumar. Um svipað leyti flutti hinn geðþekki en oft hárbeitti frétta- maður Haukur Hauksson ekki- fréttir fyrir landann í útvarpinu og í sjónvarpinu var það Spaug- stofan sem skemmti Frónbúum með fölskum fréttum undir stjórn fréttastjórans Péturs Teitsson- ar. Með tilkomu alnetsins á nýrri öld tóku blaðamenn Baggalúts svo falskar fréttir í nýjar hæðir. Fréttaflutningur Baggalúts hef- ur hægst nokkuð hin síðari ár en ekki má gleyma því að Baggalútur afhjúpaði í vor að Hauck og Auf- hauser, einn kaupenda Búnaðar- bankans á sínum tíma, hafi í raun verið þýskur tölvurafpoppdúett. Í dag eru falskar fréttir hins vegar ekkert grín. Eins og dv.is hefur nokkrum sinnum greint frá þá birtast reglulega falskar fréttir á netinu, þar á meðal um íslenskt fólk, sem eru settar fram í auglýsingaskyni. Það er alvar- legt. Óhugnanlegri eru þó hinar fölsku fréttir sem eru birtar í því skyni að hafa áhrif á niðurstöð- ur kosninga og hvaða fólk eða flokkar komast til áhrifa í ríkjum heimsins. Um slíkan fréttaflutn- ing hefur mikið verið fjallað upp á síðkastið í tengslum við sitjandi forseta Bandaríkjanna, raunar bæði á þann veg að falskar frétt- ir hafi verið fluttar til að koma honum í embætti og að þær séu nú fluttar til að fella hann úr há- sætinu. Nú síðast var sagt frá því að búast megi við stökkbreytingu í fölskum fréttum því nú sé tækni- lega mögulegt að setja saman afar raunveruleg myndskeið af fólki að segja hluti sem það hef- ur í raun aldrei sagt. Miðað við hina miklu notkun og þann ótrú- lega dreifingarhraða sem snjall- símar og samfélagsmiðlar bjóða upp á í dag gæti eitt slíkt mynd- skeið haft gríðarleg áhrif, þess vegna á heila þjóð. Það á kannski sérstaklega við í tilfelli okkar litla lands, þar sem hin minnstu mál eru oft komin á hvers manns varir á augabragði. Þó að skemmtimiðlarnir, sem nefndir voru hér fyrr, hafi í fréttaflutningi sínum oft beint og óbeint verið að stinga á graftar- kýlum samfélagsins þá mátti alltaf treysta því að frásagnir þeirra voru ekki sannar. Í dag er það ekki eins auðvelt. Hér verður þó ekki boðuð sú afturhaldssemi að öll framþró- un í tækni og fjölmiðlun muni leiða okkur til glötunar. Hér skal aðeins bent á og fullyrt að í viður- kenndum og rótgrónum fjölmiðl- um verða ekki fluttar falskar fréttir í þessu skyni eða öðru. Lesend- ur eiga því að geta treyst sann- leiksgildi þess sem í þeim miðlum stendur. Um áherslur, uppsetn- ingu og efnisval hvers slíks fjöl- miðils má hins vegar alltaf deila enda er það smekksatriði. n Myndin Allar akgreinar nýttar Ökumenn á Miklubrautinni létu sólina ekki trufla sig við aksturinn í blíðviðrinu í höfuðborginni á fimmtudaginn. Leiðari Sigurvin Ólafsson sigurvin@dv.is „Áður fyrr voru falskar fréttir skemmtiefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.