Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Page 2
2 Helgarblað 20. október 2017fréttir Spurning vikunnar Mér finnst ekkert um kosningabaráttuna. Ég hef ekkert fylgst með henni. Ingibjörg Eiríksdóttir Mér hefur fundist kosningabaráttan frekar leiðinleg. Mér finnst íslensk pólitík orðin mjög skrítin. Að mínu mati hugsa frambjóðendurnir meira um eigin hagsmuni heldur en fólkið. Því miður. Dagbjört Guðmundsdóttir Ég fylgist ekki með þessu. Mér finnst þetta svo hrikalega leiðinlegt. Hef ekki horft á einn einasta þátt eða kynnt mér framboðin að nokkru leyti. Ellert Baldursson Sandkassaleikur. Allir að henda skít í hver annan. Gunnar Jóhannesson „Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa verið?“ H já Íslandsbanka stendur nú yfir vinna við að reikna út leiðréttingar á lánssamn­ ingum vegna hæstaréttar­ dóms sem féll í máli bankans gegn Neytendastofu og Sigurði Frey Magnússyni verkfræðingi 12. október. Eins og DV hefur áður greint frá staðfesti dómstóllinn úr­ skurð Neytendastofu um að vaxta­ breytingaákvæði lánssamninga án fyrirvara væru óheimil og vaxta­ hækkun bankans árið 2013 úr 4,15% í 4,85% því ólögleg. Breyttur tónn Edda Hermannsdóttir, sam­ skiptastjóri Íslandsbanka, segir: „Þegar er ljóst að um er að ræða afmarkaðan hluta lánasafns bank­ ans og einnig vegna ýmissa úr­ ræða og aðgerða bankans í kjöl­ far efnahagshrunsins var vöxtum ekki breytt til hækkunar á löngu tímabili. Í talsverðum fjölda til­ vika þar sem hinu umdeilda ákvæði hefur verið beitt var vaxta­ breytingin til lækkunar. Það er þó ljóst að nokkur hópur viðskipta­ vina mun njóta leiðréttingar á sín­ um vaxtakjörum vegna dómsins og er nú unnið að undirbúningi þeirra leiðréttinga. Viðskiptavin­ um verður tilkynnt um niðurstöð­ una þegar hún liggur fyrir.“ Tölur um umfang lánanna og upphæðir leiðréttinga liggja hins vegar ekki fyrir á þessari stundu en fyrir dómi sagði lögfræðingur bankans að þúsundir lána væru undir. Talsmenn Landsbankans brugðust skjótt við og sögðust ekki hafa hækkað vexti lánanna á grundvelli vaxtabreytingaákvæða í sínum samningum. Þeir sögðust því ekki þurfa að bregðast sérstak­ lega við dómi Hæstaréttar. Talsmenn Arion banka hafa nú brugðist við dómnum. Gunn­ laugur Bragi Björnsson hjá sam­ skiptasviði segir: „Það er stutt síð­ an dómurinn féll og hann er til skoðunar hjá lögfræðingum bank­ ans. Fyrstu viðbrögð eru þau að hann kalli ekki á almenn viðbrögð af hálfu bankans. Við teljum að á einhverjum tímapunkti hafi sam­ bærileg ákvæði verið í eldri láns­ skjölum hjá okkur. Þessi dómur fellur aðeins í þessu eina tiltekna máli og fyrstu viðbrögð eru þau að hann sé ekki endilega fordæm­ isgefandi. Við höldum áfram að skoða þetta og fylgjast með fram­ vindunni en þetta eru þá ein­ hver alger undantekningartilfelli.“ Hann segir fullsnemmt að segja til um hvort bankinn muni fara skipulega yfir samningana og leið­ rétta kjörin ef þurfa þykir. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, lögmaður Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn ekki hafa samið með slík­ um ákvæðum en hafi hins vegar keypt lánasöfn frá ýmsum spari­ sjóðum og Dróma sem gætu haft slík ákvæði. Jafnframt að sjóðurinn hafi ekki hækkað vexti á grund­ velli slíkra ákvæða en verið sé að fara yfir samninga og meta hvort aðgerðir séu þarfar. Hún segir að ef slík lán séu til séu þau innan við 10% af heildarlánasafni sjóðs­ ins. Aðrar lánastofnanir, svo sem sparisjóðir og Kvika hafa ekki svar­ að fyrirspurnum DV. Katrín Júlíus­ dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segist ekki geta tjáð sig um málið meðan það sé til skoðunar innan Íslandsbanka. Þurfa allir að höfða mál? Sigurður Valgeirsson, upplýsinga­ fulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir að þetta mál hafi komið inn á borð stofnunarinnar haustið 2015 og hafi stofnunin fylgst með fram­ vindu málsins síðan. Stofnunin hafi hins vegar ekki úrskurðarvald um ágreiningsmál. Eftir að slíkir dóm­ ar falla feli Fjármálaeftirlitið bönk­ unum sjálfum að meta hugsan­ legt fordæmisgildi dómsins. Þeirra hlutverk sé að kanna áhrif niður­ staðna á eigið fé mikilvægra banka og lánastofnana. Um hvort hver og einn lántaki þurfi að höfða mál ef bankarnir bregðist ekki við segir Sigurður: „Á þessu stigi er á engan hátt hægt að fullyrða það. Fjármála­ eftirlitið grípur til þeirra úrræða sem réttarreglur heimila að teknu tilliti til málsatvika hverju sinni. Neyt­ endur hafa tiltekin úrræði lögum samkvæmt svo sem að leita til úr­ skurðarnefndar og dómstóla. Fjár­ málafyrirtæki og aðrir eftirlitsskyld­ ir aðilar skulu starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskipta­ hætti og venjur á fjármálamarkaði.“ Þá minnir hann einnig á að Neyt­ endastofa sinni mikilvægu eftir­ litshlutverki í þessu samhengi. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Arion banki og Landsbankinn telja sig ekki þurfa að bregðast við Sigurður Freyr Magnússon Lagði Íslandsbanka í Hæstarétti. Óvíst hversu margir fá leiðréttingu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.