Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Qupperneq 32
Vikublað 20. október 2017 8
Margrét Valdimars-dóttir hefur verið áberandi sem álitsgjafi
og sérfræðingur í fréttatímum
síðustu misserin enda sérfróð
um mál tengd lögreglu og afbrot-
um. Dyggir útvarpshlustendur,
sem komnir eru á miðjan aldur,
kannast líka margir við hana frá
árunum sem hún starfaði sem
dagskrárstjóri, lengst af á Léttbylgj-
unni og síðar á X-inu.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan Margrét vann í því
að frelsa landann með sálar- og
Motown-tónlist. Nú kennir hún
tölfræði og afbrotafræði við
Háskóla Íslands og vinnur að
rannsóknarstörfum, ásamt því að
leggja lokahönd á doktorsnám í
afbrotafræði við City University í
New York.
Hún segist ekki hafa átt sér
stóra æskudrauma um verða
doktor í afbrotafræðum. Að loknu
námi við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti fór hún beint til Malaga
á Spáni þar sem hún vann við að
hrista kokteila á kvöldin og lærði
spænsku á daginn.
„Þegar ég kom heim fór ég í
eitthvert útvarpsviðtal á FM 957
og komst að því að það voru engar
stelpur að vinna þarna. Mér fannst
eins og mér bæri skylda til að laga
þetta ástand og bauð fram starfs-
krafta mína. Þegar útvarpsstjórinn
afþakkaði þá bauðst ég bara til
að vinna frítt og var þá hleypt í
hljóðnemann. Þetta stóð reyndar
ekki lengi því fljótlega var ég ráðin
í venjulegt starf,“ segir hún og
hlær.
Sat fremst í öllum fyrirlestrum
Margrét kynntist fyrri barnsföður
sínum, Svala Kaldalóns, í vinnunni
við útvarpið og átti með honum
Maríu Rós, sem fæddist árið 1998.
„Já, María er tæknilega séð fyrsta
íslenska útvarpsbarnið,“ segir hún
og skellir upp úr. Margrét og Svali
voru saman í tæplega fjögur ár en
skildu þegar María var um það bil
tveggja ára. Margrét starfaði áfram
við útvarpið en fann fljótt að hana
langaði til að mennta sig frekar
og því varð úr að hún skráði sig
félagsfræði við Háskóla Íslands.
„Til að byrja með ætlaði ég
að fókusera á fjölmiðlafræði en
svo féll ég alveg fyrir félags- og
afbrotafræðinni af því kennararnir
voru svo frábærlega skemmtilegir.
Þegar þarna var komið sögu hafði
ég verið í tíu ár á vinnumarkaði og
var mjög spennt fyrir náminu. Sat
alltaf fremst í öllum fyrirlestrum,
mætti vel lesin í alla tíma og las
oftast líka efni sem ekki var sett
fyrir. Ég hélt að allir gerðu þetta
svona, en komst fljótlega að því að
það er ekki þannig. Ég var og er
hálfgert nörd.“
Með óseðjandi áhuga á afbrotafræði
Hún segist fyrst hafa hitt sambæri-
leg nörd þegar hún hélt í doktors-
nám við City University í New York
en þar kepptust nemendur við að
lesa ítarefni og láta ljós sitt skína.
„Mér fannst stundum að
nemendur hér á Íslandi væru að
keppast við að hafa sem minnst
fyrir því að fá svona ásættanlegar
einkunnir, en úti í náminu þótti
það ekki fínt,“ segir Margrét sem
skráði sig upphaflega í doktors nám
við Háskóla Íslands, þá nýbökuð
móðir, en sonur hennar Egill,
fæddist sumarið 2009.
„Verandi tveggja barna móðir,
og svona í eldri kantinum, fannst
mér eins og það væri viðeigandi en
ég fann fljótt að það var ekki nóg
fyrir mig. Eftir á að hyggja er ég
ótrúlega glöð að hafa farið í nám til
Bandaríkjanna. Þetta var stundum
erfitt en líka það skemmtilegasta
sem ég hef gert. Ég eyddi nánast
öllu fyrsta sumrinu á bókasafninu
á 34. stræti, á ská á móti Empire
„VIÐ fæÐumst meÐ ólík VerkfærI
tIl aÐ fóta okkur í þessum heImI“
Margrét H. gústaVsdóttir
margret@dv.is
afbrotafræðingurinn
Margrét
Valdimarsdóttir
í viðtali um lögregluna,
samfélagslega stimpla
og það að ala upp
einhverfan son í New York