Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Side 4
4 Helgarblað 20. október 2017fréttir
„Tímaspursmál hvenær
banaslys verður“
Verksmiðja Norðuráls á Grundartanga
Fyrrverandi starfsmenn saka stjórnendur
fyrirtækisins um að hafa breytt verksmiðjunni í
„þrælabúðir“ þar sem sjálfstæð hugsun er ekki
liðin. MyNd SiGtryGGur Ari
Fyrrverandi starfsmenn Norðuráls fordæma starfsmannastefnu fyrirtækisins
V
erksmiðja Norðuráls á
Grundartanga er orðin
að þrælabúðum þar sem
vaðið er yfir starfsfólk. Á
öllum mínum starfsferli hef ég
aldrei kynnst öðrum eins óþverra
skap og þar þrífst innandyra,“ segir
Sölvi Arnar Arnórsson í samtali
við DV. Sölvi varð, að eigin sögn,
fyrir ítrekuðu einelti hjá Norðuráli
af hálfu yfirmanns. Hann óskaði
ítrekað eftir því að fá úrlausn
sinna mála en viðbrögð fyrirtæk
isins voru þau að segja honum
upp. Tveir fyrrverandi trúnaðar
menn innan fyrirtækisins, Ívar
Örn Hauksson og Karl Magnús
son, stíga einnig fram og greina
frá ástandinu innan veggja fyrir
tækisins sem þeir segja hafa verið
óheilbrigt og ógeðfellt á meðan
þeir störfuðu þar. Sömu sögu seg
ir enn einn starfsmaður, Ingi Rafn
Svansson, sem að sögn varð fyrir
líkamlegu ofbeldi af hálfu verk
stjóra. Hann sagði síðar upp störf
um hjá fyrirtækinu. Síðan þá hefur
ástandið aðeins versnað að sögn
fjórmenninganna og fjölmargir
starfsmenn fengið reisupassann
fyrir litlar sakir.
Starfsandanum hrakaði
Sölvi hóf störf hjá Norðuráli þann
28. ágúst 2008 og starfaði þar
óslitið þar til honum var sagt upp
störfum þann 10. febrúar 2017. Að
eigin sögn vegnaði Sölva Arnari vel
í starfi allt þar til nýr verkstjóri var
ráðinn inn í kerskálann sumarið
2014. „Þá hrakaði starfsandanum
mjög enda stjórnaði hinn nýi verk
stjóri með öskrum og var mjög
ógnandi. Fljótlega fór ég að finna
fyrir óútskýrðri óvild í minn garð,“
segir Sölvi.
Að sögn Sölva hófust vand
ræðin þegar hann útskrifaðist
úr námi í Stóriðjuskóla Norð
uráls samhliða vinnu. Það nám
hafði hann stundað í eitt og hálf
ár. Hefð var fyrir því að fyrirtæk
ið leyfði starfsmönnum sínum að
sækja útskriftina á fullum laun
um en Sölva og tveimur öðrum
starfsmönnum var synjað um
slíkt leyfi. Öðrum samstarfsmanni
þeirra var hins vegar heimilað að
sækja útskriftina. Þetta var korn
ið sem fyllti mælinn í samskiptum
vaktstjórans og Sölva. Hann leitaði
í kjölfarið til Vilhjálms Birgissonar
hjá Verkalýðsfélagi Akraness sem
kom kvörtuninni áfram til for
stjóra fyrir tækisins, Ragnars Guð
mundssonar. Ragnar var hneyksl
aður á framgöngu vaktstjórans
og hét því að ræða málið við sína
undirmenn. „Síðar sagði þessi til
tekni vaktstjóri við mig að ég hefði
ekki átt skilið að mæta í skólann út
af áhugaleysi. Þá sakaði hann mig
um að hafa sofið í tímum en hvort
tveggja var hrakið af kennaranum
sem sá um námið. Ég mætti einna
best allra starfsmanna og stóð mig
með stakri prýði,“ segir Sölvi.
Fékk nóg
Samskiptavandamál milli Sölva og
vaktstjórans fór að sögn Sölva stig
vaxandi eftir þetta. Vaktstjórinn
hafi hætt að yrða á hann, heilsaði
honum ekki og fór síðan að setja
honum fyrir fáránleg verkefni.
„Að lokum fékk ég nóg og óskaði
eftir því að verða fluttur yfir á aðra
vakt,“ segir Sölvi.
Ekki var orðið við því og ítrek
aði Sölvi síðan beiðni sína við
framkvæmdastjóra Kerskála, eft
ir slæmt starfsmannaviðtal við
vaktstjórann. „Framkvæmdastjór
inn fór þá að spyrja mig út í sam
skipti mín við vaktstjórann og lýsti
síðan yfir vonbrigðum sínum með
frammistöðu mína í Stóriðjuskól
anum. Hann hafði greinilega verið
mataður af verkstjóranum og eins
og alltaf í þessu fyrirtæki þá standa
stjórnendurnir saman gegn al
mennum starfsmönnum,“ segir
Sölvi.
uppsagnarbréfi breytt
Ekkert varð úr að Sölvi fengi að
færa sig um vakt og á þessum
tímapunkti var hann kominn á
slæman stað í vinnunni. Hann
segir að honum hafi liðið eins
og hann væri undir smásjá verk
stjórans sem notaði hvert tæki
færi sem gafst til þess að setja út
á vinnu hans. Hann segir að þann
1. febrúar hafi soðið upp úr þegar
verkstjórinn brjálaðist og jós yfir
hann fúkyrðum fyrir meint mistök.
Taldi verkstjórinn að Sölvi hefði
brotið verklagsreglur; hefði aðeins
mokað einu sinni við svokölluð
skautskipti í stað tvisvar. Að sögn
Sölva er um algjört smáatriði að
ræða sem á engan hátt verðskuld
aði harkaleg viðbrögð.
Níu dögum síðar, þann 10.
febrúar, var Sölvi síðan kallaður
inn á skrifstofu. Þar var hann rek
inn fyrirvaralaust úr starfi. „Ég fékk
áfall og skrifaði undir uppsagnar
bréf sem ég las bara að hluta til,“
segir Sölvi. Þegar hann kom heim
til sín las hann bréfið aftur yfir og
sá þá að ástæða uppsagnarinnar
var sögð vera brot á öryggisreglum.
„Það er talsvert alvarlegra að
brjóta öryggisreglur en verklags
reglur. Ég hafði því samband við
öryggisstjóra Norður áls en hann
kom af fjöllum varðandi meint
brot. Þegar það lá fyrir hafði ég
samband við nýráðinn starfs
mannastjóra fyrirtækisins. Hún
vísaði þá í þetta atvik varð
andi skautaskiptin en ég benti
henni þá á að það væri brot á
verklagsreglum en ekki öryggis
reglum,“ segir Sölvi. Degi síðar
fékk hann síðan þau skilaboð að
hann ætti von á öðru afriti af upp
sagnarbréfi sínu þar sem búið væri
að breyta ástæðu uppsagnarinnar.
„Ég hafði hugsað mér að ljúka
starfsferli mínum hjá Norðuráli.
Þetta var mjög góður vinnustaður
en er það ekki lengur. Það var ein
beittur vilji vaktstjóra að koma
mér frá og hann naut skjóls frá
yfir manni Kerskálans til þess.
Saga mín er ekki sú eina og ég veit
um fjölmarga aðra frábæra starfs
menn sem hefur verið sagt upp
störfum hjá Norðuráli fyrir litlar
sakir,“ segir Sölvi.
Ekki vinsælir hjá stjórnendum
Fyrrverandi samstarfsmenn Sölva,
Karl Magnússon, Ívar Örn Hauks
son og Ingi Rafn Svansson, hafa
sömu sögu að segja. Þeir höfðu all
ir unnið í fjölmörg ár hjá Norður
áli þar til stjórnun fyrirtækisins
„fór til fjandans“. Karli var sagt upp
störfum í október árið 2013 en Ívar
Örn og Ingi Rafn hættu af sjálfs
dáðum nokkru síðar.
Karl og Ívar Örn voru báðir
trúnaðarmenn á sama tíma og
voru harðir í horn að taka sem slík
ir. Að sögn Karls voru þeir óþægir
ljáir í þúfu í augum yfirmanna
fyrir tækisins sem hafi reynt að
bola þeim út með öllum tiltækum
ráðum. „Ég benti ítrekað á hluti
sem voru ekki í lagi þegar kom
að kjörum og réttindum starfs
manna fyrir tækisins og það líkaði
yfirmönnum illa. Einnig barðist
ég eins og ég gat þegar menn voru
reknir að ósekju. Einn samstarfs
maður okkar var til dæmis rekinn
fyrir að hafa keyrt of hratt á til
teknu svæði en fyrir því voru engar
haldbærar sannanir. Það voru
„Ef maður veiktist
þá var maður ein-
faldlega rekinn. Álagið og
mengunin á vinnustaðn-
um gerði að verkum að
margir sem við þekkjum
veiktust, sumir alvarlega.
Þeim var öllum bolað út.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is